Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 21
Hvers konar samstarf?
I. Bekkir / námshópar - Þátttakendur komi frá tveimur ríkjum eða sjálfstjórnarsvæðum
á Norðurlöndum. Verkefnið hafi kennslufræðilegt gildi og byggi á námsskrá og starfsáætlun
skólans. Öll fög eru gjaldgeng í verkefni. Ferðir / heimsóknir standi ekki skemur yfir en fimm daga.
II. Kennarar - a. Kennaraskipti milli a.m.k. tveggja skóla í tveimur löndum.
b. Farkennsla - Kennari ferðast á milli skóla í öðru landi og kennir grein sína.
III. Nemendur - Þátttaka einstakra nemenda annaðhvort í starfsþjálfun iðngreina eða kennslu í framhaldsskólum.
Norræna skólanetið www.nordskol.org er vettvangur skólasamskipta. Þar er hægt að skrá skóla og óska eftir
samskiptum. Rafrænar umsóknir eru á slóðinni: www.ask.hi.is - leiðbeiningar um umsóknarferlið er á sömu slóð.
Umsóknarfresturinn 15. mars gildir fyrir skólaárið 2007/2008.
Landsskrifstofa NORDPLUS / Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins
Neshaga16, 107 Reykjavík, www.ask.hi.is, netfang: aslaugj@hi.is, s. 525 4997
Evrópsk skólaverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Samstarf a.m.k. þriggja skóla í Evrópu. Sótt er um verkefni til 2 ára, þau geta tengst öllum námsgreinum.
Styrkir eru veittir til verkefnafunda kennara, verkefnavinnu og gagnkvæmra nemendaskipta. Einnig eru veittir
styrkir til að sækja tengslaráðstefnur eða til undirbúningsheimsókna í Evrópu þar sem lagður er grunnur að
skólaverkefni.
Endurmenntunarnámskeið. Styrkir eru veittir til leik-, grunn- og framhaldsskólakennara til að sækja endur-
menntunarnámskeið í sínu fagi í 1-4 vikur í Evrópu einhvern tíma á tímabilinu frá 1. 6. 2007 - 1. 10. 2007.
Þrír umsóknarfrestir á ári.
Evrópsk aðstoðarkennsla. Leik-, grunn- og framhaldsskólar geta sótt um að fá evrópskan aðstoðarkennara í
3-8 mánuði á næsta skólaári. Aðstoðarkennararnir eru styrktir frá sínu heimalandi.
Aðstoðarkennsla í Evrópu. Íslenskir stúdentar sem lokið hafa a.m.k. 2 ára háskólanámi og stefna að kennslu
geta dvalið í 3-8 mánuði í e-u ESB landi og starfað sem aðstoðarkennarar.
Námskeið / námsgagnagerð. Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB/EES löndum við að koma á fót
endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara eða vinna við námsgagnagerð.
Umsóknarfrestur er til 30. mars - umsóknir berist til Framkvæmdastjórnar ESB.
Umsóknarfrestur 30. mars nk. í alla þætti Menntaáætlunar ESB.
Eyðublöð og nánari upplýsingar eru á Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB / alþjóðaskrifstofu háskólastigsins,
www.lme.is, Neshaga 16, 107 Reykjavík, s. 525 4311, netföng: rz@hi.is, teva@hi.is
Nordplus Junior styrkir
Comeníus styrkir
Nemendaskipti og ferðir kennara á grunn- og framhaldsskólastigi
til Norðurlanda. Umsóknarfrestur er til 15. mars
kennara og skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Umsóknarfrestur 30. mars nk.