Skólavarðan - 01.04.2005, Síða 11
11
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005
Ég er hlynntur því að KÍ haf i á stefnuskrá
sinni að aðstoða stéttarsystkini annars
staðar í heiminum við að byggja upp
samtök ef þetta verkefni tekst vel.
kennarar ættu að styrkja palestínska
kennara.
„Það er erfitt að vera sífellt í þeirri
stöðu að þiggja styrki frá öðrum en leggja
ekkert af mörkum sjálfur. Allt frá 1995
höfum við fengið tugi milljóna í styrki frá
systursamtökum okkar, einkum á Norður-
löndum. Við höfum reyndar stutt færeyska
kennara í verkföllum en við höfum aldrei
tekið þátt í uppbyggingarstarfi í öðrum
löndum. Fulltrúar KÍ sem hafa verið þátt-
takendur í erlendu samstarfi heyra félaga
sína, til dæmis í Skandinavíu, segja frá
stuðningsverkefnum í öðrum löndum.
Norska kennarasambandið studdi kennara
í Kósóvó, það danska kennara í Suður-
Afríku og Finnar hafa stutt kollega í Eystra-
saltsríkjunum.
Það er nánast tilviljun að við veljum
Palestínu. Það er brýn þörf víða annars
staðar en það gerðist óvænt að mér var
boðið til Palestínu í vetur. Þar hitti ég m.a.
kennara og komst að því að þeir vilja nú
stofna á ný samtök sín. Þá datt mér í hug
að þarna væri vettvangur þar sem við
gætum látið gott af okkur leiða. Ég bar
tillögu þessa efnis upp í stjórn KÍ og hún
fékk brautargengi þar, þá var ákveðið að
leggja hana fyrir þingið í mars og var hún
samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða.
Í rökstuðningi mínum með tillögunni
hét ég því að við myndum ekki fara út í
þetta nema við kæmumst í samband við
trausta aðila og tryggðum að féð yrði
notað eins og við ætlumst til. Ég hef
enga ástæðu til að óttast annað, en ég vil
tryggja að við styðjum samtök sem verði
opin landssamtök fyrir alla kennara. Ég
fór til Palestínu sem fulltrúi KÍ og sá með
eigin augum ástand sem er ólýsanlegt. Ég
er sannfærður um að við getum látið gott
af okkur leiða fyrir litla fjárupphæð. Þessi
upphæð slagar upp í þrenn mánaðarlaun
kennara þegar hún er komin til Palestínu.
Ég er hlynntur því að KÍ hafi á stefnuskrá
sinni að aðstoða stéttarsystkini annars
staðar í heiminum við að byggja upp
samtök ef þetta verkefni tekst vel.“
Guðlaug Guðmundsdóttir