Skólavarðan - 01.02.2005, Page 24

Skólavarðan - 01.02.2005, Page 24
24 FRÉTTIR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Þann 22. desember 2004 var undirritað samkomulag milli BHM, BSRB og KÍ ann- ars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar um tiltekin atriði varðandi réttindi starfsmanna sem eru fé- lagsmenn samtakanna þriggja. Samkomu- lagið tók gildi 1. janúar 2005. Það tekur einvörðungu til greina í kjarasamningum sem lúta að tryggingamálum starfsmanna. Samkvæmt samkomulaginu hækka trygg- ingarfjárhæðir og bætur vegna slysa. Bókun fylgir samkomulaginu varðandi rétt starfsmanna til bóta frá launagreið- anda vegna líkamstjóns eða annars tjóns sem þeir kunna að verða fyrir í starfi sínu. Á þetta hefur einkum reynt þegar í hlut eiga starfsmenn sem sinna meðferð ein- staklinga sem að takmörkuðu eða engu leyti geta borið ábyrgð á gerðum sínum. Hægt er að nálgast samkomulagið og bókunina á heimasíðu Kennarasam- bandsins, http://www.ki.is. BHM, BSRB og KÍ lögðu síðastliðið haust fram hugmyndir um ýmsar aðrar lagfær- ingar á réttindamálum félagsmanna en um þær náðist ekki samkomulag. Meðal annars voru lagðar fram ítarlegar tillögur um málefni trúnaðarmanna á vinnustað sem miða að því að styrkja stöðu þeirra. HEH Út er komin bókin Brautryðjendur í uppeldis- og menntamálum, á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Menningarsjóðs. Bókinni ritstýra Börk- ur Hansen, Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson. Markmið bókarinnar er að bregða ljósi á lífsstarf níu valinkunnra karla og kvenna sem líta má á sem frumkvöðla eða braut- ryðjendur sem gegnt hafa mikilvægum störfum í skólakerfinu, skólastjórar, sér- fræðingar og háskólakennarar. Þýðingar- mikið er að reynsla þeirra glatist ekki held- ur verði liður í því að upplýsa komandi kynslóðir um þróun mála á ýmsum sviðum uppeldis og menntunar. Í bókinni ræðir Kristín Indriðadóttir við Andra Ísaksson fyrrverandi deildarstjóra skólarannsóknadeildar menntamálaráðu- neytisins og síðar prófessor í uppeldis- fræði og starfsmann UNESCO, Ragnhildur Bjarnadóttir við Ásgeir Guðmundsson fyrr- verandi skólastjóra Hlíðaskóla og síðar for- stjóra Námsgagnastofnunar, Arna H. Jóns- dóttir við Gyðu Sigvaldadóttur fyrrverandi leikskólastjóra, Gretar L. Marinósson við Jónas Pálsson fyrrverandi forstöðumann Sálfræðideildar skóla og síðar skólastjóra Æfingaskólans og rektor Kennarahá- skólans, Steinunn Helga Lárusdóttir við Kára Arnórsson fyrrverandi skólastjóra Fossvogsskóla, Ólafur H. Jóhannsson við dr. Sigríði Þ. Valgeirsdóttur prófessor emeritus, Jóhanna Einarsdóttir við Val- borgu Sigurðardóttur fyrrverandi skóla- stjóra, Ingvar Sigurgeirsson við dr. Wolf- gang Edelstein fyrrverandi ráðgjafa við menntamálaráðuneytið og sérfræðing hjá Max Planck stofnuninni og Guðrún V. Stefánsdóttir við Þorstein Sigurðsson fyrrverandi sérkennslufulltrúa og skóla- stjóra Safamýrarskóla. Samkomulag um tryggingar Frá móttöku í Kennaraháskólanum í tilefni af útkomu bókarinnar Brautryðjendur í uppeldis- og menntamálum. Brautryðjendur í uppeldis- og menntamálum

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.