Skólavarðan - 01.04.2005, Page 8

Skólavarðan - 01.04.2005, Page 8
8 KYNNING FORYSTUMANNA SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 „Þær eru merkilegar tilviljanirnar,“ sagði Eiríkur Jónsson formaður KÍ. „Ég var harðákveðinn í að verða rafvirki þegar ég lauk landsprófi 1968 en þá var útilokað að komast nokkurs staðar að. Í ágúst vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera, hafði ekki sótt um neinn skóla og atvinnuleysi landlægt. Þá ákvað pabbi að hringja í Brodda Jóhannesson, kunn- ingja sinn og skólastjóra í Kennaraskól- anum, og spurði hvort hann gæti tekið mig „í geymslu“ í eitt ár. Pabbi mat það svo að það sem ég lærði þar gæti ég nýtt mér við hvað eina sem ég tæki mér fyrir hendur síðar meir. En ég lauk náminu og kannski er þetta lýsandi dæmi um sjálfan mig. Ef ég byrja á einhverju þá vil ég klára það. Þarna kynntist ég fólki sem ég stofnaði til kunningsskapar við og ekki varð aftur snúið. Ég sé ekki eftir því en þetta var alger tilviljun. Ég fór ekki út í kennaranámið af hugsjón.“ Eiríkur sýndi svo um munaði í haust sem leið að hann er harður samningamaður og tekur hlutina föstum tökum. Hann hefur stundað íþróttir frá barnæsku og er til dæmis mikill sundmaður. Hann syndir gjarnan 1,5 km í senn og eftir að hafa stundað golf í tvö ár er forgjöfin 20,9! Eiríkur er fæddur og uppalinn í Reyk- holti í Borgarfirði og er af kennaraættum. Faðir hans, Jón Þórisson, var kennari í Reyk- holtsskóla í áratugi og afi hans Þórir Stein- þórsson var skólastjóri þar í aldarfjórðung. Móðir Eiríks er Halldóra Þorvaldsdóttir fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma. Eiríkur lauk kennaraskólaprófi 1972 og kenndi síðan víðs vegar um landið; í Grindavík, Stykkishólmi og á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði. Hann varð skóla- stjóri í Grunnskólanum á Blönduósi 1984 og það sama ár var hann kosinn í stjórn gamla Kennarasambandsins. Þegar hann var kjörinn varaformaður þess 1989 fluttist hann suður og kenndi í Hafnarfirði í eitt ár. „Ég byrjaði að vinna fyrir sambandið í 40% starfi sem starfsmaður kjararáðs sem var í raun samninganefndin. Mér fannst ég oft vera að svíkjast um á báðum stöðum og hætti því í kennslunni. Ég var kjörinn formaður KÍ árið1994 og gegndi því starfi þar til kennarafélögin voru sameinuð árið 1999 og hef verið formaður hins nýja KÍ frá upphafi.“ Æskilegt að öll verkalýðshreyfingin á Íslandi hefði sameiginlega sýn Fimm ár eru liðin frá því Kennarasamband Íslands var stofnað. Hvernig metur þú stöðu sambandsins eftir 3. þing þess? „Ég met stöðu KÍ sterka. Ég held að flest hafi gengið eftir sem stefnt var að við stofnun þess. Í upphafi voru tvö félög sam- einuð, þ.e. HÍK og gamla KÍ. Þá strax var stefnt að því að leikskólakennarar gerðust aðilar að sambandinu. Það gekk eftir og gekk vel. Við höfum náð að marka okkur tryggan og góðan sess meðal opinberra samtaka launþega ásamt BHM og BSRB og einnig átt gott samstarf við bankamenn, SÍB og Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Þessi samtök hafa með sér mjög gott og árangursríkt samstarf. Það væri þó æski- legt að öll verkalýðshreyfingin á Íslandi gæti staðið saman og hefði sameiginlega Viðtal við Eirík Jónsson formann Kennarasambands Íslands Sendur í Kennaraskólann í geymslu Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.