Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007 oftar en ekki brjóta meira niður en bæta. Það er líka ný reynsla í íslensku skóla- kerfi að þurfa að taka á móti börnum sem ekki eiga íslensku að móðurmáli og koma úr annarri menningu. Hlutfall grunnskólanema sem hafa annað tungu- mál en íslensku er um fimm prósent. Dreifing þeirra er langt frá því að vera jöfn þó svo innflytjendur séu hlutfallslega jafnt dreifðir um landið. Í sumum skólum eru fáir eða engir, í öðrum skólum er hlutfallið allt að fjórðungur. Það hvílir mikil ábyrgð á öllu samfélaginu að sem best takist til með samþættingu (integration) innflytjenda í íslenskt samfélag. Hlutur skólans er þar þungavigtaratriði. Innflytjendabörn koma öllum skólum við. Sú dreifing sem blasir við núna mun breytast því innflytjendur flytja sig um set frá einu hverfi eða landshluta til annars, eins og aðrir. Margir skólastjórnendur og kennarar hafa unnið stórkostlegt og óeigingjarnt starf og verið óþreytandi í því að greiða götu þessara nemenda. Líkt og aðrir nemendur eru innflytjendabörn líka margsleitur hópur með misjafnar þarfir. Það kostar peninga að sinna þeim líkt og öðrum og augljóst að yfirvöld verða að bretta upp ermarnar ef hægt á að vera að mæta þessum þörfum. Það er hreinlega of dýrt að gera það ekki. Menntun er einn helsti lykillinn að félagslegum framgangi og um leið, í tilviki innflytjenda, afar brýnt að þeim sé gert kleift að vera samkeppnishæfir í skólakerfinu. Sú menningarlega margsleitni sem fylgir innflytjendum kallar ekki einungis á aukna íslenskukennslu þeim til handa, þótt hún sé afar brýn. Það er líka þörf á svokallaðri „fjölmenningarlegri menntun“. Engin ein skilgreining ríkir um merkingu þess hugtaks. Sumir tala um að fjölmenningarleg menntun feli í sér breytingar á námskrá, til dæmis með því að bæta við námsefni sem inniheldur umfjöllun um þjóðfélagshópa sem áður voru vankynntir. Aðrir tala um breytingar á andrúmslofti innan skólastofunnar, sérstaklega varðandi nálgun einstakra nemenda – enn aðrir vilja beina sjónum að stofnana- og kerfisbundnum þáttum, til dæmis stöðluðum prófum og mismunandi aðgengi að fjármagni. Aðrir vilja fara enn lengra og krefjast breytinga á menntun sem hluta af stærri samfélags- legum umbreytingum þar sem rýnt er í og rannsakaðar eru ýmsar grunnstoðir samfélagsins sem álitnar eru viðhalda óbreyttu ástandi - status quo - grunnstoðir eins og til dæmis yfirráð hvítra, kapítalismi, félagsefnahagslegar aðstæður og arðrán. Hversu langt sem menn vilja ganga þá er augljóst að stokka verður upp, skapa rými fyrir margsleitni bæði í námsefninu sjálfu og öllu viðmóti í skólanum. Þarna liggur fyrir mikið starf og sumt kostnaðarsamt sem ekki verður unnið á einni nóttu. En peningar eru ekki allt þó að þeir skipti ákaflega miklu máli. Það sem ekki er síður mikilvægt er það viðmót og þau viðhorf sem mæta innflytjendabörnum í skólanum, hvort heldur af hálfu starfsfólks eða annarra nemenda. Það kostar ekki peninga að breyta viðhorfi, það á hver og einn einstaklingur við sig. Að búa í samfélagi þar sem menn- ingarlegur margbreytileiki er hluti af daglegu lífi krefst aðlögunarhæfni og sveigjanleika allra þátttakenda. Eru Íslendingar tilbúnir til að takast á við þær miklu samfélagsbreytingar sem óhjákvæmilega fylgja þessum nýja veru- leika? Þar sem Íslendingar sjálfir eru langt frá því að vera einsleitur hópur er miklu nær að spyrja: Er rými í vitund þinni lesandi góður, fyrir menningarlegan margbreytileika? Hallfríður Þórarinsdóttir Höfundur er doktor í mannfræði og veitir forstöðu nýstofnaðri miðstöð innflytjendarannsókna, Reykjavíkurvíkurakademíunni (Mirru). Hallfríður hefur m.a. kennt fjölda námskeiða um fjölmenningarsamfélagið Ísland. Heimurinn séður frá öðru sjónarhorni. Það opnar okkur nýja sýn að skoða hlutina á annan hátt en við erum vön. Við erum til dæmis vön því að heimurinn líti út eins og á Evrópumiðuðu kortunum sem við erum alin upp við. En það er bara ein möguleg mynd. GESTASKRIF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.