Skólavarðan - 01.02.2005, Qupperneq 11
„Hvaða tekjur vilja
kennarar hafa eftir að
þátttöku lýkur á
vinnumarkaði?“
- spyr Jóhanna Marta Ólafsdóttir, markaðsstjóri SPV
SÚ ÞRÓUN sem orðið hefur á undanförnum árum í
lífeyrismálum landsmanna er afar ánægjuleg hvað
varðar þátttöku launþega í lífeyrissparnaði umfram
lögbundið lágmark. Er greinilegt að sífellt fleiri eru
farnir að huga að framtíð sinni að lokinni þátttöku á
vinnumarkaði í því skyni að tryggja viðunandi lífskjör á
efri árum. Samkvæmt upplýsingum kjararannsóknar-
nefndar fjölgaði þeim sem spara umfram lögbundið
lágmark mikið á árinu 2004 og nam hlutfall þeirra á
vinnumarkaði 73% í september sem er 18% aukning frá
marsmánuði sama ár.
Framlög vinnuveitenda í lífeyrissjóð launþega jukust úr 6,8%
af launum í mars 2000, áður en samningsákvæði um viðbótar-
lífeyrissparnað tóku gildi, í 8,2% í mars 2002. Í september
2004 var hlutfallið komið í 9%. Telja Samtök atvinnulífsins að
binding 1% viðbótarframlags í lífeyrissjóð 1. júlí 2004 hafi
orðið þeim launþegum hvatning sem ekki höfðu tekið þátt í
viðbótarlífeyrissparnaði áður til þess að hefja sparnað.
„Fjárhagslegt öryggi eftirlaunaáranna er okkur öllum mikil-
vægt. Við höfum flest tök á því að viðhalda eða auka lífsgæði
okkar við starfslok með því að hefja viðbótarlífeyrissparnað.
Með hækkandi meðalaldri fólks, bættri heilsu og styttri
starfsævi er ljóst að fjárhagur á eftirlaunaárunum skiptir miklu
máli og því fyrr sem hugað er að þessum mikilvæga þætti
þeim mun betur tryggjum við framtíð okkar. Með tímanum
getur þessi eign orðið veruleg. Þar sem gera má ráð fyrir að
þáttur almannatrygginga í tekjum okkar minnki í framtíðinni er
enn mikilvægara en fyrr að leggja reglulega til hliðar og
mynda þannig grunn að fjárhagslegu öryggi okkar þegar
starfsævinni lýkur,“ segir Jóhanna Marta Ólafsdóttir, markaðs-
stjóri SPV - Sparisjóðs vélstjóra.
Á efri árum er tími fyrir kennara að láta verða af ýmsu sem þá
hefur dreymt um lengi. Eftir því sem betur hefur verið hugað
að framtíðinni á yngri árum aukast möguleikarnir sem hægt er
að láta rætast síðar á æviskeiðinu. Ferðalög, fjölbreytt áhuga-
mál og nám af ýmsu tagi eru dæmi um möguleika sem heilla.
Langtímasparnaður gerir einstaklingum kleift að eiga áhyggju-
laus efri ár og getur gert eftirlaunaárin að afar ánægjulegum
og spennandi tíma. Þeir sem ekki huga að þessum þætti
framtíðar sinnar eru annars vegar að skerða framtíðarmögu-
leika sína og hins vegar að verða af tekjum (viðbótarframlag
launþega) sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.
2,0%, 4,0% eða meira?
„Það er algengur misskilningur hjá eldra fólki að viðbótarlíf-
eyrissparnaður nýtist bara yngra fólki á vinnumarkaði en svo
er alls ekki, lífeyrissparnaður er góð ráðstöfun og sjálfsögð
fyrir alla launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Einstaklingar geta nú lagt allt að 4% af tekjum sínum fyrir
skatta í séreignarlífeyrissparnað auk þess sem nokkur
stéttarfélög hafa þegar samið um sérstakt mótframlag frá
launagreiðanda. Því má búast við að enn fleiri stéttarfélög fylgi
í kjölfarið á næstu árum. Rétt er að taka fram að sparnaður
hækkar ekki sjálfkrafa úr 2% í 4% hjá þeim launþegum sem
þegar hafa gert samning um 2% viðbótarlífeyrissparnað. Það
eina sem launþegi þarf að gera til að hækka sparnaðar-
fjárhæðina er að skrifa undir nýjan samning og launagreiðandi
og SPV sjá um restina,“ segir Jóhanna.
Samspil ávöxtunar og áhættu
Eins og ævinlega fylgjast að áhætta og ávöxtun. Því meiri
áhætta sem tekin er því hærri getur ávöxtunin orðið. En hér
þarf að taka tillit til nokkurra atriða. Það er ljóst að til að eiga
möguleika á hárri ávöxtun þarf að hafa taugar til að sjá
ávöxtun sparnaðarins sveiflast til. Sveiflur geta varað í nokkra
mánuði og allt upp í nokkur ár. Það má ekki horfa á ávöxtun til
skamms tíma þegar meta á sparnað til langs tíma. Áhættu-
samari sparnaður hentar fremur yngri kennurum sem hafa tíma
til að vinna upp sveiflur sem geta orðið á sparnaðartímanum.
Þeir sem eldri eru ættu fremur að velja íhaldssamari leiðir fyrir
sparnað sinn enda hefur þeir ekki sömu tækifæri til að vinna upp
hugsanlegar sveiflur.
Lífeyrissparnaður Sparisjóðsins
Sparisjóður vélstjóra hefur um langt árabil staðið í fremstu röð
varðandi þróun hagstæðra sparnaðarleiða fyrir viðskiptavini sína
og allan almenning. Taka þær leiðir mið af aldri einstaklinga og
má í því sambandi benda á misjafnar leiðir fyrir börn og
unglinga, sem hafa það að markmiði að kenna þeim gildi
sparnaðar. Varðandi einstaklinga á vinnumarkaði býður SPV
þrjár leiðir til ávöxtunar viðbótarlífeyrissparnaðar, sem einnig
taka mið af því hvar á starfsævinni viðkomandi eru staddir.
Þessar meginleiðir eru kallaðar 1) Lífsval með verðtryggðum
sparnaði, 2) Lífsval með skuldabréfaáherslu og 3) Lífsval með
hlutabréfaáherslu.
Lífsval með verðtryggðum sparnaði
Verðtryggður sparnaður hentar vel þeim sem eru farnir að
nálgast töku lífeyris og þeim sem hafa byrjað töku lífeyris.
Einnig hentar hann þeim vel sem kjósa öryggi sparnaðar-
reikninga fremur en að ávaxta viðbótarsparnað sinn í
verðbréfum. Reikningurinn er verðtryggður og vextirnir eru þeir
hæstu sem SPV býður. Verðtryggður sparnaður SPV hefur sýnt
bestu ávöxtun sambærilegra reikninga frá upphafi. Meðalnafn-
ávöxtun hans síðastliðin 5 ár hefur verið 11,09% og raun-
ávöxtun 6,18%.
Lífsval með skuldabréfaáherslu
Með ávöxtun í verðbréfasjóði með áherslu á skuldabréf er komið
til móts við þá sem eru farnir að nálgast miðja ævi og þá sem
eiga ekki mörg ár eftir í töku lífeyris. Eign sjóðsins liggur að
70% til í skuldabréfum (íbúðabréf 51%, spariskírteini 10%, ríkis-
bréf 22% og húsbréf 17%) og 30% liggja í hlutabréfum. Sparn-
aður í þessum sjóði er ákjósanlegur fyrir þá sem vilja vera var-
kárir en vænta um leið góðrar ávöxtunar. Sjóðurinn fjárfestir
eingöngu í skuldabréfum útgefnum af íslenska ríkinu eða stofn-
unum þess og er því eignaskattsfrjáls. Markmið sjóðsins er góð
langtímaávöxtun á innlendum skuldabréfamarkaði og lágmörkun
verðsveiflna. Sjóðurinn veitir aðgang að fjárfestingartækifærum
sem aðeins stórir fjárfestar hafa annars aðgang að. Bréf í sjóðn-
um eru eignaskattsfrjáls umfram skuldir en fjármagnstekjuskatt-
ur greiðist af ávöxtun þeirra. Þau veita ekki rétt til tekjuskatts-
lækkunar. Sjóðurinn er langtímafjárfestingarkostur (3-5 ár).
Lífsval með hlutabréfaáherslu
Þessi sjóður SPV leggur áherslu á fjárfestingu í hlutabréfasjóðum
og er kjörin leið fyrir þá sem hefja sparnað snemma á
starfsævinni því hlutabréfasjóðirnir eru líklegir til að gefa hærri
ávöxtun en skuldabréfasjóðir þegar til langs tíma er litið. Eign
sjóðsins liggur að 70% til í hlutabréfum (alþjóðasjóður 9,0%,
fjármálasjóður 4,0%, lyf- og líftæknisjóður 4,0%, hátæknisjóður
4,0% og úrvalssjóður 9,0%), en 30% liggja í skuldabréfum.
Velja má eina af þremur ofangreindum leiðum eða blanda þeim
saman á ýmsan hátt. Fer þá samsetningin dálítið eftir aldri
viðkomandi. Það sem Lífeyrissparnaður hefur fram yfir annan
sparnað er fyrst og fremst skattalegt hagræði. Tekjuskatti er í
raun frestað til efri ára því hann greiðist ekki fyrr en við töku
lífeyrisins, sem leiðir til betri nýtingar persónuafsláttar, lækkunar
hátekjuskatts o.s.frv. og hann er undanþeginn eigna-, erfða- og
fjármagnstekjuskatti.
Það er einfalt að spara ...
Þegar tekin hefur verið ákvörðun um viðbótarlífeyrissparnað þarf
einungis að hringja í þjónustufulltrúa SPV, sem aðstoðar við val
á réttri sparnaðarleið, sem sniðin er að þörfum viðkomandi
kennara, og sér um að senda launagreiðanda öll nauðsynleg
gögn. Launþeginn fær svo send yfirlit reglulega til að hann geti
fylgst með árangri sínum af sparnaðinum. Jóhanna ráðleggur
öllum kennurum að taka strax ákvörðun og byrja viðbótar-
lífeyrissparnað nú þegar. Hún segir að það sé ekki eftir neinu að
bíða því aldrei sé of seint að byrja. Því sé rétti tíminn núna óháð
því hvar á æviskeiðinu viðkomandi sé staddur. Þetta er án efa
rétt hjá Jóhönnu vilji maður huga að fjárhagslegri framtíð sinni
eftir að þátttöku á vinnumarkaði lýkur. Sláið á þráðinn til næsta
þjónustufulltrúa í síma 575 4100 eða skoðið vef spv, spv.is!
AUGLÝSING