Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 13
13
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
hlutfall kvenna í kennslu valdi því að stráka
skorti skýrar fyrirmyndir og tækifæri til
að umgangast einstaklinga sem þeir geta
lagt sig að jöfnu við. Því er einnig haldið
fram að konur í kennarastétt kunni að
leggja annað mat á framkomu stráka
en stelpna. Þær hafi meiri tilhneigingu
en karlkennarar til að láta framkomu
strákanna fara í taugarnar á sér. Þannig
gæti verið um að ræða falda eða óviljandi
fordóma í garð stráka.
Við verðum að bregðast við þeim vanda
sem strákarnir eru í. Spyrja má hvort
ekki komi til greina að kenna strákum
og stelpum hvorum í sínu lagi einhvern
hluta tímans sem þau eru í skóla. Hvað
um stuðningsbekki fyrir þá nemendur sem
þurfa á sérstakri hjálparkennslu að halda?
Slíkir bekkir kæmu strákunum sérstaklega
til góða því fleiri strákar en stelpur eiga við
vanda að etja sem oft verður þess valdandi
að þeir detta út úr námi. Þá má einnig
spyrja: Hvaða náms- og starfsráðgjöf
stendur þessum nemendum til boða í
skólunum og hvaða aðgang hafa þeir að
endurhæfingu í ljósi þess að miklu fleiri
strákar en stelpur eiga við áfengis- og
fíkniefnavanda að stríða?
Niðurstöður nýlegrar könnunar sem
gerð var á vegum KHÍ sýna að stelpur
ræða vandamál sín við mæður sínar en
strákar byrgja vandamálin oftar inni eða
sækja ráð úr jafningahópi. Það þarf að
hvetja til viðhorfsbreytinga meðal stráka
og stuðla að því að þeir öðlist heilbrigða
og jákvæða sjálfsmynd. Hin öfgakennda
og ýkta karlímynd sem blasir yfirleitt við í
vestrænum fjölmiðlum gerir ráð fyrir því að
ungir menn séu kúl, töff og klárir í öllu sem
snýr að tækni og um fram allt sjálfsöruggir.
Þessi mynd er alls ekki rétt og getur verið
ungum mönnum beinlínis hættuleg og
stuðlað að öfgakenndri hegðan svo sem
ofsaakstri sem oft endar með ósköpum.
Almennt höfum of þrönga sýn á það hvað
karlmennska er og fyrir bragðið eigum við
á hættu að strákar feli það að þeir geta
verið viðkvæmir og vel gefnir. Það er
athyglisvert að samkvæmt niðurstöðum
Donims verkefnisins telja margir strákar
að það sé alls ekki eftirsóknarvert frá
karlmennsku sjónarmiði að standa sig vel
í skóla. Dæmi eru um að góðir námsmenn
hafa gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi
að sanna sig fyrir öðrum í strákahópnum
í þeim tilgangi að verða samþykktir sem
einn af hópnum.
Spyrja má hvort ekki sé kominn tími til
að þeir sem stunda kynjarannsóknir leggi
áherslu á málefni sem snúa sérstaklega að
körlum. Þar er að mörgu að hyggja, allt
frá lakari frammistöðu stráka í námi til
þess hvernig við skilgreinum karlmennsku.
Með því að finna lausn á vandamálum
strákanna og hvers vegna þeir detta út
úr námi komum við í veg fyrir önnur
vandamál í framtíðinni.
Strákakreppa í dag er tilvísun á alvarlega
karlakreppu í framtíðinni. Dæmin sanna
að strákar sem flosna upp úr námi eiga á
hættu að lenda í alls konar vandræðum
á lífsleiðinni, lenda í fangelsi t.d. vegna
ofbeldis gegn konum og börnum, verða
fórnarlömb langvarandi atvinnuleysis
eða verða öryrkjar vegna þunglyndis og
annarra geðrænna kvilla svo að fáein dæmi
séu nefnd. Annars endurspeglast sérstök
vandamál karla í ýmsu öðru en brottfalli
úr námi. Það er til dæmis íhugunarefni
hvers vegna karlar deyja yngri en konur
og hvers vegna skipulögð leit fer ekki
fram að alvarlegum sjúkdómum í körlum
svo sem krabbameini í blöðruhálskirtli eins
og skipulega er leitað að krabbameini í
brjóstum kvenna. Það er að ýmsu að hyggja
í þessu sambandi,“ segir Neil McMahon að
lokum.
Nánari upplýsingar um Donims
verkefnið er að finna á
www.donimsproject.com
Helgi E. Helgason
Verkefnisstjórinn Neil Mc Mahon á fundi í
Chieti á Ítalíu.
Nemendur í Rakvere Gymnasium, þátttökuskóla í Eistlandi.
Tveir góðir frá Liverpool! Myndin er tekin á
fundi í Kópavogi.
Nemendur í Rakvere Gymnasium,
þátttökuskóla í Eistlandi.
Hugmyndaflæði á Selfossi.
STRÁKAKREPPA