Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 24
24
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
Hópurinn fer í dagsferð að vori sem
jafnframt er útskriftarferð. Undanfarin
ár höfum við heimsótt Akranes, farið í
heimsókn í leikskóla, leikið okkur í skóg-
ræktinni, farið á safnasvæðið og endað
daginn á veitingastað þar sem við gæðum
okkur á pizzu. Skólaárið endar svo á
mikilli útskriftarveislu sem börnin sjá um
sjálf með aðstoð foreldra. Hverju barni er
þá afhent útskriftarskirteini og því fylgja
ljósmyndir og verk þeirra yfir veturinn auk
möppu um líf þeirra á leikskólanum frá
upphafi.“
Þótt stóru börnin fái bara að gæða sér
á pizzu í útskriftarferðinni þurfa þau ekki
að kvarta undan hversdagsmatnum. Eitt af
því sem vekur athygli þegar Mánagarður
er sóttur heim er spennandi matseðill.
Að sögn Sigríðar eru frábærir matráðar
í leikskólanum sem leggja áherslu á
fjölbreyttan, bragðgóðan og hollan mat
og eldhúsið og það starf sem þar fer fram
er órjúfanlegur hluti af starfi leikskólans.
Gott er að hafa mikinn mat og marga
helgidaga segir íslenskt máltæki og víst er
að ekki verður matseldin á Mánagarði til
þess að fækka matvinnungum leikskólans
nema síður sé.
Gleðin til grundvallar
Á vef Félagsstofnunar stúdenta er sér-
svæði fyrir hvern leikskólanna þriggja. Á
vefsvæði Mánagarðs má meðal annars sjá
þessa setningu: „Í leikskólanum er lögð
áhersla á að virkja og virða leikgleði barna
og er gengið út frá því að það að leika sér
sé aðalsmerki hans. Leikskólinn á að halda
í þessi sérkenni, þau eru aðalsmerki hans.“
Hugmyndinni um leikinn sem aðalsmerki
leikskólans er sem betur fer haldið hátt
á lofti af leikskólakennurum um þessar
mundir, bæði á Mánagarði og víðar. Þegar
leikskólinn öðlaðist loks viðurkenningu
sem fyrsta skólastigið varð vart þeirrar
tilhneigingar í leikskólastarfi að laga sig
um of að viðmiðum grunnskólans með
mikilli skipulagningu á daglegri námskrá.
Fyrir vikið var þrengt að frjálsum leik og
loks var svo komið að ýmsum þótti nóg
um og gagnrýndu þessar nýju áherslur,
leiknum til varnar. Varnarbarátta leiksins
er að snúast í sóknarleik og raunar má sjá
þess merki í grunnskólum að þar er unnið
í æ meira mæli á forsendum leiksins.
Vinkona og samherji leiksins er gleðin
sem einnig er talað um í tilvitnuninni hér
að ofan og leikur og gleði spyrt saman í
gömlu og góðu hugtaki: leikgleði. Gleði
er eitt af einkunnarorðum Mánagarðs.
Það er alltaf eitthvað heimilislegt við stúdentabyggðir og
leikskólarnir á Eggertsgötunni bera þess merki að vera hluti af
litlu og notalegu samfélagi sem einhvern veginn er ekki í sama
tempói og borgin í heild. Foreldrarnir búa flestir í næstu húsum
og sækja börnin ekki í jafnmiklum mæli á bíl og tíðkast annars
staðar, sem eflaust hefur sitt að segja. Sigríður Stephensen
skólastjóri Mánagarðs hvetur leikskólakennara til að kynna
sér kosti þess að starfa í skemmtilegu og þægilegu umhverfi
stúdentagarðanna.
Í Mánagarði, Sólgarði og Leikgarði eru á annað hundrað
nemendur á aldrinum sex mánaða til sex ára og talsverð
samvinna er á milli skólanna.
Hin eru virkni, jafnræði og samvinna. Um
gleðina segir ennfremur í stefnu skólans:
„Gleði barnsins er upphaf og endir alls
starfs sem fram fer á leikskóla. Án gleði
virkjum við ekki barnið í því námi sem hér
fer fram.“
keg
LEIKSKÓLAR STÚDENTA