Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 5
5 GESTUR SKÓLAVÖRÐUNNAR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Skólavarðan knúði dyra hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra til að leita svara við spurning- um sem vakna við lestur skýrslunnar Breytt námsskipan til stúdentsprófs - aukin samfella í skólastarfi. Skýrslan er afrakstur vinnu verkefnisstjórnar ráðu- neytisins og þriggja starfshópa, en í þeim hafa fulltrúar FF átt sæti. Ákveðið í ríkisstjórn að stytta námstíma til stúdentsprófs Ráðherra staðfesti að sú ákvörðun hefði verið tekin í ríkisstjórn að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú og vinna áfram á grundvelli skýrslunnar. „Það kemur fram í skýrslunni að þetta er ekki ný hugmynd. Hún hefur verið í deiglunni í rúman áratug,“ sagði Þorgerð- ur Katrín sem er í miðju kafi við að heim- sækja framhaldsskóla landsins til að kynna framkvæmd styttingarinnar. Hún hafði heimsótt um þriðjung þeirra þegar viðtalið fór fram og sagðist ætla að fara í þá alla 28, á næstunni. Hún sagði að spennandi tímar væru framundan og lagði áherslu á að sér þætti gott að koma á fund kennara og að margar þarfar ábendingar hefðu þegar komið frá þeim. „Allir sem kallaðir hafa verið til þess- ara verkefna hafa verið boðnir og búnir að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að þessi breyting verði sem best úr garði gerð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Og þrátt fyrir tafir er stefnt að því að endurskoðun aðalnámskráa ljúki á þessu ári. Verkefnis- stjórar hafa verið skipaðir og eru um það bil að hefja störf.“ Víða í skýrslunni er sagt frá breyting- um sem augljóslega kosta mikið fé, eins og endurmenntun kennara og námsefnis- gerð. Að sögn ráðherra er gert ráð fyrir fjármagni í allt þetta ferli. Tímabært að endurskoða námskrár -Sú ákvörðun að stytta námstíma til stúd- entsprófs er umdeild innan skólasamfé- lagsins. Viðhorfskönnun á vegum FF segir að tveir af hverjum þrem kennurum í fram- haldsskólum séu mótfallnir styttingunni. Hver eru helstu rökin fyrir því að fara út í þessa stóru breytingu á skólakerfinu? „Miðað við þau skref sem við höfum stigið í skólakerfinu á undanförnum árum er þetta eðlilegt framhald. Það er búið að lengja skólaárið á báðum skólastigum og þar með hefur myndast svigrúm til að þétta námið, einkum á mótum grunn- og framhaldsskóla, og minnka endurtekn- ingar. Allar þjóðirnar í ESB útskrifa sína stúd- enta átján eða nítján ára og við berum okk- ur saman við þær. Það er bara eðlilegt. En sumt hentar íslenskum veruleika og annað ekki. Samanburðurinn við aðrar þjóðir er ekki ástæða þessara breytinga en hann er vísbending. Síðustu námskrár voru gerðar 1999 og þótt við hefðum ekki farið út í styttinguna er engu að síður kominn tími til að endur- skoða þær. Ég vil undirstrika að við erum ekki að gjörbylta kerfinu, frekar að byggja á því sem fyrir er. Um leið og við endur- skoðum námskrárnar notum við tækifær- ið til að huga að öðrum þáttum. Ég met Skólakerf ið á að vera í sífelldri endurskoðun l f i í íf ll i Viðtal við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra um styttingu námstíma til stúdentsprófs

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.