Skólavarðan - 01.02.2005, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.02.2005, Qupperneq 12
12 LÍFEYRISSJÓÐUR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Í nýjum kjarasamningi grunnskólakenn- ara er viðbót við lífeyrisréttindi í LSR, þ.e. kjarasamningsbundið mótframlag launagreiðanda í séreignarsjóð. Þessar breytingar gefa grunnskólakennurum tækifæri til að yfirfara lífeyrismál sín og verða sér meðvitaðri um lífeyrisrétt- indi. LSR er lífeyrissjóður kennara og þeim er velkomið að hafa samband við starfsfólk sjóðsins til að afla sér upplýs- inga um lífeyrisréttindi sín. Markmið LSR er að efla almenna kynningu á lífeyrisréttindum og hafa verið haldnir fundir í mörgum grunnskólum undanfarið þar sem nýfengin séreignarréttindi hafa verið kynnt. Ráðgjöfin sem LSR veitir er byggð á markmiðum LSR um að kynna sjóðfélögum réttindi sín með faglegum hætti. Kennarar hafa skyldubundna aðild að A-eða B-deild LSR en val á séreignar- sjóði er frjálst. Séreignarsjóðir starfa í miklu samkeppn- isumhverfi en allir lúta sömu lögum og reglum (lög nr. 129/1997 og reglugerð nr. 698/1998). Réttindi eiga því að vera eins milli sjóða. Það er þó margt sem getur ver- ið ólíkt, s.s. hvernig ávöxtun er háttað, hve mikill fjölbreytileiki er við val á fjárfesting- arstefnu, hvernig gjöldum og þóknunum er háttað auk þess hvernig almenn þjón- usta er. Áhersla hefur verið lögð á það við kenn- ara að þeir kynni sér vel hina mismunandi sjóði og þá þjónustu sem hver sjóður veitir og taki í framhaldinu meðvitaða ákvörð- un um val á þeim séreignarsjóði sem þeir treysta best fyrir séreignarsparnaði sínum. Helstu spurningar sem vert er að spyrja þeg- ar kennarar kynna sér þessi mál eru: Hver er fjárfestingarstefnan? Hver hefur ávöxt- un verið m.t.t. mismunandi fjárfesting- arstefna? Hver er rekstrarkostnaður og er hann sýnilegur? Hver eru önnur gjöld? Tekur sjóðurinn sérstakan umsýsluþóknun fyrir þjónustu sína? Séreign LSR býður upp á fjárfestingarleiðir við hæfi, rekstrarkostn- aður er sýnilegur í daglegri ávöxtun, ekki er um að ræða önnur gjöld eða þóknanir. Nánari upplýsingar um mismunandi fjárfestingarstefnu við hæfi er hægt að fá hjá ráðgjafa Séreignar LSR. Mikilvægt er fyrir alla sjóðfélaga að hafa undirstöðuat- riði lífeyrisréttinda á hreinu, hvort sem um ræðir réttindi í A- eða B-deildum LSR eða Séreign LSR. Höfundur er Ágústa H. Gísladóttir deildarstjóri Séreignar LSR. - rétt val á séreignarsjóði séreignarréttindi grunnskólakennara Aukin

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.