Skólavarðan - 01.12.2006, Qupperneq 25
25
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006
látnir falla niður með síðum. Fyrir utan það
að vera sögusvið hinna óviðjafnanlegu
Dallas þátta þá er Texasfylki sennilega
einna best þekkt fyrir íhaldssemi þeirra
sem þar búa. Skólayfirvöld í nokkrum
skólum í norðurhluta fylkisins hafa sett
nokkuð skýrar reglur varðandi klæðaburð
kennara. Í þeim felst meðal annars að
kennarar mega ekki koma í gallabuxum,
stuttbuxum, strigaskóm eða áprentuðum
stuttermabolum til vinnu og þeir mega
ekki vera gataðir annars staðar en í eyrum.
Kjósi karlmenn að láta sér vaxa skegg þá
er það í lagi svo framarlega að það sé
vel snyrt, eða eins og kúrekarnir í Texas
orða það: „Male staff may have facial hair
that is well groomed.” Pils kvenna mega
ekki vera styttri en tveimur tommum fyrir
ofan hné og ögrandi fatnaður sem kallar
á siðlausar vangaveltur er sömuleiðis á
bannlista. Einnig er kennurum uppálagt
að vera í hreinum fatnaði, en það vekur
vissulega upp efasemdir um snyrtimennsku
bandarískra kennara að nauðsynlegt
þyki að taka slíkt fram. Og svo má
heldur ekki gleyma þeim í Houston en í
einu skólaumdæmi þar má hár karlkyns
kennara ekki ná niður fyrir skyrtukraga og
það sem verra er: Bartar mega ekki verða
síðari en eyrnasneplum nemur. Elvis-lúkkið
greinilega á bannlista þar í bæ!
Þetta er greinilega alþjóðlegt áhyggju-
efni þeirra sem á annað borð láta sig
menntamál einhverju varða og augljóst
er að margir eru að leita lausna víða
um heim. Lausnin er ekkert einföld og
greinarhöfundur hefur því miður ekkert
einfalt svar á takteinum. En vonandi verða
aldrei settar opinberar reglur um útlit
íslenskra kennara.
Nú er sú sem þetta skrifar ekki svo
grunnhyggin að halda að ytra útlit skipti
öllu máli. Tilgangur greinarskrifanna er
langt í frá sá að koma inn einhverjum
útlitskomplexum hjá kennarastéttinni.
Kennarar eru upp til hópa bæði fríðir og
föngulegir og þá má oftar en ekki þekkja á
löngu færi sökum glæsilegs limaburðar og
meðfædds yndisþokka (þetta er kannski
svolítið yfirdrifið og hugsanlega eitthvað
fært í stílinn). En ef við viljum láta koma
fram við okkur eins og háskólamenntað
fagfólk og ef við viljum láta borga okkur
laun eins og háskólamenntuðu fagfólki
sæmir – eigum við þá ekki að reyna að líta
út eins og slíkt fólk? Kemur lögfræðingur
í réttarsal í stuttermabol merktum Sóma-
samlokum í bak og fyrir? Tekur læknir
á móti sjúklingum sínum í grútskítugri
lopapeysu sem hefur gengið í erfðir í þrjár
kynslóðir og gæti örugglega talað, væri
á hana yrt? Mætir virtur fyrirlesari á vel
sóttan fyrirlestur í upplituðum háskólabol,
„bara af því að hann er svo obbosslega
þægilegur og kósý”? Svarið er nei, nei og
aftur nei.
Nú hefur gammurinn verið látinn geysa
í gamansömum tóni um ytra útlit kennara.
En eins og flest vel gefið fólk veit, og í þeim
hópi eru kennarar vissulega, er það hinn
innri maður sem er aðalatriðið. Kennari
stendur og fellur með hæfni sinni til að
umgangast fólk, kenna því og uppfræða,
ekki með því hvernig hann kýs að klæða
sig. Kennarastarfið er fjölbreytilegt og
kennari þarf að vera viðbúinn því að
takast á við nánast allt sem getur gerst
í mannlegu samfélagi og þarf að vera
klæddur í samræmi við það.
Það hlýtur þó að vera óumdeilanlegt
að viss klæðnaður á ekkert erindi
inn í skólastofuna, hvorki utan á búk
kennara né nemanda. Dæmi um slíkan
klæðaburð eru peysur með áletrunum
sem eru niðurlægjandi fyrir einstaka
hópa eða einstaklinga. Önnur dæmi
eru til dæmis stuttermabolir, þar sem
tíundað er hversu langt er síðan eigandi
bolsins átti náið líkamlegt samneyti við
aðra mannveru, stutt og þröng föt sem
gera öðru fólki kleift að telja rifbein og
ýmislegt annað á viðkomandi einstaklingi,
gegnsæ föt, sokkar sem syngja jólalög og
kvennahlaupsbolir.
Anna Lilja Þórisdóttir
Á vefsíðu bandarískra kennara-
samtaka má finna vinsamlegar
ábendingar til kennara varðandi
tilhlýðilegan klæðaburð, eins
og til dæmis að kjósi kennari
að klæðast hlýrabol þá skuli
hlýri bolsins eigi vera mjórri
en sem samsvarar þremur
fingurbreiddum. Nú eru fingur
fólks býsna misjafnir að breidd
og ekkert sagt um hvort
miða skuli við fingurbreidd
kennarans eða skólastjórans.
Eða þarf kannski að kalla til
fræðslustjórann til að fá úr
þessu skorið?
ALRÆÐI TÍSKUNNAR
Tískudjöfullinn vill gera okkur öll að Barbie og Ken en hver veit nema
strengjabrúðurnar geri einhvern tímann uppreisn.