Skólavarðan - 01.02.2005, Page 33

Skólavarðan - 01.02.2005, Page 33
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 33 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR Skólabúningur var tekinn upp fyrir alla nemendur leikskólans Seljaborgar í Breiðholti nú í haust. Búningurinn samanstendur af bómullarpeysu og joggingbuxum ásamt flísjakka. Hann er fram- leiddur af 66°N. Framtakið er samvinna leikskólans og foreldra. Að mati starfsfólks leikskólans eru helstu rök fyrir því að taka skólabúning í notkun að jafna aðstöðumun nemenda og minnka Þriðja þing KÍ haldið 14. og 15. mars Þriðja þing Kennarasambands Íslands verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. mars næst- komandi. Á dagskrá verður meðal annars: Skýrsla formanns. Skýrsla gjaldkera. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til af- greiðslu. Tillögur til lagabreytinga. Stefnuskrá Kennarasambandsins. Fjárhagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil. Kosning til trúnaðarstarfa. Lýst kjöri stjórnar. Önnur mál. Þing hefur æðsta vald í málum Kennarasambands Íslands og er það haldið þriðja hvert ár. Á þinginu eiga sæti með atkvæðisrétti stjórn Kennarasambands Íslands, varaformenn aðildarfélaga og einn fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn. Auk þess tilnefnir Félag kennara á eftirlaunum fimm fulltrúa. Þingfulltrúar verða um 185 auk gesta. Krakkarnir í Seljaborg í skólabúning Stoltir krakkar í Seljaborg í skólabúningnum sínum. Ljósmynd: Einar Falur Ingólfsson. samkeppni, auk þess sem fötin eru þægileg og styðja börn til sjálfshjálpar. Í Seljaborg hefur verið unnið eftir Hjallastefnunni síðastliðin þrjú ár og hafa nokkrir aðrir leikskólar borgarinnar tileinkað sér hugmyndafræði stefnunnar í heild eða að hluta. Ný stjórn Félags leikskólakennara Úrslit liggja nú fyrir í atkvæðagreiðslu um kjör þriggja aðalmanna í stjórn Félags leikskólakennara kjörtímabilið 2005 til 2008. Sjálfkjörið var í embætti formanns og varaformanns. Fjórir voru í kjöri í aðalstjórn. Á kjörskrá voru 1585 Atkvæði greiddu 1195 eða 75% Gild atkvæði voru 1058 eða 88,5% Auðir seðlar 95 eða 8,0% Ógildir seðlar 42 eða 3,5% Gild atkvæði skiptust þannig: • Erla Stefanía Magnúsdóttir 833 atkvæði • Gunnur Árnadóttir 599 atkvæði • Marta Dögg Sigurðardóttir 899 atkvæði • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir 841 atkvæði Í aðalstjórn Félags leikskólakennara eiga því sæti auk Bjargar Bjarnadóttur formanns og Þrastar Brynjarssonar varaformanns: Marta Dögg Sigurðardóttir, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir og Erla Stefanía Magnúsdóttir. Sjálfkjörið var í varastjórn en í henni eru: Hrafnhildur Konný Hákonardóttir, Jónína Hauksdóttir (sem er nýr fulltrúi) og Þóra J. Gunnarsdóttir. HEH

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.