Skólavarðan - 01.08.2004, Síða 15

Skólavarðan - 01.08.2004, Síða 15
15 Evrópu, hafa verið einstaklega duglegir að fylgjast með nýjum útgáfum svo að nú eru áberandi upprunalegar útgáfur af barokkverkum í Suzuki-litteratúrnum. Þær eru aðlagaðar að Suzuki-aðferðinni og þetta finnst mér mjög skemmtilegt. Það er reyndar ekki búið að samræma þetta alls staðar. Suzuki lést í hárri elli 1999 en á meðan hann lifði þorði eigin- lega enginn að hrófla við efninu hans. Eftir að hann féll frá fór fólk smám saman að nota aðrar útgáfur, upprunaleg boga- strok og fingrasetningar. Fleiri og fleiri leyfa sér þetta núorðið. Með því að fara á námskeið og fylgjast með kennurum fær maður nýjar hugmyndir sem maður miðl- ar til nemenda sinna og annarra kennara. Mér finnst við Íslendingar vera mjög fram- arlega og opnir fyrir nýjungum. Við erum alltaf tilbúin að taka á móti nýjum straum- um og prófa. Svo getum við lært svo mikið hvert af öðru og ekki bara Suzuki-kennur- um. Það er mikilvægt að fylgjast vel með því sem er að gerast hjá hefðbundnum kennurum líka því alls staðar eru fínir og færir kennarar. Ég hvet nemendur mína til að prófa það sem þá langar til að prófa því það er eina leiðin til að komast að því hvort það virkar.“ Of lítið fé til tónlistarskóla Enginn mótmælir því að mikilvægt sé að halda uppi öflugri tónlistarmenntun og þá vaknar sú spurning hvort nægu fé sé varið til tónlistarskólanna á Íslandi? „Fjárveitingum til tónlistarnáms er vel varið en það fer of lítið fé til tónlistarskól- anna, í það minnsta hér í Reykjavík. Þótt heildarupphæðin sem fór í þennan mála- flokk í fyrra hafi hljóðað upp á hundruð milljóna króna þá er hún einfaldlega of lág því langir biðlistar eru eftir skólavist í flestum tónlistarskólum. Nú vitum við ekki hver niðurstaðan verður í ár, mér skilst að óvíst sé hvort úthluta eigi nema 90% af þeirri upphæð sem var úthlutað í fyrra. Hvað á að verða um 10% nemend- anna?" spyr Lilja og bætir við: „Því miður er það svo að þegar Reykjavíkurborg veit- ir nýjum skólum styrk þá er klipið af þeim sem fyrir eru. Og annað vandamál er að Reykjavíkurborg tók þá einhliða ákvörðun að borga ekki með nemendum úr öðrum sveitarfélögum. Það hefur orðið til þess að nemendur utan af landi sem eru í fram- haldsnámi hafa í sumum tilfellum þurft að hætta námi.“ Skóli án landamæra Suzuki-tónlistarskólinn Allegro hefur mikla sérstöðu og er ekki bundinn við eitt sveitarfélag þótt hann starfi inn marka Reykjavíkurborgar. Nemendurnir koma hins vegar frá mörgum öðrum sveitarfélög- um, þar má nefna Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Hveragerði, Seltjarnarnes og Borgarbyggð. Lilja segir að dæmi séu um foreldra sem keyra tugi, jafnvel hundruð kílómetra til að sækja tíma. Hvernig koma þessi sveitarfélög á móts við sitt fólk? „Sum þeirra bjóða ekki upp á Suzuki- kennslu vegna þess að þau hafa ekki Suzuki-kennara innan sinna vébanda, en svo eru kannski margir foreldrar og börn á þessum stöðum sem vilja komast í Suzuki-nám og leita til okkar. Þess vegna er mjög mikilvægt að sveitarfélögin séu opin og jákvæð gagnvart þessari aðferð. Hún skilar góðum árangri, ekki bara í meiri hæfni til að spila heldur eru sam- skipti við foreldrana mikilvæg. Flest sveit- arfélög leysa þetta farsællega með því að greiða kostnaðinn með nemendum, sem koma til okkar, eins og þau myndu gera ef þeir væru í tónlistarskóla heima hjá sér. En til eru dæmi um sveitarfélög sem telja þetta óþarfa og neita að borga með nem- endum.“ Sjálfstæði skóla eins og þíns hlýtur að vera afar mikilvægt þar sem hann er ekki hluti af því hefðbundna kerfi tónlistar- skóla sem sveitarfélögin reka. „Það er rétt að við erum ekki hluti af kerfinu en þó vil ég undirstrika að við erum hluti af tónlistarlífinu á Íslandi. Við erum í raun og veru eins og hver annar tónlistarskóli, við byrjum bara öðru vísi. Við erum með yngri hljóðfæranemendur en aðrir og þáttur foreldra í náminu er meiri.“ gg SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Suzuki-æfingabúðir Undanfarin fjórtán sumar hefur Lilja og hópur fiðlukennara haldið sumarnám- skeið í Skálholti. Því miður er það svo að þegar Reykja- víkurborg veitir nýjum skólum styrk þá er klipið af þeim sem fyrir eru. SUZUKI-NÁM Ljósmynd: Kristinn Örn Kristinsson Ljósmynd: Kristinn Örn Kristinsson

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.