Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Side 17

Skólavarðan - 01.09.2001, Side 17
Ólafur Jón Arinbjarnarson skóla- meistari við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum: ,,Búið er að tilnefna í samstarfsnefndina og öllum ljóst að mörgu þarf að huga að. Ekki hefur verið haldinn formlegur fundur en aðilar hafa notað tímann til að viða að sér þekkingu á því hvernig best er að standa að gerð samningsins. Óljós fjárhags- staða skólanna vegna kjarasamningsins í vetur gerir þeim nokkuð erfitt fyrir þegar kemur að því að meta hvað er til skiptanna. Þó að nefndar hafi verið tölur í þessu sambandi er ekki hægt að horfa fram hjá því að þegar upp er staðið er það heildarstaða skólanna sem ræður því hvað verður í pottinum. Í haust verður unnið að því að móta kerfið þannig að þegar fjárveitingar liggja fyrir verði hægt að fara að vinna eftir því með stuttum fyrirvara.“ Magnús Þorkelsson aðstoðarskóla- meistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði: ,,Við erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á því hvernig við ætlum að fara að án þess að allt fari í bál og brand. Það er alveg nýtt kerfi hjá kennurum að stjórnendur skólans geti raðað mönnum með sambæri- leg próf í mismunandi launaflokka. Við erum að setja samráðsnefndina af stað og hún er farin að velta fyrir sér hvernig eigi að taka á málinu, skólameistari er þessa dagana að ræða við kennara og síðar annað starfsfólk skólans. Við erum þegar búin að ráða í nokkur störf verkefnisstjóra og fetum okkur þannig af stað. Við ætlum að gefa okkur að minnsta kosti þetta skólaár til að koma þessu í framkvæmd, við ætlum ekkert að draga lappirnar en heldur ekki að ganga þannig frá að við sitjum uppi með einhvern óskapnað sem við losnum ekki við. Ef við skiljum inntak stofnanasamningsins rétt þá er visst ferli í gangi og við ætlum að láta það byggjast upp hægt og rólega. Stóru spurningunni er náttúrlega ósvarað en hún er um peningamálin, hvenær þeir koma og hver upphæðin verður. Það virðist vera djúpt á aurunum eins og alltaf hefur verið eftir kjarasamninga. Skól- arnir sitja líka uppi með mislangan skuldahala sem er verið að veifa framan í þá. Samningurinn kostaði peninga í upphafi en erfið- lega gengur að kreista þá út enda eru menn ekki sammála um hvernig eigi að reikna kostnaðinn. Ég á eftir að sjá að það flæði inn fjármagn í þetta verkefni en vonandi komumst við eitthvað áleiðis.“ Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri: ,,Við settum á laggirnar óformlega sam- starfsnefnd fljótlega eftir að nýr kjara- samningur lá fyrir, við vildum vera búin að leggja línurnar þegar fjármunir til frek- ari framkvæmdar samningsins lægju fyrir. Það er mikil vinna framundan og við ætl- um að gefa okkur tíma í hana enda mikil- vægt að þetta sé gert í sátt og samlyndi. Hér á Akur- eyri höfum við verið með ákveðið fyrirkomulag í gangi, eins og kennslu- stjóra sem gegna meðal annars ýmsum þeim störf- um sem verkefnisstjórum er ætlað að sinna samkvæmt nýjum kjarasamningi. Þá höfum við verið að ráða í slíkar stöður, sumar voru til áður en hétu bara öðrum nöfnum og aðrar eru nýjar. Kjarasamning- ur gaf vissa grunnhækkun sem flestir voru ánægðir með og menn eru orðnir svolítið pirraðir á að ekki sé búið að persónuraða. Við höfum engu að síður endurraðað stjórnendum og nokkrum kennurum sem var sannanlega grunnraðað of lágt. Allt kemur þetta til með að velta á peningun- um en þeir eru ekki ennþá í hendi. Við höfum fengið þau svör að svigrúm sé ekki meira en svo að unnt verði að hækka þriðja hvern kennara um þrjú prósent en höfum ekki í hyggju að fara út í slíkt að svo stöddu. Við ætlum frekar að bíða og sjá hvað setur.“ Steinunn Þorsteinsdóttir Stofnanaframkvæmd ,,Framhaldsskólanum er sparkað út í atvinnulífið með þessum samningi, hann getur ekki leyft sér að bjóða lélegri laun en aðrir og velgengnin fer eftir því hvort honum tekst að sann- færa yfirvöld um að meira fé þurfi til rekstursins. Annars fer allt í aftur í sama farið.“ Á þessa leið hljóðuðu orð Elnu Katrínar Jónsdóttur for- manns Félags framhaldsskólakennara í viðtali í fjórða tölublaði Skólavörð- unnar þar sem hún tjáði sig meðal annars um nýgerðan kjarasamning framhaldsskólakennara við ríkið. En hvernig skyldi framhaldsskólanum ganga að að hrinda nýja kjarasamn- ingnum í framkvæmd? Skólavarðan tók hús á nokkrum skólameisturum og komst að raun um að skólar eru mislangt á veg komnir. „Menn verða að vanda sig til að allt fari ekki í bál og brand“ - Hvernig gengur með framkvæmd kjarasamningsins? 19 Samstarfsnefnd Menntaskólans við Sund hefur undirritað sam- komulag um kjör og skipan nýrra starfa skólaárið 2001 - 2002. Í aðdraganda að samkomulaginu fundaði samstarfsnefnd fimm sinnum. Á fyrsta fundi var meðal annars rætt um skipulag funda, hlutverk nefndarinnar og um hvernig fundargerð skyldi rituð auk vals á fundarritara. Helstu hlutverk nefndar eru annars vegar launaröðun viðbótarstarfa og hins vegar mat á vinnu og menntun kennara til launaflokkshækkunar. Á næstu fundum var meðal ann- ars rætt um hvaða fjármagn væri til umráða og um tillögur um nýja faglega stjórnendur og verkefnisstjóra. Á fimmta fundi var tillögum breytt í samning og hann undirritaður. Samkomulagið skiptist í fimm aðalgreinar sem hér segir: 1. Sviðsstjórar 2. Verkefnastjórnun 3. Þróunarstarf 4. Mat á kennslu og kennslutengdum störfum 5. Annað Sviðsstjóragreinin er langveigamest og tekur til sviðsskiptingar, starfssviðs og kjara sviðsstjóra. Með samkomulaginu eru fylgiskjöl um mat á kostnaði vegna nýrra starfa sem það nær til og um aðrar verkefnaráðningar skólaárið 2001 - 2002. Samkomulag samstarfsnefndar MS

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.