Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 14
14
ÍÞRÓTTIR
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
Á undanförnum árum hefur verið
mikil umræða í þjóðfélaginu um
hreyfingarleysi og holdafar barna og
unglinga og á sama tíma hefur aukist
framboð á afþreyingu sem felur í sér
kyrrsetu. Til að sporna við þessari þróun
er mikilvægt að þróa aðferðir til að
gera hreyfingu að eftirsóknarverðum
og skemmtilegum valkosti fyrir börn og
unglinga.
Síðastliðið vor fór fram grunnskólakeppni
í skólahreysti í samvinnu við Osta- og
smjörsöluna, menntamálaráðuneytið,
skólaíþróttanefnd ÍSÍ og Toyota. Boðaðir
voru til leiks 44 grunnskólar með 9. og
10. bekkjum á stór-höfuðborgarsvæðinu.
Keppnislið úr 42 skólum mættu til leiks
og kepptu í fimm undankeppnum. Tíu
lið kepptu til úrslita í Laugardalshöll í
beinni útsendingu í opinni dagskrá. Mikill
áhugi var meðal nemenda á skólahreysti
og gaf þetta íþróttakennurum skólanna
möguleika á að leggja áherslu á grunn-
þjálfun nemenda og vinna meira með
líkamlegar æfingar sem undirbúning fyrir
þessa keppni. Áhersla var lögð á að gera
keppendur sýnilega og að þeir væru í
aðalhlutverki.
Stjórnendur skólanna og íþrótta-
kennarar tóku skólahreysti mjög vel og
höfðu margir skólar forkeppni innan
skólanna til að velja nemendur í liðin.
Þá höfðu fjölmargir skólar utan höfuð-
borgarsvæðisins samband og óskuðu eftir
því að fá að taka þátt.
Með þetta í huga ætlar Icefitness að
halda skólahreysti á landsvísu árið 2007 og
gefa þeim 140 grunnskólum á Íslandi sem
eru með níunda og tíunda bekk möguleika
á þátttöku. Keppendafjöldi er um 550
unglingar. Keppt verður í tíu forkeppnum
sem fara fram um allt landið. Stigahæsta
liðið úr hverri keppni mun síðan keppa í
úrslitum í Laugardalshöll.
Hver skóli sendir fjóra keppendur,
tvo stráka og tvær stelpur, og keppa
þau sem eitt lið í mismunandi greinum.
Keppnisbúningar skólaliðanna verða
í mismunandi litum til aðgreiningar á
skólum. Áætlað er að hver keppni verði
um tvær klst. að lengd. Hvorki skólar né
keppnislið þurfa að greiða fyrir þátttöku
í skólahreysti og verður frítt inn á þessa
viðburði.
Fyrstu tveir riðlarnir voru í Reykjavík
25. janúar. Tveir riðlar eru í Kópavogi 8.
febrúar. Einn riðill á Selfossi 22. febrúar.
Einn riðill á Egilsstöðum 1. mars. Tveir
riðlar á Akureyri 8. mars. Einn riðill á
Ísafirði 22. mars. Einn riðill í Borgarnesi 29.
mars. Úrslit verða í Reykjavík um miðjan
apríl.
Skjár 1 mun gera skólahreysti góð
skil. Gerður verður 50 mínútna þáttur
um hverja forkeppni sem verður sýndur
á þriðjudagskvöldum kl. 20.00. Úrslitin
verða í beinni útsendingu.
Líkt og í öðrum keppnum verða verð-
laun fyrir þá skóla sem standa uppi sem
sigurvegarar. Skólaliðin sem lenda í
verðlaunasætum fá eignarbikar ásamt
peningaverðlaunum/styrk sem rennur
til nemendafélags viðkomandi skóla.
Nemendur í sigurliðum fá vegleg verðlaun.
Allir keppendur fá þátttökupening.
Nánari upplýsingar er að finna inni á
skolahreysti.is
Frjálsíþróttasambandið ætlar að virkja fimmtu og sjöttu bekkinga í skólum
landsins og stendur fyrir Skólaþríþraut FRÍ í fyrsta sinn. Þrautin mun fara
fram frá 1. febrúar til 1.maí og verður öllum grunnskólum í landinu boðið
að taka þátt í henni.
Keppnisgreinar verða 120 metra spretthlaup, hástökk og kúluvarp.
Íþróttakennarar skólanna geta framkvæmt þrautina í þremur
leikfimitímum og og stuðst verður við unglingatöflur FRÍ við útreikninga
stigakeppninnar. Átta efstu einstaklingum í hvorum aldursflokki af hvoru
kyni verður síðan boðið á lokamót sem verður haldið um miðjan maí. Eina
skilyrðið er að árangur eða úrslit séu skráð til FRÍ fyrir 1. maí. Skráning
úrslita fer þannig fram að þau eru skráð í Mótaforrit FRÍ og verður heildar
listi eða landslisti úr þrautinni sýnilegur á vef FRÍ á meðan að keppnin fer
fram. Verðlaun fyrir 1. sæti á lokamótinu, bæði í pilta- og stúlknaflokki,
verða ferð á Gautaborgarleikana í byrjun júlí með farastjóra og í hópi með
fjölda íslenskra frjálsíþróttaunglinga.
Skólahreysti 2007
SKÓLAÞRÍÞRAUT HEFST 1. FEBRÚAR
Lj
ós
m
yn
di
r
fr
á
A
nd
ré
si
G
uð
m
un
ds
sy
ni
ve
rk
ef
ni
ss
tjó
ra
S
kó
la
hr
ey
st
i.