Skólavarðan - 01.02.2005, Page 10
10
FRÉTTIR
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005
Félag kennara á eftirlaunum var stofnað
árið 1980 og er hlutverk þess að fara með
málefni félagsmanna Kennarasambands
Íslands sem komnir eru á eftirlaun. Í því
felst að fylgjast með og vinna að gerð
kjarasamninga, halda fundi og námskeið,
tilnefna fulltrúa á þing KÍ, halda úti félags-
starfi meðal félagsmanna og gæta marg-
víslegra hagsmuna þeirra.
Kraftmikið hópstarf fer fram innan fé-
lagsins og má þar nefna bókmenntahóp
sem hittist reglulega og ræðir bókmenn-
ir auk þess að fá rithöfunda í heimsókn,
skákhópur er starfræktur og sönghópur-
inn Ekkó æfir hálfsmánaðarlega, Sigrún
Þórsteinsdóttir stjórnar hópnum. Tölvu-
hópur kemur saman vikulega í tölvuveri
Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Félagið heldur árshátíð og skipuleggur
ferðalög auk þess að gefa út fréttabréf,
FKE-fréttir og halda úti heimasíðu. http://
www.simnet.is/gop/open/fke/ . Í þessum
Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hef-
ur staðið yfir vinna við gerð orðalista
í táknmáli og hafa þeir verið gefnir út
á margmiðlunardiskum undir nafninu
Táknasafn MH. Safnið er hluti af þeim
fagorðum sem notuð eru í kennslu í
skólanum.Átta margmiðlunardiskar eru
komnir út sem hafa að geyma orðalista
yfir tákn í ýmsum fögum og myndskeið
þar sem túlkur sýnir viðkomandi tákn.
Þau fög sem þegar eru til eru: Eðlis-
og efnafræði, íslenska, líffræði, saga,
sálfræði, stærðfræði og listi yfir landa-
heiti.
Klórað í nögl og strokið um vanga
Táknasafn MH er samvinnuverkefni tákn-
málstúlka og heyrnarlausra nemenda
Menntaskólans við Hamrahlíð. Mikil hug-
myndaauðgi birtist í þessum táknum
þótt þau sem verða fyrir valinu virðist oft
liggja beint við. Táknið fyrir Bergþóru í
Njáls sögu er til dæmis þannig að klórað
er í nögl á þumalfingri en þannig er vísað
í kartneglur Bergþóru en í tákni Njáls er
vísað í skeggleysið með því að strjúka nið-
ur vanga með tveimur fingrum. Túlkarnir
hafa safnað saman táknunum sem hafa
orðið til í kennslunni. Nemendur skólans
eru hugmyndasmiðir táknanna og voru
þeir með í ráðum í endanlegu vali. Lína
Hrönn Þorkelsdóttir og Þórey Torfadóttir
táknmálstúlkar sögðu að oft væri erfitt
að velja eitt tákn og tóku sem dæmi að
hugtakið friðþæging ætti tvö tákn þar
sem erfitt reyndist að skera úr um hvort
hugtakið væri betra. Íslenskt táknmál er
í stöðugri þróun og jafnt og þétt þarf að
bæta við nýjum táknum og samræma tákn
yfir ýmis hugtök.
Fastráðning túlka veitti svigrúm
Að sögn Línu Hrannar og Þóreyjar voru
táknmálstúlkar ráðnir að Menntaskólan-
um við Hamrahlíð í föst störf árið 2000.
Þá opnaðist svigrúm fyrir þetta framtak.
Skólinn tók vel í að túlkarnir færu í þetta
verkefni þær vikur sem falla utan kennslu-
tíma og studdi verkefnið dyggilega með
tækjakaupum og aðstöðu. Með tækjakost
á staðnum var unnt að vinna táknalistana
jafnt og þétt og túlkarnir gátu sjálfir séð
um allar upptökur, klippingu og vinnslu.
Við spilun táknasafnsins þarf að nota for-
ritið Spilara. Það er fáanlegt á Samskipta-
miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Foritið er afrakstur samvinnu Samskipta-
miðstöðvar heyrnarlausra og heyrnar-
skertra og Trausta Þórs Kristjánssonar for-
ritara. Í Spilara birtast listarnir samtímis á
íslensku og táknmáli. Táknasafnið er góð
leið til að varðveita öll þau fjölmörgu tákn
sem verða til á skólagöngu heyrnarlausra
nemenda skólans. Það hefur þegar fengið
góðar móttökur og mun nýtast á öllum
skólastigum.
miðlum má fá allar upplýsingar um starf-
semina. Út er komin skýrsla um starf fé-
lagsins árið 2004 og er hún aðgengileg á
netinu.
Formaður félagsins er Gísli Ólafur Pét-
ursson.
Öf lugt starf Félags kennara á eftirlaunum
Aðal markmiðið að
auka gleði manna
Táknasafn MH
Orðalistar í táknmáli á margmiðlunardiskum
Hópur félaga í FKE á ferð og flugi. Ljósmynd Gísli Ólafur Pétursson.