Skólavarðan - 01.02.2005, Page 15

Skólavarðan - 01.02.2005, Page 15
15 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 FRÉTTIR Eiríkur Jónsson formaður KÍ fór til Palestínu í byrjun janúar ásamt Ögmundi Jónassyni formanni BSRB og Borgþóri Kjærnested frá samtökunum Ísland-Palestína en þau skipulögðu ferðina sem stóð í eina viku. Þeir félagarnir hittu m.a. forsvarsmenn stéttarfélaga í Palestínu og fulltrúa ýmissa hjálparsamtaka sem starfa þar. Meðal staða sem þeir heimsóttu voru Nablus, Hebron og Ramalla. Að sögn Eiríks var það mikil lífsreynsla að koma á þessa staði og hitta fólkið sem þar býr, oft og tíðum við afar slæmar aðstæður en sýnir þeim, sem heimsækja þá, einstaka hlýju og gestrisni. Eiríkur sagði að stéttarfélag kennara í Palestínu væri í rúst en nú stend- ur til að endurvekja það. „Það er von mín að Kennarasamband Íslands muni leggja sitt að mörkum til að það takist,“ sagði Eiríkur. „Skólahald er einnig í bágbornu ástandi og dæmi eru um að það liggi niðri mánuðum saman vegna ófriðarins.“ Í næstu Skólavörðu mun Eiríkur segja frá heimsókninni til Palestínu. GG Formaður KÍ til Palestínu Kennarasamband Íslands gæti aðstoðað við að endurvekja stéttarfélag kennara í Palestínu Eiríkur Jónsson, Ögmundur Jónasson og Borgþór Kjærnested við hinn ill- ræmda kynþáttamúr í þorpinu Qalqiliya. Bændur hafa kost á því að fara inn fyrir múrinn þrisvar á dag á hálftíma bili til að komast á akra sína.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.