Skólavarðan - 01.09.2001, Side 5
Aðspurðir segja Íslendingar að konur séu þolinmóðari, umhyggju-
samari og tilfinningasamari en karlar. Þeir telja hins vegar að kynin
séu álíka hugrökk og metnaðargjörn en þau einkenni telja Kínverj-
ar og Indverjar að eigi fyrst og fremst við um karla.
Það er fróðlegt að bera saman þau einkenni sem ólíkar þjóðir
telja að prýði kynin. Eftir því sem staða kvenna fer batnandi fækkar
þeim einkennum sem fólk telur að eigi sérstaklega við um karla.
Metnaður er ekki sérstaklega bundinn við karla eftir að fólk hefur
séð konur á þjóðþingum, í stól forseta og meðal framkvæmdastjóra
stærstu fyrirtækja. En á hinn bóginn sjá menn ekki karla þar
sem þörf er fyrir þolinmæði og þar sem umhyggjusemi ræður
ríkjum.
Auðvitað þarf ekki að segja lesendum að allt fram á þennan
dag hefur umhyggja eigin barna fyrst og fremst hvílt á mæðrunum
meðan feðurnir sköffuðu. Hjúkrunarstörf eru svo til algerlega ein-
okuð af konum og það sama á við um störf á leikskólum. Körlum
fækkar meðal grunnskólakennara. Í almennum umræðum heyrist
að þetta sé ósköp eðlilegt, karlar hafi ekki „í sér“ þolinmæðina,
umhyggjusemina og tilfinningarnar. Þannig styður hvað annað,
hugmyndir um eðli kynjanna fá stuðning úr atvinnulífinu og þær
eru svo aftur hindrun fyrir þá karla sem vilja halda á óhefðbundin
svið. Enda „eru kynin ólík“ svo að notaður sé vinsæll fjölmiðlafrasi.
Þó virðast flestar athuganir benda til að þegar karlar og konur
með svipaðan félagslegan bakgrunn
standa frammi fyrir svipuðum vanda þá
grípa kynin til svipaðra lausna. Konur í
forstjórastólum reka fyrirtæki ósköp svip-
að og karlar, markmiðið er ágóði hluthaf-
anna og það er engin sérstök kvenleg leið
að því marki. Karlar í leik- og grunnskól-
um sinna börnunum ósköp svipað og
konur, markmiðið er velferð þeirra og
það er enginn sérstakur karlastígur að því
marki.
Þannig séð má einu gilda hvort starfs-
menn skóla eru allir af sama kyni en tvær
ástæður gera að verkum að það skiptir
máli að þar séu bæði karlar og konur.
Annars vegar virðist svo sem rekstur fyr-
irtækja og stofnana gangi betur ef bæði kynin eru þar innan dyra.
Ef til vill verður andrúmsloftið léttara, ef til vill skiptir fjölbreytnin
máli. Hin ástæðan er sú að það á að vera hluti af uppeldi barnanna
okkar að opna þeim dyr. Við viljum ekki að þau fari út í lífið með
það veganesti að til séu störf sem þau geti ekki sinnt vegna þess að
þau tilheyri ekki réttu kyni.
Þetta er ekkert sem dugar að segja börnunum ef þau sjá ekki að
það er rétt. Við höfum áreiðanlega náð mjög langt hvað varðar að
veita stúlkum möguleika. Ég efast verulega um að það hvarfli í
alvöru að dætrum mínum að það sé eitthvað sem þær
geta ekki gert vegna þess að þær eru konur. Hins veg-
ar er takmarkaðra í gangi hvað drengina varðar. Ég er
alveg viss um að þegar drengir eru að velta lífsstarfi
fyrir sér þá eru uppeldis- og umhyggjustörfin í mjög
mörgum tilfellum ekki íhuguð. Það er ekki vegna þess
að við höfum ekki sagt þeim að þeir geti gert hvað
sem er. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir sjá varla karl
í þessum störfum og við vitum að börnin gera ekki
eins og við segjum heldur eins og við gerum.
Þess vegna skuldum við börnunum okkar það að
gera átak í að jafna kynjaskiptinguna í uppeldis- og
umhyggjustörfum. Það er einfaldlega hluti af því að
koma þeim til manns, að strákum ekki síður en stelp-
um sé ljóst að þeir geta starfað við hvað sem er.
Ingólfur V. Gíslason
Höfundur er félagsfræðingur og starfsmaður
Jafnréttisstofu, í sambúð og þriggja barna faðir.
Þolinmóðu konurnar
Ges
task
r i f6
Þótt meirihluti leikskólakennara í Danmörku sé konur, eins og
annars staðar í veröldinni, er hlutfall karla í stéttinni hærra þar
en í nokkru öðru landi. Hundrað ára hefð er fyrir karlkennurum
í dönskum leikskólum. Árið 1899 hóf Chr. Engelstoft störf sem
leikskólakennari, ef til vill sá fyrsti í heiminum. Fyrr á 19. öld
menntaði Friedrich Fröbel reyndar jafnt konur sem karla til
leikskólakennslu en trúlega starfaði það fólk fyrst og fremst
sem nokkurs konar farandfræðarar, þ.e. ferðaðist um og út-
breiddi hugmyndir Fröbels.
Chr. Engelstoft lést árið 1945. Skömmu fyrir andlátið sagði
hann í viðtali: „Ég trúi því að
karlar séu ekkert síður hæfir en
konur til að annast um börnin í
leikskólunum en það er enginn
vafi á að þeir skilja börn og
bregðast við þeim á annan hátt
en konur.“ Blaðamaðurinn
spurði hvort hann ætti við að
karlar væru afslappaðri í starfinu
en Engelstoft þvertók fyrir það:
„Uss nei, það er til fullt af móð-
ursjúkum körlum. Sjálfur er ég
hrifnari af konum, ekki af því að
þær séu hætishót betri en karlar
heldur einfaldlega vegna þess
að þær eru öðruvísi!“
Fyrsti karlkyns
leikskólakennarinn var Dani
Frétt
Teikning: Aksel Jörgensen