Skólavarðan - 01.02.2005, Síða 21

Skólavarðan - 01.02.2005, Síða 21
21 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, Sími: 5868180 www.lesblind.com, Tölvuskeyti: lesblind@lesblind.is Umboðsaðili Davis® kerfisins á Íslandi Námskeið í Davis námstækni Vilt þú sem kennari: • Ná betur til nemenda þinna óháð námsstíl þeirra? • Hafa betri stjórn í skóla- stofunni? • Efla almennan námsárangur? • Fyrirbyggja námsörðugleika, td. vegna lesblindu? Fyrir kennara 5-9 ára barna Skráning í síma 586 8180 eða lesblind@lesblind.is Námskeiðið verður í júní og fer fram á ensku Hvernig Davis-kerfið virkjar hæfileikana sem búa að baki námsörðuleikum • Lesblinda • Skrifblinda • Reikniblinda • Verkstol • Ofvirkni (ADHD) • Athyglisbrestur (ADD) Guðmundur: Ég tel brýnt að kennar- ar hefji strax umræður um þetta mál og það þarf að marka þær óháð því hvaða af- stöðu við tökum til skýrslunnar og reyna að stýra þeim frá tæknilegu atriðunum að innihaldinu. Aldís: Ég er sammála Guðmundi en tek það fram að þessar breytingar geta aldrei orðið farsælar nema að þær séu unnar í góðri sátt og samstarfi við kennara. Það eru þeir sem framkvæma breytingarnar. Ég vil í rauninni hvetja ráðamenn til að þröngva ekki breytingum upp á kennara nema samstarfsvilji þeirra sé tryggður. Atli: Ég held ekki að það sé neitt eitt sem kennarastéttin sem heild eigi að gera í tilefni af þessari skýrslu og fyrirhuguð- um breytingum. En ég reikna með að þeir sem kenna stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu önnunum í framhaldsskóla þurfi að ræða saman. Þeir þurfa að auka samstarf og samráð. Hjördís: Ég tek undir þetta og vil bæta við að umræður fari einnig fram innan fag- félaga, einkum þar sem starfa bæði grunn- og framhaldsskólakennarar. Kennarar þurfa að fjalla um skýrsluna og skila áliti til menntamálaráðuneytisins. Þar verða jú allar endanlegar ákvarðanir teknar. Mér finnst líka mikilvægt að framhalds- skólakennarar athugi hvort þeir finni ekki sitthvað jákvætt í þessari skýrslu burtséð frá því hvort af styttingunni verður eða ekki. Ég vil benda á þætti eins og að efla námsefnisgerð, endurmenntun, nýjar leiðir til námsmats og nýjar kennsluað- ferðir, breyttar faglegar áherslur. Ég vil líka nefna möguleikann á að nemendur í grunnskólum geti flýtt sér o. fl. Mér finnst þetta vera jákvæðir þættir sem mikilvægt er að kennarar myndi sér skoðun á. Egill: Við kennarar verðum líka að átta okkur á því að við erum að fjalla um nem- endur en ekki okkur sjálfa. Hvað er farsæl- ast fyrir þá? Þar sem ég kem úr iðngeiran- um finnst mér vanta miklu meiri umræður um það hvernig eigi að samþætta iðnnám- ið og þessar breytingar ef af þeim verður. Af umræðunum sem hér eru birtar sést glöggt að það er mikil gróska í íslenskum framhaldsskólum. Þeir eru afar ólíkir og nemendurnir eru einnig ólíkir og hafa margvísleg markmið. Kennurum er mikið niðri fyrir þegar þessar fyrirhuguðu breyt- ingar eru ræddar en augljóslega þurfa fleiri að tjá sig um þetta mál en framhalds- skólakennarar. Hvað segja grunn- og leik- skólakennarar? Skólavarðan mun leita eft- ir svörum þeirra á næstunni. Guðlaug Guðmundsdóttir Þetta með verknámsbrautirnar er eldgamalt vandamál hjá okkur Íslendingum. Það er ekkert menntun nema prests- menntun og kannski lögfræði en almenn verkkunnátta er afskaplega lítils metin. -Guðmundur. VIÐ HRINGBORÐIÐ

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.