Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 23
LEIKSKÓLAR STÚDENTA SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007 Lítil byggð þrífst og dafnar í skjóli annarrar stærri sem sjálf er hluti af enn stærri byggð. Þrír hringir en allir nátengdir. Þetta er upplifunin af leikskólum stúdenta í við fyrstu sýn. Þeir eru innsti hringurinn, umvafi nn af miðhring háskólasamfélagsins sem er hluti af stærsta hringnum, borginni í heild. Háskólinn er Háskóli Íslands, borgin er Reykjavík og leikskólarnir eru Leikgarður, Mánagarður og Sólgarður. Sigríður Stephensen er skólastjóri á Mánagarði, einum leikskólanna þriggja. Mánagarður er þriggja deilda leikskóli með 64 heilsdagsrýmum fyrir eins til sex ára gömul börn. Hann er til húsa að Eggertsgötu 34, í næsta nágrenni háskólans, og Sigríður sýnir mér nafnspjöld barnanna á vegg þar sem sést að stór hluti þeirra býr á Eggertsgötunni í aðliggjandi húsum. Ekki þó í sama húsi og leikskólinn því íbúðirnar fyrir ofan Mánagarð, sem er á jarðhæðinni, eru einstaklingsíbúðir. Ekki er mikil hreyfi ng á starfsfólki Mánagarðs, því líkar vel að vinna í notalegu og akademísku umhverfi leikskólans þar sem foreldrahópurinn er samstilltur og virkur en líka tiltölulega einsleitur: Ungir og áhugasamir foreldrar í námi. Hins vegar vantar menntaða kennara í leikskólana þrjá og Sigríður telur að skýringanna sé að leita í hálfgerðri tilviljun. „Kennarar fara helst þangað sem margir kennarar eru fyrir og það spyrst út ef skóli státar af mörgum kennurum, sem þó hefur oft gerst fyrir tilviljun í upphafi , til dæmis vegna þess að vinahópur hefur tekið sig saman og sótt um.“ Skólastarf og stefna Mánagarðs virðist blaðamanni vel til þess fallin að höfða til kennara, þar er spennandi stærðfræðistarf í gangi, sveigjanleiki og mikið traust borið til starfsmanna og tillit tekið til þeirra hugðarefna og aðstæðna, semsagt: virk mannauðsstefna. Sigríður ber samstarfsskólunum Sólgarði og Leikgarði vel söguna og segir bæði gagn og gaman leiða af því samstarfi sem skipulegt er á reglulegum fundum skólastjórnenda. Um þessar mundir er unnið að námskrá Mánagarðs og fyrirhugað að vinnu við hana ljúki snemma á vordögum 2007. Ekki er unnið samkvæmt einni ákveðinni hugmyndafræði heldur hefur skólinn mótað starfsgrundvöll sinn á grunni fl eiri uppeldisfrömuða. Má þar helsta telja John Dewey, Caroline Pratt, Lev Vigotsky og Jean Piaget. Ábyrgð á mótun námskrár og skólastefnu hvílir að mestu á herðum skólastjórans vegna kennaraskorts en Sigríður bendir á að það sé lán skólans að hafa sérstaklega góðan og samhentan hóp ófaglærðs starfsfólks sem vill og getur tileinkað sér nýjungar og umbætur. „Það veldur okkur að vísu nokkrum erfi ðleikum að vera í fl eiri en einu stéttarfélagi þegar kemur að ferðum en við erum vongóð um að geta sótt í þá sjóði sem við erum aðilar að,“ segir Sigríður. „Þótt það sé fl óknara að fara á námstefnur og í vinnuferðir þegar samsetning starfshópsins er með þessum hætti á það í sjálfu sér ekki að vera nein fyrirstaða og áhugann vantar ekki.“ Fimm ára landnámsmenn „Síðasta ár barns á leikskóla er um margt merkilegt,“ segir Sigríður. „Hjá okkur er það þannig að fi mm ára börn af báðum eldri deildum eru saman í skólahópi nokkra stund á hverjum degi og unnið er í ýmsum verkefnum til að undirbúa þau sem best undir komandi grunnskólagöngu. Eftir áramót er markvisst unnið að „Landnámi“ og notaðar hugmyndir Herdísar Egilsdóttur úr bókinni Kisuland. Börnin búa til land og vinna það frá grunni. Skólahópur hefur líka þá sérstöðu að fara um víðan völl í alls konar kynnisferðir og leiðangra í tengslum við þau verkefni sem unnið er að hverju sinni.“ Að sögn Sigríðar er markvisst unnið að því að efl a tengsl leik- og grunnskóla í Mánagarði. „Við eigum gott samstarf við Melaskóla í þessu skyni,“ segir Sigríður. „Börnunum er boðið í heimsókn í skólann, þau fá að sitja í kennslustund, heimsækja bókasafnið og taka þátt í íþróttatíma. Auk þess koma sex ára nemendur í heimsókn til okkar og deila með okkur reynslusögum um hvernig er að byrja í skóla og hvað er skemmtilegast. Þorpið í borginni Sigríður Stephensen, skólastjóri Mánagarðs. 23

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.