Skólavarðan - 01.04.2005, Page 13

Skólavarðan - 01.04.2005, Page 13
13 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 „KENNSLA - AÐLAÐANDI ÆVISTARF" - TILLÖGUR ÞEMANEFNDAR Á 3. ÞINGI KÍ Skýrsla þemanefndar „Kennsla - aðlaðandi ævistarf" kom út skömmu fyrir þingið og er aðgengileg á heimasíðu KÍ. Hún fjallar um störf nefndarinnar frá því annað þing KÍ var haldið árið 2002. Skýrslan sem er um 200 blaðsíður tekur á/tæpir á mörgum málum sem brenna á kennurum. Þar má nefna kenn- aramenntun, rannsóknarþörf og þróunarstörf í skólum, stöðu námsefnisgerðar og vinnuumhverfismál. Tillögur þemanefndar, sem samþykktar voru á 3. þingi KÍ, byggjast á störfum nefndarinnar síðasta kjörtímabil. Hér er stiklað á stóru í tillögum þemanefndar. STEFNA OG ÁÆTLUN Í VINNUUMHVERFISMÁLUM Þemanefnd lagði til að stjórn KÍ setti sér stefnu í vinnuumhverfismálum og að gerð yrði áætlun um framkvæmd hennar. Hún lagði einnig til að sett yrði á stofn fastanefnd um vinnuumhverfismál sem hefði það hlutverk að skipuleggja ráðgjöf og fræðslu fyrir félagsmenn um sálfélagslega áhættuþætti í vinnuum- hverfi þeirra og samskipti á vinnustað. Einnig lagði hún til að KÍ verði einni milljón króna árlega, á næsta kjörtímabili, til fræðslu fyrir trúnaðarmenn um vinnuumhverfismál og að gert yrði ráð fyrir stöðugildi ráðgjafa í vinnuumhverf- ismálum við fjárhagsáætlun fyrir fjórða þing KÍ. KENNARAMENNTUN VERÐI LENGD OG STYRKT Þemanefnd mælti fyrir því að áhersla yrði lögð á að lengja og styrkja menntun kennara til að gera kennslu að aðlaðandi starfi fyrir ungt og vel menntað fólk sem og fyrir starfandi kennara. Skipulegt samstarf yrði tekið upp við Kennarahá- skóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands um (að Bologna-yfirlýsingin uppfylli) má ekki sleppa þessu?/ skilst ekki að uppfylla þarfir íslenskra kennara fyrir lengri og betri menntun. RANNSÓKNIR OG NÁMSEFNI Þemanefnd lagði til að áhersla yrði lögð á mikilvægi rannsókna- og þróunar- starfs fyrir menntun og skólamál. Stjórnir aðildarfélaga KÍ og skólamálaráðs ynnu að því í samstarfi við háskólana að miðla niðurstöðum rannsókna- og þróunarstarfs til að hagnýta niðurstöður í skólastarfi. Nefndin vill að áhersla verði lögð á að þarfir allra skólastiga fyrir gott og fjölbreytt náms- og kennslu- efni verði uppfylltar. FRUMKVÆÐI Í SKÓLAMÁLAUMRÆÐU Í tillögum þemanefndar var gert ráð fyrir frumkvæði KÍ í mótun stefnu í skóla- og menntamálum og þátttöku þess í framkvæmd hennar. Þingið skyldi leggja áherslu á að stjórn skólamálaráðs ynni að því að gera Kennarasambandið sýnilegra í opinberri umræðu og umfjöllun um skóla- og menntamál. Þetta yrði gert með skipulegum greinaskrifum í dagblöð um skóla- og menntamál, þátttöku í umfjöllun fjölmiðla um skóla- og menntamál, með ráðstefnum, mál- þingum og fundum. Einnig skyldi stefnt að því að stjórn skólamálaráðs markaði stefnu um hlutverk kennarans á 21. öld, framtíðarsýn um sjálfsmynd hans og hlutverk, aðgerðaá- ætlun um miðlun og framkvæmd þessarar framtíðarsýnar. fylgdi skýrslu stjórnar úr hlaði og Ingibergur Elíasson gerði grein fyrir reikningum sambandsins. Þá hófust nefndastörf en þessar nefndir störfuðu: Allsherjarnefnd, fjármálanefnd, launa- og kjaramálanefnd, skólamálanefnd, útgáfunefnd, fræðslu- og félagsmálanefnd, orlofs- og ferðamála- nefnd, jafnréttisnefnd og þemanefnd. Hver ber ábyrgð á skólanum og hver eru forgangsmálin í menntakerfinu? Á seinni degi þingsins skiluðu nefndir störfum, flutt voru framsöguerindi og umræður fóru fram um nefndaálit. Þá voru mál afgreidd með kosningu. Eftir hádegishlé mættu gestir til málstofu sem bar yfirskriftina Hver ber ábyrgð á skólanum og hver eru forgangsmálin í menntakerfinu? Gestirnir héldu stutt fram- söguerindi um afmörkuð efni. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ talaði um efnið Skóli fyrir alla - alla ævi? Ingvar Sigurgeirsson prófessor í KHÍ fjallaði um efnið Barnið í brennidepli - einstaklings- miðað skólastarf og jafnrétti til náms - klisjur eða raunveruleiki? Jónína Bjartmarz alþingismaður talaði um kennarasamn- inga og að lokum velti Ólafur Stephensen ritstjóri fyrir sér þeirri spurningu hvort menntamálaráðherra boðaði lélegra nám til stúdentsprófs með fyrirhugaðri stytt- ingu á námstíma stúdenta. Eftir erindin var opnuð mælendaskrá og svöruðu gestir spurningum þingfulltrúa. Forystumenn Kennarasambands Íslands. Frá vinstri: Hermann Tómasson FS, Ólafur Loftsson FG, Hanna Hjartardóttir SÍ, Eiríkur Jónsson formaður KÍ, Sigrún Grendal FT, Björg Bjarnadóttir FL Aðalheiður Steingrímsdóttir FF og Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.