Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 12
12 Til marks um það starfrækti hann um tíma vinnuskóla fyrir 40 börn á bóndabæ sínum í Neuhof í Sviss. Með þessu móti taldi hann að ná mætti helstu markmiðum uppeldis- starfsins sem voru að hans mati: Aukin til- finning fyrir eigin manngildi, sjálfsvirðing og ábyrgðarkennd. Á Kúbu sækja flestir nemendur fram- haldsskóla úti á landsbyggðinni, jafnvel þeir sem lögheimili eiga í borgum lands- ins. Þar dvelja þeir á heimavist frá mánu- degi til laugardags en fá svo tveggja daga frí. Einungis nemendur með sérþarfir fara í framhaldsskóla í sinni heimaborg og þurfa því ekki að ferðast mjög langt í skól- ann. Hugmyndin á bak við þetta er sú að nemendur kynnist sveitinni og lífinu úti á landsbyggðinni. En nemendurnir upplifa ekki einungis landsbyggðina af búsetunni einni saman heldur kynnast þeir lífi bónd- ans af eigin raun. Skólatímanum er nefni- lega skipt jafnt milli náms og vinnu, sbr. hugmyndir Pestalozzi hér að ofan. Vinna eftir hádegi Dagurinn er tekinn snemma í Raul Diaz framhaldsskólanum. Áður en kennsla hefst kl. átta er þjóðsöngurinn sunginn. Eftir það sækja nemendur tíma frá átta til tólf í námsgreinum á borð við spænsku, sögu, stærðfræði, efnafræði og ensku. Mikil áhersla er lögð á sögukennslu, þar sem saga Evrópu, Rómönsku-Ameríku og Kúbu er kennd. Til marks um mikilvægi sögunnar telst hún til kjarnafaga ásamt SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 spænsku og stærðfræði, sem nemendur þurfa að ná ákveðinni lágmarkseinkunn í til að komast í háskóla. Kennslu lýkur kl. tólf og fá þá nemendur hálftíma mat- arhlé. Að hádegismat loknum er svo ann- aðhvort unnið á ökrum skólans eða sinnt ýmsum tilfallandi verkum, eins og þrifum, þvotti eða matseld. Nemendur deila sjálfir niður verkum og skiptast á að vinna þau. Á ökrunum eru ræktaðar ýmsar nytjajurt- ir, grænmeti og ávextir, fyrir mötuneyti skólans. Kennslan á myndbandi Kennsluhættir eru nokkuð sérstakir. Í hverjum bekk eru 20 nemendur og er kennsluefninu miðlað til þeirra að stærst- um hluta í gegnum myndband. Í hverri skólastofu er sjónvarps- og myndbands- tæki. Sama námsefnið er sýnt í öllum fram- haldsskólum landsins og þannig hljóta allir nemendur sömu grunnkennslu, enda prófað samræmt í vissum námsgreinum. Því er um takmarkaða beina kennslu að ræða þar sem slíkt kæmi niður á allri sam- ræmingu og stöðlun hennar. Hlutverk kennarans er því aðeins að svara spurning- um og hvetja til umræðna um efni mynd- bandsins. Hann hefur að öðru leyti lítið að segja um inntak og efni kennslunnar. Tvær tölvustofur eru í skólanum og fá nemendur þar kennslu í almennri tölvu- notkun. Að auki læra þeir á ýmiss konar notendaforrit eins og excel og word. Tölv- urnar eru aftur á móti ekki nettengdar þar sem aðgangur að netinu er takmark- aður af hálfu stjórnvalda. Almenningur getur aðeins tengst netinu gegn greiðslu á opinberum hótelum eða upplýsingamið- stöðvum. Salsa og astmi Í skólanum eru um 50 starfsmenn. Flestir þeirra eru kennarar en meðalaldur þeirra er um 24 ár. Alveg eins og hérlend- is fást mun fleiri konur við kennslu heldur en karlar og sagði skólastjórinn að hlutfall- ið væri u.þ.b. tveir á móti þremur. Þar sem um er að ræða heimavistarskóla vinna þar einnig tvær hjúkrunarkonur og einn lækn- ir. Að sögn hans er ekki mikið um alvarleg tilfelli, en algengt er að nemendur skrámi sig eða þjáist af astma. Reyndar er sá kvilli nokkuð tíður á Kúbu vegna raka loftslags- ins, einkum úti á landi. Eftir að hafa verið leiddir í allan sann- leik um starfsemi Raul Diaz framhaldsskól- ans var kominn tími til að kveðja nemend- ur og starfsmenn hans. Í kveðjuskyni tók hópur nemenda lagið fyrir okkur að þjóð- legum hætti, en segja má að söngur og dans séu mörgum Kúbönum í blóð bornir. Uppljómaðir eftir salsasöng nemenda héld- um við aftur til Havana eftir ánægjulega og velheppnaða heimsókn í dæmigerðan kúbanskan framhaldsskóla. Jón Ingvar Kjaran Höfundur er kennari í sögu við Verzlunar- skóla Íslands. Áhugasamir nemendur í kennslustund í sögu fylgjast með kennslumyndbandi um tiltekið sögulegt efni. FRAMHALDSSKÓLAR Á KÚBU

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.