Skólavarðan - 01.02.2007, Blaðsíða 16
16
STOFNANASAMNINGAR
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
Miklar breytingar voru gerðar á fyrir-
komulagi launaröðunar framhalds-
skólakennara í síðustu kjarasamningum.
Þann 1. maí 2006 voru felld úr gildi
miðlæg ákvæði um launaröðun sem
voru eins fyrir alla framhaldsskólana.
Í stað þeirra tóku við ákvæði í
stofnanasamningum hvers skóla sem
ná aðeins til launaröðunar starfsmanna
hans.
Rök samningsaðila fyrir þessum grund-
vallarbreytingum fólust helst í tilvísun
í þann mikla breytileika sem er innan
framhaldsskólakerfisins. Forgangsröðun
skólanna á verkefnum er eðlilega ólík og því
er erfitt að taka af sanngirni tillit til þarfa
hvers og eins með miðlægum ákvæðum.
Því má ætla að með því að færa útfærslu
og framkvæmd kjarasamninganna að
nokkru leyti til skólanna megi stuðla að
bættu skólahaldi.
Samstarfsnefndir í 30 framhaldsskólum
unnu mikið og gott starf við gerð
stofnanasamninga sem tóku gildi 1. maí
sl. Til að varpa ljósi á það sem við tók
í skólunum á þessum tímamótum fól
stjórn Félags framhaldsskólakennara
undirrituðum að vinna samantekt um
samningana. Var verkið unnið í þeirri
trú að yfirsýn yfir lausnir skólanna væri
forvitnileg í sjálfu sér en ekki síður til að
styðja vinnu samstarfsnefnda skólanna við
endurskoðun stofnanasamninganna sem
á að ljúka fyrir 1. maí 2007. Samantektin
var kynnt á fulltrúafundi félagsins 10.
nóvember sl. og er aðgengileg á vef
félagsins. Hefur hún verið uppfærð eftir
því sem tilefni hefur gefist til. Oft eftir
gagnlegar ábendingar lesenda.
Samantektin inniheldur dæmi
um mismunandi launaröðun þriggja
„einstaklinga“ í tveimur skólum. Gefið er
yfirlit yfir starfslýsingar í samningunum,
grunnröðun mismunandi starfa og launa-
röðunartilefni, annars vegar „lóðrétt“
í launaflokka og hins vegar „lárétt“
í launaþrep. Yfirskriftir bókana með
samningunum eru tilgreindar og síðast
eru settar fram ýmsar athugasemdir um
sérstök ákvæði í samningum skólanna. Í
fylgiskjölum er að finna sundurgreiningu
á framangreindum atriðum eftir skólum.
Skólarnir völdu sér mismunandi leiðir
til launasetningar og flestir innleiddu
einhver launaröðunartilefni sem eru
einstök fyrir viðkomandi skóla. Í grófum
dráttum má þó skipa flestum skólunum
í annan af tveimur álíka fjölmennum
hópum, A og B, eftir því hvernig þeir
ákváðu að byggja upp sína launaröðun.
Einkennandi fyrir hóp A er grunnröðun
eftir lágmarksmenntun og mörg viðbótar
röðunartilefni sem flest tengjast aukinni
menntun og reynslu. Þetta er mjög í takt við
miðlæga kerfið sem fyrir var. Einkennandi
fyrir hóp B er hærri grunnröðun en
hjá þeim sem fylla hóp A en færri
viðbótarröðunartilefni. Grunnröðunin
er þá gerð út frá starfslýsingum þar sem
vísað er í þá menntun, reynslu og hæfni
sem nauðsynleg er fyrir þá sem gegna
störfunum. Þetta er svipuð leið og lögð
er til í viðauka 1 með kjarasamningnum.
Launaröðunin í öllum skólunum byggist
þó enn að stærstum hluta á menntun og
reynslu eins og miðlægu ákvæðin gerðu
en ljóst er að nú eru sömu forsendur
metnar með mismunandi hætti eftir
stofnanasamningum. Kennarar, náms- og
starfsráðgjafar og stjórnendur í fram-
haldsskólum geta því ekki lengur vænst
þess að laun þeirra raðist með svipuðum
NOKKUR DÆMI UM STARFSLÝSINGAR
Kennslustjóri
Mætingastjóri
Prófstjóri
Aðstoð við nýja kennara
Formaður sjálfsmatsnefndar
Tölvuaðstoð við kennara
Umsjón með verknámsstofum
Umsjón með hópi nýnema
Umsjónarmaður alþjóðasamskipta
Faktor
Jafnréttisfulltrúi
Umsjónarmaður Selsins
Verkefnastjórn um málefni nýbúa
Gettu betur
NOKKUR DÆMI UM ÁLAGSTILEFNI
VEGNA TÍMABUNDINNA VERKEFNA
Álag: Námsefni ekki til staðar
Álag: Umfangsmikið námsmat
Árangur
Endurmenntun
Sérstakur árangur í starfi
Þátttaka í símenntunaráætlun
Móttaka nýnema
Leiðsögn með nýliðum
Starf í sjálfsmatsnefnd
Erlendar heimsóknir
Atvinnulífstengill
Erkiumsjón
Námskrárvinna
Nefndarstörf á vegum skólans
Stofnanasamningar
framhaldsskólanna
Oddur S. Jakobsson, fulltrúi FF.
Skólar völdu sér mismunandi leiðir til
launasetningar en í grófum dráttum má skipa
flestum skólunum í annan af tveimur álíka
fjölmennum hópum, A og B. Einkennandi fyrir
hóp A er grunnröðun eftir lágmarksmenntun og
mörg viðbótar röðunartilefni sem flest tengjast
aukinni menntun og reynslu. Þetta er mjög í takt
við miðlæga kerfið sem fyrir var. Einkennandi
fyrir hóp B er hærri grunnröðun en hjá þeim
sem fylla hóp A en færri viðbótarröðunartilefni.
Grunnröðunin er þá gerð út frá starfslýsingum
þar sem vísað er í þá menntun, reynslu og hæfni
sem nauðsynleg er fyrir þá sem gegna störfunum.
Þetta er svipuð leið og lögð er til í viðauka 1 með
kjarasamningnum.
Lj
ós
m
yn
d:
k
eg