Skólavarðan - 01.12.2006, Síða 4

Skólavarðan - 01.12.2006, Síða 4
4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Forsíðumynd: Tveir Himba strákar í tjaldskóla í Entanga í Namibíu. Þróunarsamvinnustofnun Íslands, öðru nafni Iceida, kom skólunum á fót og rekur þá í samstarfi við heimamenn. Haukur Már Haraldsson tók myndina. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Ekki ég, ekki ég Hver er rasisti? Enginn, ef marka má nýlega umræðu í tilefni af frjálsu flæði vinnuafls milli landa. „Ekki ég, ekki ég,“ sést á hverri bloggsíðunni á fætur annarri. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð, allt eins er hægt að tala um að mannkynið skiptist í mjóa og feita eins og svarta og hvíta ef við notum líffræði sem útgangspunkt. Í menningunni lifir hins vegar trúin á að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi góðu lífi. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð eru farin að leysa orðið „rasismi“ af hólmi í almennri umræðu. Þar sem ekki þykir par fínt að vera rasisti eða láta bendla sig við hann á nokkurn hátt verður rasisminn að neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um málefni innflytjenda og nýbúa með hugtökum á borð við „þjóðernishópar“ og „menning“ en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson spáir því að nýr rasismi sé í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast og eigum eftir að ástunda í æ meiri mæli. Rasisminn er seigt kvikindi sem aðlagar sig breyttum að- stæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við líklega öll lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með meðfylgjandi myndum af ólíku fólki héðan og þaðan úr heiminum: „These guys, they’re your neighbours. They’re not going away. They’re not leaving. You have to get along.“ Leiðin til að lifa saman hefst á því að tala saman. Í blaðinu að þessu sinni er myndaumfjöllun frá skólum í Namibíu og Mósambík en einn félagsmanna KÍ sótti þessi lönd heim nýverið á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Ég ætla ekki að fjölyrða um þessa grein, myndirnar tala sínu máli, en þakka höfundi hér með fyrir að ljá okkur þær til birtingar. Íslenskir grunnskólakennarar eru farnir að velta því fyrir sér að hætta kennslu vegna óánægju með vanefndir í samningamálum. Ég ætla rétt að vona að við séum ekki að sigla inn í tíma kennaraskorts í grunnskólum en verði það raunin er hætt við að litlar kröfur verði hægt að gera til innihaldsríks skólastarfs. Með því fyrsta sem fyki út um gluggann væri trúlega fjölmenningarkennsla. Hún er ung og enn á hálfgerðum brauðfótum og fólk mistrúað á gildi hennar. Kennarar í leik- og grunnskólum eru einhverjir bestu talsmenn þess að „you have to get along“. Margir aðrir bara hreinlega skilja þetta ekki. En þetta er óþarfa dökk mynd sem hér er dregin upp sem möguleiki. Við erum ekkert að missa kennarana. Er það nokkuð? Ég vil líka nota tækifærið og minna á aðra auðlind sem á það sammerkt með kennurum á öllum skólastigum að vera sí og æ vanmetin af þeim sem ráða peningunum. Það er Alþjóðahúsið. Reykjavíkurborg ákvað síðla í október að skerða fé til rekstrar þess um rúman þriðjung og ríkið borgar ekki krónu. Kíkið á vef Alþjóðahúss, það gæti komið ykkur á óvart hversu víðtæk þjónustan er sem það veitir. www.ahus.is/althjodahus/ Kristín Elfa Guðnadóttir Yfirvinna tónlistarskólakennara 7 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi skrifar um kjaramál. Með S-ið í Strong 8 Ágústa Elín Ingþórsdóttir í viðtali um náms- og starfsráðgjöf, stöðu hennar og þróun, en Félag náms- og starfsráðgjafa fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Tomatis aðferðin 12 Síðastliðið ár hefur lítil íslensk stúlka sýnt miklar framfarir í námi með hjálp heyrnarþjálfunaraðferðar sem enn er að mestu óþekkt hérlendis. Skólar í tjöldum og yfirgefinni herstöð 16 Haukur Már Haraldsson framhaldsskólakennari og stjórnarmaður í Þróunarsamvinnustofnun Íslands sótti Namibíu og Mósambík heim nýverið. Skólavefir styrkja skólasamfélagið 20 Margrét Björk Jóhannesdóttir leikskólakennari gerði vefsetur fyrir leikskóla í B.Ed. verkefni sínu og segir ekki vafa á því að góðir vefir styrki foreldrasamstarf og skólasamfélagið í heild. Fjárans fjármálin! 22 Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir og Þuríður Hjartardóttir hafa samið og gefið út námsefni fyrir framhaldsskóla í fjármála- og neytendafræðslu. Námsefnið er gefið út á minnislykli sem eykur mjög notagildi þess. Kennarinn klæðist Bónusbuxum og Birkenstock 24 Tískulöggugrín um kennara. Skiptir máli að vera vel klæddur? Fjölmenning – námstefna SÍ 26 Filip Paelman hélt mjög áhugavert erindi um fjölmenningarnám og –kennslu á námstefnu Skólastjórafélagsins í október. Ráðherra þarf að segja hug sinn 28 Á fulltrúafundi FF 10. nóvember sl. kom fram að lítið hefur enn komið út úr vinnunni við 10 punkta samkomulagið í formi stefnumörkunar og ákvarðana menntamálayfirvalda um það í hvaða breytingar og umbótaverkefni verði ráðist, hvernig verði unnið að þeim í skólum og hvernig umbótastarfið verði fjármagnað. Formannspistill 3 Guðmundur Guðlaugsson formaður FS skrifar niður þanka sína í góðæri og fjallar meðal annars um verk- og starfsmenntun og reiknilíkan framhaldsskóla sem hann segir beitt sem skömmtunarverkfæri án samráðs við kennara. Gestaskrif 5 Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um hvað það felur í sér að flytjast úr borg í bæ, ekki síst fyrir börnin sem þurfa að kveðja vinina og aðlagast nýjum skóla. Reykjavíkurdaman Soffía sér ýmsa kosti við dreifbýlið og er hrifin af Höfn í Hornafirði. Skóladagar 7 Smiðshöggið 29 „Aftur í kennslu og ný grunnskólalög“ nefnist pistill Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem er kennari í Laugalækjarskóla ásamt því að stýra nefnd um endurskoðun grunnskólalaga. FASTIR LIÐIR

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.