Skólavarðan - 01.02.2005, Page 14

Skólavarðan - 01.02.2005, Page 14
14 KENNARAMENNTUN SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Finnar komu afar vel út úr PISA-könn- uninni á nýliðnu ári líkt og áður. Finnsk skólabörn voru í öðru sæti í stærðfræði- þættinum og í efsta sæti þegar lestrar- geta og náttúrufræðikunnátta voru mældar. Margir velta fyrir sér hver sé skýringin á þessum ágæta árangri Finna og hafa ástæður eins og mikill agi, stöðugleiki í skólakerfinu og metnaðar- full menntun kennara verið nefndar. Skólavarðan ákvað því að fletta upp í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Grunnskólakennarar - fjöldi og mennt- un frá 2003 en þar er að finna upplýs- ingar um menntun finnskra grunnskóla- kennara og annarra. Tvískipt menntun finnskra grunnskólakennara Lengi vel mátti skipta kennaramenntun á Norðurlöndum í tvennt. Í öðrum hópn- um voru Ísland, Danmörk og Noregur sem voru með eina tegund menntunar fyrir alla grunnskólakennara þar sem sérhæf- ing var lítil. Hins vegar voru Svíþjóð og Finnland með tvískipta kenn- aramenntun, annars vegar fyrir kennara lægri bekkja grunnskólans og hins vegar fyrir fagkennara í efri bekkjum hans. Sví- þjóð hefur nú afnumið þessa tvískiptingu. Besta kennaramenntun á Norðurlöndum Finnar eru taldir mennta kennaraefni sín best allra Norðurlandaþjóða nú til dags. Nám grunnskólakennara þar skiptist ann- ars vegar í nám fyrir bekkjarkennara, þá sem kenna öll fög í 1.-6. bekk grunnskóla, og hins vegar í nám fyrir fagkennara, þá sem kenna aðeins tiltekið eða tiltekin fög í 7.-9. bekk. Menntun bekkjarkennara felur í sér meira nám í kennslufræði en aðrar tegundir kennaramenntunar. Nám fagkennarans er æðri háskólagráða á bil- inu 160-180 einingar og því má ljúka á 5-6 árum. Aðalgrein er venjulega ekki mennt- unarfræði heldur það fag sem nemandinn ætlar að kenna. Kennaramenntun fer fram innan sér- stakra kennaradeilda háskóla eða innan menntunarfræðideilda í samvinnu við aðr- ar deildir háskólans. Skriflegt próf, hæfileikapróf og viðtal Nám fyrir bekkjarkennara 1.-6. bekkj- ar grunnskóla er 160 eininga fimm ára M.Ed.-nám auk 35 eininga viðbótarnáms í sérgrein sem gefur bekkjarkennara möguleika á því að starfa sem fagkennari í grunnskóla. Nemendur eru teknir inn í bekkjarkennaranám að loknu inntöku- prófi, þ.e. skriflegu prófi, hæfileikaprófi og viðtali. Sumir háskólar krefjast þess einnig að umsækjendur sýni hæfni sína, m.a. í hópstarfi. Þeir sem vilja verða fag- kennarar sækja um til viðkomandi háskóla- deilda í aðalgrein sinni, t.d. stærðfræði, samkvæmt hefðbundnum reglum. Þeir sem fá inngöngu í nám til háskólagráðu og stefna á að verða fagkennarar sækja svo sérstaklega um fagkennaranám. Að- gangur að því námi fæst annaðhvort með hæfniprófi eingöngu eða bæði með hæfni- prófi og góðum námsferli. Vettvangsnám og æfingakennsla ríkulegir þættir Meistaragráða bekkjarkennara sam- anstendur af tungumálanámi og samskipt- um, grunn- og fagnámi í menntunarfræð- um, framhaldsnámi í menntunarfræðum, námi í aukagreinum og valgreinum. Vett- vangsnám og æfingakennsla eru ríkulegir þættir í náminu. Útskrifaðir bekkjarkenn- arar geta haldið áfram námi og öðlast rétt- indi sem sérkennarar, námsráðgjafar eða kennarar í sérstökum fögum. Fagdeild háskóla ber ábyrgð á náminu Nemendur sem stefna að því að verða fagkennarar stunda nám samkvæmt fag- kennaraáætlun þeirrar deildar sem aðal- fag þeirra heyrir undir. Námið er skipulagt þannig að fagdeild háskólans ber ábyrgð á kennslu í viðkomandi fagi en kennaradeild- ir bera ábyrgð á menntunarfræðunum. Hvoru tveggja náminu er lokið samtímis og í samvinnu deildanna. Fagkennaranám fel- ur í sér 35 einingar í uppeldis- og kennslu- fræðum. Vettvangsnám og æfingakennsla eru hluti af náminu. Miklar umræður hafa verið um þróun kennaramenntunar á undanförnum árum í Finnlandi, m.a. í framhaldi af því að stjórnunarleg skipting grunnskólans var af- numin í ársbyrjun 1999 og ný aðalnámskrá tók gildi. Áætlun um að auka kennara- menntun á tímabilinu 2001-2003 var gefin út af menntamálaráðuneytinu. Umræður um þróun hennar nú snúast aðallega um það að vettvangsnám og æfingakennsla fari fram á mismunandi skólastigum því að talið er að í framtíðinni verði þörf fyrir menntað fólk sem getur unnið hvar sem er innan grunnskólans, þ.e. bæði í efri og neðri bekkjum hans. GG Sjá nánar: www.rikisend.althingi.is/files/ skyrslur_2003/kennarar.pdf Menntun kennaraefna í Finnlandi Greinarmunur á bekkjarkennslu og fagkennslu

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.