Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Side 13

Skólavarðan - 01.09.2001, Side 13
áherslu á fjölbreytta kennsluhætti. Á vegum FMR er og haldið námskeið fyrir Austurbæjarskóla um fjölmenningarlega kennslu- hætti. Kennari er Guðrún Pétursdóttir verkefnisstjóri Miðstöðvar nýbúa og er ráðgjöf tengd námskeiðinu. Vert er að benda á að í stefnunni er talað um kennslu í íslensku sem öðru tungumáli en ekki nýbúatíma. Lögð er áhersla á að laga þurfi stoðkerfi skólanna betur að þörfum þessara barna. Að sjálfsögðu eiga þau að hafa sama rétt og aðgengi og önnur börn að allri þjónustu sem skólakerfið býður upp á, s.s. sérkennslu, sálfræðiaðstoð, lengdri viðveru og námsráðgjöf svo að fátt eitt sé talið. Slík aðlögun tekur tíma og kostar fé. Fjöldi þróunarverkefna fékk styrki í ár Í samvinnu við Fræðslumiðstöð hefur Austurbæjarskóli sett af stað þriggja ára fjöl- breytt skólaþróunarverkefni sem miðar að fjölmenningarlegum kennsluháttum. Verk- efnisstjóri er Nína Magnúsdóttir móttöku- deildarstjóri. Þess má geta að í haust verður 10. bekk boðið upp á valgrein í fjölmenn- ingu. Í skólanum vinnur hópur kennara að þróunarverkefni sem felur í sér einföldun á rúmfræðihluta stærðfræðinnar, erlendum nemendum til gagns. Í verkefni Ruthar Magnúsdóttur fyrrum móttökudeildarstjóra í Vesturbæjarskóla verður byggt upp markvisst og skipulagt möppu- mat fyrir erlenda nemendur. Skólasafnskennararnir Ragnheiður Jónsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir leitast við í þróunarverkefni sínu að koma völdum sögum og ævintýrum í það form að erlend börn og foreldrar þeirra geti haft gagn og gaman af. Stöllur í Fella- skóla, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir nýbúakennari og Hrönn Baldursdóttir námsráðgjafi, vinna að því að þýða og einfalda skóla- handbókina yfir á nokkur tungumál til upplýsingar fyrir erlenda foreldra. Anna Guðrún Júlíusdóttir móttökudeildarstjóri í Breið- holtsskóla og Þuríður Árnadóttir nýbúakennari vinna að nýjum að- ferðum í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og er tekið mið af kennsluaðferðunum Precision Teaching og Direct Instruction. Anna Guðrún fékk auk þess styrk til að koma á laggirnar heima- síðu um upprunalönd nemenda móttökudeildar Breiðholtsskóla. Ýmsir ráðgjafar eru tengdir þessum verkefnum og nokkrir aðilar standa að styrkveitingum, ber þar fyrst að nefna Fræðsluráð, Verk- efna- og námsstyrkjasjóð KÍ, Rauða krossinn, Hagþenki og menntamálaráðuneytið. Síðastliðið ár mátti skynja vakningu í samfélaginu Við kennsluráðgjafar í nýbúafræðslu á FMR eigum og þurfum að hafa samstarf við margar stofnanir sem hafa með mál nýbúa að gera. Finna má að margir starfsmenn þeirra vilja gjarna leggja sitt af mörkum en ennþá skortir nokkuð á að málaflokknum hafi verið markaður rammi og fé. Viljinn dregur þó hálft hlass. Nokkrar ágætar ráðstefnur og þverfagleg málþing hafa verið haldin sem hafa vakið fólk til umhugsunar. Fjölmiðlar fjalla um málin af meiri áhuga, þekkingu og raunsæi en áður. Gott er og að sjá þá breyt- ingu að útlendingar kynna sig sjálfir og leggja fram hugmyndir sínar og viðhorf til samfélagsins. Knappt yfirlit yfir það sem er á döfinni Rauði krossinn hefur í bígerð að leita til kennaramenntaðs fólks til að veita börnum af erlendum uppruna málfarslegan stuðning. Mentor-verkefnið sem Valgerður Ólafsdóttir og Þórdís Þórðar- dóttir kennarar í KHÍ eru í forsvari fyrir er mjög áhugavert en það mun í stuttu máli ganga út á að hópur barna í Háteigsskóla og. Austurbæjarskóla, sem búa við ónóg tengsl í fjölskyldum, fái að njóta þess að hafa jákvæð tengsl við fullorðinn, ábyrgan aðila og verða fengnir nokkrir háskólastúdentar til þess starfs. Heyrst hefur að nokkrar félagsmiðstöðvar hyggist beita sér fyrir fjölmenningar- legra starfi og ætli sér að vinna markvisst að því að laða til sín börn af erlendum uppruna. Vert er að benda á að bæði ÍTR og Félags- þjónustan í Reykjavík hafa gefið út stefnu sem segir til um áætlanir þeirra. Síðast en ekki síst ber að nefna að í haust mun taka til starfa alþjóðahús í Reykjavík og er það mikilsverður áfangi. Búið er að ráða forstöðumann og munu starfsmenn Miðstöðvar nýbúa starfa þar ásamt fleiri sérfræðingum. Vonandi mun hluti af formlegu móttökuferli hússins með tímanum felast í því að sérvaldir kenn- aramenntaðir túlkar kanni námslega stöðu og bakgrunn erlendra barna, sem eru að hefja skólagöngu í Reykjavík, svo að auðveldara verði að mæta strax þörfum þeirra. Það mun og koma að gagni við að tengja fortíð og framtíð. Sumarskóli fyrir erlend börn Sótt var um fyrir rúmlega 100 börn, eða 30 fleiri en í fyrra, og komust ekki allir að sem vildu. Skólinn stóð í sautján virka daga. Um er að ræða vaxandi verkefni og ef til vill kominn tími til að festa sumarskólann betur í sessi en verið hefur. Nemendur fá kennslu í íslensku fram að hádegi og sjá þrautþjálfaðir kennarar um hana. Eftir hádegi voru um 70 börn á leikjanámskeiði á vegum ÍTR. Sumarskólinn er foreldrum nemenda að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem ekki þekkja vel til er vert að taka fram að um er að ræða samvinnuverkefni Fræðslumiðstöðvar, Námsflokka Reykja- Nýbúafræðsla 15

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.