Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Side 4

Skólavarðan - 01.09.2001, Side 4
5 Ísland er eitt 45 landa sem taka þátt í evrópsku tungumála- ári 2001. Þann 26. september er evrópskur tungumáladagur og verður dagskrá hans skipulögð í hverju landi fyrir sig en auk þess er um einn sameiginlegan viðburð að ræða. Hann felst í að sleppt verður nokkrum þúsundum af blöðrum í höfuðborgum þátttökulandanna og fer athöfnin hérlendis fram á skólalóð Austurbæjarskóla með þátttöku nemenda og starfsfólks skólans sem sér einnig um stutta skemmti- dagskrá. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velvildarsendiherra UNESCO vegna tungumála, flytur á- varp og sleppir blöðrum ásamt nemendum. Rás 2 mun helga tungumáladeginum dagskrá sína frá morgni til kvölds og m.a. útvarpa beint frá atburðinum við Austurbæjarskól- ann. Aðrir viðburðir á tungumáladeginum verða m.a. þeir að sett verður upp svokallað tungumálatorg í Kringlunni þar sem fjölmargir skólar og stofnanir kynna tungumála- kennslu sína og námsefni. Einnig gengst Háskóli Íslands fyrir dagskrá sem nefnist Tungumál og menning. Íslands- póstur gefur út sérstakan póststimpil með merki tungu- málaársins. Síðast en ekki síst er gert ráð fyrir aðgerðum í fjölmörgum skólum, en ráðuneytið hefur hvatt skóla til þátttöku. Evrópskur tungumáladagur Á fræðsluhátíð í Kringlunni þann 8. september sl. í tilefni Viku sí- menntunar var mikið um að vera og ljósmyndari Skólavörðunnar var á staðnum. Annað megin- þema vikunnar, sem haldin var dagana 3.-10. september, var tungumál og létu samtök tungu- málakennara (STÍL) ekki sitt eftir liggja. Þau hafa látið útbúa póst- kort sem henta vel til tungu- málakennslu og hægt er að nálgast með því að hafa sam- band við Laufeyju Bjarnadóttur, laufey@verslo.is. Í vikunni var einnig haldið málþing á Hótel Loftleiðum þar sem margt mætra manna tók til máls um stöðu íslenskunnar í alþjóðlegu samhengi, ferðaþjónustu, tölvur og breytta kennsluhætti, nám í vinnunni, mannauð sem auðlind o.fl. Una Eyþórsdóttir starfsmannastjóri Flugleiða sagði í fyrirlestri sín- um, Mannauður, að Íslendingar þyrftu að auka framlög til menntamála um þriðjung ef vel ætti að vera. Einnig kom fram að hlutfall launakostnaðar sem varið er til fræðslumála er al- mennt afar lágt hjá íslenskum fyrirtækjum, eða undir 2% hjá tveimur af hverjum þremur. Fræðsluhátíð og málþing Fræðslumiðstöð Reykjavíkur vill vekja athygli á evrópska tungumáladeginum 26. september 2001. Á þessum degi gefst skólum tækifæri til að vekja athygli á fjöltyngi í skólum Reykjavíkur. Fjöltyngi er auður, sem vert er að gefa gaum að, handhafar hans eru m.a. börn sem hafa búið erlendis og aðflutt börn úr öðrum menningar- heimum. Kennsludeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur vill auð- velda skólum framkvæmdina með því að benda á • hugmyndabanka Evrópsks tungumálaárs 2001: www. eurolang2001.org • hugmyndabanka menntamálaráðuneytis: www.mennta- malaraduneyti.is/mrn/mrn.nsf/pages/althjodlegt • hugmyndabanka kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: http://www.grunnskolar.is/fraedslumidstodin.nsf/- pages/kennsluradgjof_evropsktunga.html Kennsludeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur beinir þeirri ósk til skóla og kennara að þeir sendi henni upplýsingar um þá vinnu, sem fór fram í skólanum þennan dag, og veiti leyfi til að birta efnið á heimasíðu kennsludeildar undir nafni skólans. Til skólastjórnenda og kennara Tungumáladagur

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.