Skólavarðan - 01.04.2005, Side 10

Skólavarðan - 01.04.2005, Side 10
10 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 þau ekki einungis að berjast fyrir sig og sína hagsmuni heldur eru þau að breyta ákveðnum strúktúr. Þetta átti líka við um tónlistarskólakennara og framhaldsskóla- kennara á sínum tíma. Annað mikilvægt atriði er rétt að nefna sem hreinan ávinning en það er mót- framlag frá vinnuveitendum í séreignar- lífeyrissjóð félagsmanna. Þessi ávinningur flæddi síðan yfir til annarra félaga sem semja við sveitarfélögin. Það má heldur ekki gleyma hinni ótrúlegu samstöðu sem myndaðist í verk- fallinu. Annað eins er fáheyrt í íslenskri verkalýðsbaráttu. Hún skilaði mjög miklu. Endalok verkfallsins urðu hins vegar mjög sorgleg. Það kom ekki á óvart að ríkisstjórnin skyldi grípa inn í. Við vorum búin að bjóða upp á að störf kennara og stjórnenda í grunnskólum yrðu mátuð við sambærileg störf í þjóðfélaginu með ein- hvers konar gerðardómi en það hvarflaði aldrei að okkur að gerðardómurinn ætti að starfa á forsendum þeirra samninga sem ASÍ-félögin höfðu gert. Það varð mat samninganefndar og lögmanna okkar að forðast gerðardóminn og reyna að ná samningum. Samningurinn sem náðist er tvöfalt betri en það sem var í boði fyrir verkfall.“ Hvað líður kæru til alþjóða vinnumála- stofnunar á lagasetningu á kennaraverk- fallið? „Lögmaður okkar telur lagalegar for- sendur til að kæra en hann tók skýrt fram að það yrði þungt í vöfum og kostnaðar- samt. Það kemur í hlut nýkjörinnar stjórnar KÍ að ákveða framhald málsins.“ Sveigjanleiki og frávik frá miðlægum samningi Breytingar á rekstrarformi skóla virðist kalla á nýja gerð kjarasamninga. Eru mið- lægir kjarasamningar búnir að syngja sitt síðasta? „Nei, það held ég ekki. Ég tel ekki ólík- legt að sveitarfélög muni kljúfa sig út úr launanefnd sveitarfélaga og semja beint við sitt fólk. Það er erfitt fyrir sveitarstjórn í stóru sveitarfélagi, sem ber ábyrgð á skóla- málum gagnvart umbjóðendum heima í héraði, að hafa í raun ekkert um samninga að segja. Jafnvel þótt sveitarstjórn vilji leysa kjaradeilu getur hún það ekki vegna þess að hún er búin að framselja vald sitt til þriðja aðila sem er launanefnd sveitar- félaga. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði samið beint við stóru sveitarfélögin og að þau minni gangi hugsanlega sameinuð til samninga. Það mætti hugsa sér að samningsaðilar yrðu þá samninganefnd viðkomandi sveitarfélags annars vegar og hins vegar heimamenn og fulltrúar stéttar- félagsins. Samningurinn yrði þá gerður í nafni KÍ með aðkomu kjörinna fulltrúa viðkomandi félags. Ég vil að það komi skýrt fram að þegar grunnskólinn var fluttur yfir til sveitar- félaganna var lögð áhersla á að gera einn miðlægan samning til þess að tryggja að áunnin réttindi og kjör flyttust óbreytt yfir frá ríki til sveitarfélaga. En það er ekkert lengur í stefnuskrá KÍ um að nauð- synlegt sé að semja við eina launanefnd. Við treystum okkur vel til að semja við sveitarfélögin hvert fyrir sig. Hvað varðar svokallaða tilraunasamninga, sem hingað til hafa verið gerðir, þá hafa komið fram í þeim verulegir annmarkar sem fyrst og fremst felast í því að kennsluskylduhug- takið er afnumið og þar með er hægt að láta menn kenna eins mikið og þurfa þykir án þess að greiða yfirvinnu fyrir það. Það sem líka spillir fyrir núna er að í tón- listarskólasamningunum 2001 var samið um ákveðið frjálsræði í kennsluskyldu. Reykjavíkurborg hefur haft forgöngu um að túlka það ákvæði á þann hátt að kennurum er misboðið og vikuleg kennslu- skylda þeirra hefur verið aukin verulega. Þetta mál var sent til dómstóla en vísað frá vegna formgalla þannig að óvíst er hvernig það þróast. Þessi framganga Reykjavíkurborgar, sem er árás á kjör fólks, spillir verulega fyrir því að samningar náist um tilraunir af þessu tagi, sérstaklega ef ofuráhersla er lögð á að afnema kennslu- skylduhugtakið. Menn verða að hafa það öryggisnet sem hún er. Það er tvennt öðru fremur sem kjarasamningar byggjast á, annars vegar launataflan og hins vegar kennsluskyldan. Síðan geta menn samið um sveigjanleika og frávik frá miðlægum samningi. Ég er hlynntur slíkum hug- myndum.“ Samþykkt að styðja kennarasamtök í Palestínu Nýliðið þing Kennarasambands Íslands heimilaði stjórn KÍ að styðja endurstofnun kennarasambands í Palestínu. Áætlað er að styrkurinn nemi allt að 1.500 evrum á mánuði kjörtímabilið 2005 til 2008. Stjórn- inni er falið að móta stefnu í sambæri- legum málum fyrir 4. þing KÍ árið 2008. Eiríkur var spurður hvers vegna íslenskir KYNNING FORYSTUMANNA

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.