Skólavarðan - 01.09.2001, Page 7
Frétt i r og smáefni
Dagana 12. og 13. október verður haldið 5.
málþing Rannsóknarstofnunar Kennarahá-
skóla Íslands, sem ber yfirskriftina Rann-
sóknir - nýbreytni - þróun, í húsnæði Kenn-
araháskóla Íslands við Stakkahlíð og sal
Sjómannaskólans í Reykjavík.
Helsta markmið málþingsins er að skapa vett-
vang til kynningar á verkefnum á sviði þróunar- og
nýbreytnistarfs og efla rannsóknar- og þróunarvið-
leitni kennara og annarra uppeldisstétta.
Að þinginu sem er opið öllum standa eftirtaldir
aðilar:
Félag framhaldsskóla
Félag framhaldsskólakennara
Félag grunnskólakennara
Félag leikskólakennara
Félag tónlistarskólakennara
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
Fulltrúi á vegum evrópska tungumálaársins
Grunnur, samtök forstöðumanna skólaskrifstofa
Íþróttakennarafélag Íslands
Kennaraháskóli Íslands
Leikskólar Reykjavíkur
Menntamálaráðuneyti
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands
Þroskaþjálfafélag Íslands
Upplýsingar um málþingið verða færðar jafnóð-
um á síðuna:
http://www.khi.is/khi/rkhi/malthing2001.htm
Upplýsingar gefur Guðrún Karlsdóttir, netfang:
gukarls@khi.is, sími: 563 3827
Málþing
Rannsóknir -
nýbreytni - þróun
Ellefti september 2001 var alþjóðadagur friðar hjá Sameinuðu
þjóðunum og með honum hófst vika friðarmenningar. Henni lauk
þriðjudaginn 18. september með kjörorðinu Hlýðið á börnin. Þessi
vika er einskonar viðleitni til að hefja áratug friðarmenningar og af-
nám ofbeldis gegn börnum heimsins (2001-2010). Alþjóðadagur
friðar er helgaður börnum en í stað þess að verða dagur friðar varð
11. september dagur hryðjuverka vegna árásarinnar á Bandaríkin.
Árið 1995 samþykkti barnaþing á vegum SÞ að dagurinn Hlýðið
á börnin (Hear the Children Day) yrði haldinn árlega í september
með von um að kennarar og aðrir fullorðnir hlýddu á skoðanir
þeirra og hugmyndir um betri veröld og mannleg samskipti. Hefð
hefur skapast fyrir því að um
hádegisbil þennan dag (kl. 11-
13) sameini börn í hverju landi
hug sinn í hljóðri friðarmínútu
og sendi friðarbylgju um
heimsbyggðina.
Friðarbekkurinn 7. E í Mela-
skóla í Reykjavík skoraði á alla
skóla í landinu, nemendur og
kennara að senda friðarbylgju
um heimsbyggðina þriðjudag-
inn 18. september 2001 og
minnast um leið allra sem þjást
vegna stríðsátaka. Margir skól-
ar urðu við áskoruninni. 7. E
bendir einnig á tenglana : http://www.worldpeace.org/culture.html
og http://www.wethepeoples.org/wethepeoples/idp/ sem eru sér-
staklega tileinkaðir friðarvikunni, en líklegt má telja að skólamenn
víða um land fylgi henni eftir með enn frekari friðarvinnu.
Friðarmínúta í skólum
Mikil fundahöld hafa verið hjá kennurum um allt land síðustu
vikur eins og venjulega á haustin. Sjö svæðafélög Félags grunn-
skólakennara halda haustþing að þessu sinni og eru aðalfundir fé-
laganna haldnir í tengslum við þau. Fagleg málefni hafa sett mest-
an svip á haustþingin í ár en á þeim eru flutt erindi um margvísleg
áhugaverð efni sem eru ofarlega á baugi á sviði skóla- og uppeld-
ismála og kynntar nýjungar í námsefni og kennslugögnum.
Félag grunnskólakennara sem er fjölmennasta aðildarfélag
Kennarasambands Íslands skiptist í tíu svæðafélög. Hlutverk
þeirra er m.a. að halda trúnaðarmannanámskeið, félagsfundi og
haustþing í samráði við stjórn FG.
Þegar þetta er skrifað hafa fjögur svæðafélög þegar haldið
haustþing, Bandalag kennara á Norðurlandi eystra sem hélt þing
sitt í Borgarskóla á Húsavík 22. ágúst, Kennarasamband Vestfjarða
sem hélt þing á Núpi í Dýrafirði dagana 23. - 24.ágúst, Kennara-
samband Norðurlands vestra sem hélt þing á Laugarbakka 14.
september og Kennarasamband Austurlands sem hélt sitt þing á
Breiðdalsvík dagana 21. og 22. september.
Þrjú svæðafélög halda haustþing í síðustu viku
mánaðarins, Kennarafélag Suðurlands á Flúðum 27.
og 28. september, Kennarafélag Vesturlands í Borg-
arnesi 28. september og Kennarafélag Vestmanna-
eyja sem heldur þing sitt í nýrri glæsilegri ráðstefnu-
höll í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september.
Kennarafélag Reykjavíkur, Kennarafélag Reykja-
ness og Kennarafélag Kópavogs, Seltjarnarness og
Kjósarsýslu halda ekki hefðbundin haustþing en
hvöttu félagsmenn sína til að sækja Skólamálaþing
Kennarasambands Íslands í staðinn.
Haustþingum að ljúka
Menntamálaráðuneytið hefur tilkynnt að umsóknir um námsorlof
á framhalds-skólastigi fyrir skólaárið 2002-2003 þurfi að berast
ráðuneytinu fyrir 1. október næstkomandi. Um námsorlof geta sótt
framhaldsskólakennarar, stjórnendur framhaldsskóla eða skóla-
meistarar fyrir hönd kennara viðkomandi skóla. Sækja skal um á
sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneyti og skól-
um. Vakin er athygli á því að eyðublöðin er einnig að finna á vef
ráðuneytisins, veffang: menntamalaraduneyti.is
Rafræn umsóknareyðublöð
fyrir námsorlof
Kennarasamband Íslands hefur samið við þrjár lík-
amsræktarstöðvar um verulegan afslátt fyrir félags-
menn. Um er að ræða Planet Pulse sem býður mánaðar-
kort á kr. 3.120, World Class Iceland sem býður árskort á
kr. 27.690, og Baðhúsið sem býður konum 15% afslátt af
öllum kortum. Nánari upplýsingar um tilboðin er að
finna á heimasíðu Kennarasambandsins, www.ki.is
Samið við líkamsræktar-
stöðvar um afslátt fyrir
félagsmenn KÍ
8