Skólavarðan - 01.04.2005, Side 22

Skólavarðan - 01.04.2005, Side 22
22 STÆRÐFRÆÐIKENNSLA SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Rannsóknir á stærðfræðimenntun hafa eflst mjög á síðustu 30 árum. Erlendis hafa viðhorf kennara og nemenda tölu- vert verið rannsökuð. Þessi grein byggist á fyrirlestri sem haldinn var á opinni mál- stofu í Kennaraháskóla Íslands í mars sl. Þar var greint frá eigindlegri rannsókn sem gerð var hér á landi skólaárið 2003 - 2004. Tekin voru nokkur viðtöl við fjórar stúlkur í 10. bekk í grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Flokka má helstu rannsóknarþætti í fernt, þ.e. viðhorf til stærðfræði, viðhorf til stærð- fræðikennslu, viðhorf til stærðfræðináms og viðhorf til þess að vera stærðfræðinem- andi. Niðurstöður rannsókna benda til þess að: • Viðhorf ákveði hvernig fólk nálgast verk- efni, hvaða tækni er beitt og hvaða vits- munalegu leiðir eru farnar. • Stærðfræðitengd viðhorf hafi áhrif á áhugastig í stærðfræðinámi. • Viðhorf hafi áhrif á hvaða tilfinningar vakna hjá nemendum. Margt hefur áhrif á hvaða viðhorf nem- andi þróar með sér, s.s. þörf fyrir stærð- fræðiþekkingu, reynsla af stærðfræði og stærðfræðileg viðhorf í samfélaginu. Áhrifa- þættir fléttast saman og hver einstaklingur vinnur úr þeim á sinn hátt. Kynferði hefur verið greint sem sterkur áhrifaþáttur, þó ekki á frammistöðu heldur á viðhorf og þar með áhuga og það sem ekki síður skiptir máli, í hvaða tilgangi tekist er á við námið. Í þessari íslensku rannsókn voru þrjár meginspurningar lagðar til grundvallar. Þær lutu að viðhorfum til stærðfræði, við- horfum til stærðfræðináms og viðhorfum til þess að vera stærðfræðinemandi. Ekki er rými í grein af þessu tagi til að segja frá rannsókninni allri og niðurstöðum hennar. Hér er valið að gefa dæmi um nokkur til- svör stúlknanna við spurningunni hvernig er að vera stærðfræðinemandi. Þetta var sú spurning sem þær áttu hvað auðveldast með að ræða um. Viðhorf til stærðfræðináms Dæmi um viðhorf íslenskra unglingsstúlkna Viðhorf Helgu Mér gengur frekar vel að skilja stærðfræði en stundum þarf að útskýra nokkrum sinnum fyrir mér. Mér finnst mjög mikil- vægt að kennarinn geti útskýrt á nokkra mismunandi vegu. Ég verð mjög pirruð ef ég skil ekki eitthvað. Viðhorf Láru Mér gengur venjulega frekar vel að skilja stærðfræðina. Það er mjög mikilvægt að skilja efnið því annars stoppar maður alltaf ef erfið dæmi koma. Einnig ef maður skilur efnið er ekkert mál að muna aðferðina. Viðhorf Sigrúnar ...alltaf þegar maður skilur eitthvað sem maður hefur átt í erfiðleikum með fer um mann smá sæluvíma, maður verður svo stoltur af því að geta reiknað dæmi vand- ræðalaust. Þá veit maður að afgangurinn verður léttari. Viðhorf Soffíu Ég held að það sé bara stærðfræði í gen- unum mínum því ég skil allt, alla vega á endanum. Það tekur ekki mikinn tíma fyrir mig að læra eitthvað. ... Mér finnst lang- skemmtilegast að vinna með verkefni þar sem ég þarf virkilega að hugsa. Ég vil helst vinna verkefni sem ég er u.þ.b. 30 - 60 mín- útur að leysa ... og ég læri mest af því að finna úrlausnina sjálf, án hjálpar. Allar þessar stúlkur hafa sjálfstraust og trúa á eigin hæfni. Þær leggja áherslu á skilning en aðeins Soffía talar um að mikil- vægt sé að geta tengt þekkingu sína á ein- stökum atriðum og efnisþáttum saman. Það er oft talin vera forsenda þess að nem- endur geti verið skapandi í iðkun sinni á stærðfræði og geti glímt við stór og sam- sett verkefni. Þær ráða að eigin mati vel Niðurstöður rannsókna benda til þess m.a. að stúlkum finnist auðvelt að skip- uleggja nám sitt og hafi gott úthald. við að vera stærðfræðinemendur. Sigrún og Soffía hafa þá skoðun að lærdóms- ríkast sé að kafa í viðfangsefnin sjálfar en Helgu og Láru finnst gott að fá jafnóðum útskýringar hjá öðrum. Þeim líður vel þegar þær glíma við stærðfræðiverkefni. Allar upplifa þær gleði þegar vel gengur, til dæmis þegar þær skilja eitthvað sem vafist hefur fyrir þeim. Þær eru nokkuð sjálfstæðar í námi sínu innan þess ramma sem kennarinn setur. Stúlkurnar hafa nokkuð mótaðar hugmyndir um hvað felist í stærðfræði. Afstaða þeirra til stærðfræðináms er óstöðugri og virðist mótast mjög af því sem nýlega hefur gerst í þeirra eigin námi. Viðhorf þeirra virðast mjög svipuð þeim viðhorfum sem fram komu hjá stúlkum sem tóku þátt í PISA-rannsókninni árið 2000 og stórri sænskri rannsókn sem verið er að gera á viðhorfum stúlkna og pilta til stærðfræði. Þær líta á stærðfræði sem ferli. Þær leggja áherslu á skilning og lausn þeirra viðfangsefna sem þær fá í hendur. Þeim finnst auðvelt að skipuleggja nám sitt og hafa gott úthald. Hins vegar beita þær sjaldan rannsóknarnálgun við nám sitt og kafa ekki djúpt í viðfangsefni. Guðbjörg Pálsdóttir Höfundur er aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Kennaraháskóla Íslands. Nánar má lesa um rannsóknina í: Guðbjörg Pálsdóttir. 2004. Viðhorf til stærðfræðináms Óprentuð meistaraprófsritgerð á bókasafni KHÍ.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.