Skólavarðan - 01.02.2005, Side 28
28
ERLENT SAMSTARF
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005
Björk Helle Lassen er í stjórn Félags
grunnskólakennara. Hún sótti fund
fulltrúa kennarafélaga á grunnskóla-
stigi innan NLS (Nordiska Lärarorgan-
isationers samråd) sem var haldinn rétt
fyrir jól í Helsinki. NLS er samstarfsvett-
vangur norrænna kennarafélaga leik-
skóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Megin málefni fundarins voru samstarfs-
verkefni um rétt barna til tómstunda og
niðurstöður PISA-könnunarinnar. Björk
Helle gerir hér grein fyrir fundinum.
Um rétt barna til að njóta tómstunda
Félög kennara á leikskóla- og grunnskóla-
stigi NLS tóku þátt í að semja ályktun um
rétt barna til að njóta tómstunda sem birt
er í bæklingi fyrir þing alþjóðlegu mennta-
samtakanna (EI) í Porto Alegre. Bæklingn-
um Children's learning and their right to
meaningful leisure time var dreift á fund-
inum og mælt fyrir um frekari dreifingu
hans innan landanna. Talið mikilvægt að
koma þessum boðskap áleiðis og inn í um-
ræðu um líf barna almennt. Mælt var með
því að dreifa honum til stjórnmálamanna
og atvinnurekenda, einkum til fulltrúa
sveitarstjórna sem bera ábyrgð á tóm-
stundastarfi í grunn- og leikskólum.
Samantekt, samanburður og umræða
um niðurstöður nemenda á Norðurlönd-
um í PISA - 2003
Tveir fyrirlesarar, Viking Brunell og Joukka
Törnros frá uppeldis- og rannsóknarstofn-
un Jyväskylä háskóla, fjölluðu um niður-
stöður PISA II rannsóknarinnar. Viking
Brunell gerði grein fyrir tilkomu PISA og
markmiði OECD með rannsókninni sem
veitir nýja sýn á frammistöðu nemenda
til grundvallar þegar mæla á þekkingu
sem nemendur geta nýtt sér í lífinu án til-
lits til námskráa. Úrtakið í rannsókninni
2003 tók til 41 lands og 275.000 fimmtán
ára nemendur tóku þátt í skriflegu prófi
í stærðfræði, lesskilningi, náttúrufræði og
þrautalausnum.
Árið 2000 var lögð áhersla á lestur, 2003
á stærðfræði og 2006 verður hún á nátt-
úrufræði. Einnig inniheldur rannsóknin
upplýsingar um viðhorf nemenda til m.a.
menntunar og hlutverks hennar.
Viking Brunell sýndi síðan dæmi um
uppbyggingu í prófinu og fór yfir niður-
stöður Norðurlanda hvers fyrir sig og
innbyrðis tengsl þeirra. Í stærðfræðihlut-
anum 2003 voru könnuð vitneskja nem-
andans um hlutverk stærðfræði í daglegu
lífi, hæfileikar hans til að skilja rökstuddar
stærðfræðilegar ákvarðanir og hagnýt yf-
irfærsla stærðfræði miðað við þjóðfélagið
nú og í framtíð. Dæmi um spurningar má
finna á vefnum http://ktl.jyu.fi/pisa.
Margar skýringar á velgengni Finna
Fjallað var sérstaklega um niðurstöður
sænsk-finnsku skólanna sem komu mjög
vel út úr PISA-könnuninni. Helstu einkenni
þessara skóla voru lítill munur á milli ein-
staklinga og skóla en stór kynjamunur
í lesskilningi. Spurt var um fjöltyngi og í
ljós kom að nemendum sem segjast vera
tvítyngdir hefur fjölgað frá 1991. Í því sam-
hengi er foreldrum, af ólíku þjóðerni, bent
á mikilvægi þess að nota það tungumál
sem þeir tala best í samskiptum við börnin
sín því tvítyngi er talið æskilegt.
NLS fundur um málefni grunnskólans
Björk Helle Lassen
Ljósmynd: GG