Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Síða 26

Skólavarðan - 01.09.2001, Síða 26
Orlofsmál Félagar, athugið breytingar á pöntun og greiðslu fyrir orlofs- hús. Hægt er að hringja/senda tölvupöntun hvenær sem er, ekki einungis fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Þetta er til að koma í veg fyrir mikið álag þessa tilteknu daga, auk þess sem orlofsvikur kláruðust gjarnan á einum klukkutíma eða svo. Nú má semsagt panta hvenær sem er og allt að fjóra mánuði fram í tímann, en at- hugið að greiða þarf fyrir húsið um leið og pantað er. Vetrarleiga Í vetur verða eftirtaldir staðir í boði fyrir félaga Kennarasam- bandsins: • Sóleyjargata 33, 4 íbúðir og 5 herbergi • Ásabyggð við Flúðir, 13 fullbúin orlofshús með heitum potti • Kjarnaskógur við Akureyri, nýtt orlofshús • Eystra Miðfell í Hvalfirði Hægt er að panta húsin og íbúðirnar með allt að fjögurra mánaða fyrirvara en staðgreiða þarf við bókun Uppstillingarnefnd aug- lýsir eftir frambjóðendum Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands hefur auglýst eftir frambjóðendum til formanns og varaformanns sam- bandsins, en kosið verður til þessara embætta í skriflegri alls- herjaratkvæðagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir þing Kennarasambandsins sem fram fer dagana 8. - 9. mars 2002. Einnig hefur uppstillingarnefnd auglýst eftir tilnefningum til eftirtalinna trúnaðarstarfa sem kosið verður til á sjálfu þinginu: Kjörstjórn, stjórn Endurmenntunarsjóðs, stjórn Orlofssjóðs, stjórn Sjúkrasjóðs, stjórn Vinnudeilusjóðs, uppstillingarnefnd og skoðunarmenn reikninga. Auglýsing uppstillingarnefndar: Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands auglýsir eftir frambjóðendum til eftirtalinna trúnaðarstarfa: 1. Formanns og varaformanns. Í þau embætti verður kosið í almennri atkvæðagreiðslu sem skal fara fram eigi síðar en fjór- um vikum fyrir þing. 2. Starfa sem kosið verður í á þinginu 8-9. mars 2002: Kjör- stjórn, stjórn Endurmenntunarsjóðs, stjórn Orlofssjóðs, stjórn Sjúkrasjóðs, stjórn Vinnudeilusjóðs, uppstillingarnefnd og skoðunarmenn reikninga. Tilnefningum um formann og varaformann Kennarasam- bandsins skal skila fyrir 8. október 2001 og tilnefningum í aðrar trúnaðarstöður fyrir 8. nóvember 2001. Aðsetur uppstillingarnefndar er í Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Þangað má einnig senda tilnefningar í tölvu- pósti á eftirfarandi netfang: ki@ki.is Uppstillingarnefnd biður trúnaðarmenn að kynna þetta mál- efni á kennarafundum og hvetur félagsmenn til að vinna heils- hugar að tilnefningum til trúnaðarstarfa úr sem breiðustum hópi. Nefndin Auglýsingu uppstillingarnefndar er einnig að finna á tilkynn- ingasíðu heimasíðu KÍ, http://www.ki.is/tilkynningar.htm. Frá uppstillingarnefnd SÍ Uppstillingarnefnd Skólastjórafélags Íslands auglýsir eftir frambjóðendum til eftirfarandi trúnaðarstarfa: Formaður SÍ, fjórir til setu í aðalstjórn, þrír til vara, tveir skoðunarmenn, tveir til vara. Kosið verður í þessi embætti á aðalfundi SÍ sem haldinn verður laugardaginn 3. nóvember 2001. Tilnefningar verða að berast til uppstillingarnefndar Skóla- stjórafélags Íslands Kennarahúsinu við Laufásveg eigi síðar en mánuði fyrir að- alfund. Fyrir hönd Uppstillingarnefndar Gunnar Svanlaugsson formaður Sókrates Styrkir til evrópskra samstarfsverkefna SÓKRATES/Comenius styrkir skóla á leik-, grunn- og fram- haldsskólastigi til ýmiss konar evrópskra samstarfsverkefna sem skiptast í þrjá flokka: 1. Samstarfsverkefni skóla sem byggjast á þátttöku nem- enda. Þau geta verið af ýmsum toga og fara að miklu leyti eftir hugmyndaflugi kennara og nemenda. Verkefni geta varað í allt að þrjú ár og verið a.m.k. þriggja landa samstarf. Heimsóknir kennara milli landa sem taka þátt eru styrktar auk þess sem skólinn fær 1500-2000 evrur fyrir stjórn verkefnis. 2. Gagnkvæmar nemendaheimsóknir. Byggjast á tungu- málaverkefnum nemenda, fjórtán ára og eldri, og miðað er við a.m.k. tíu nemenda hóp. Heimsóknir standa yfir í tvær vikur og unnið er að verkefni áður, á meðan og eftir að heimsókn lýkur. 3. Skólaþróunarverkefni sem miða að þróunarstarfi í skólum, kennarar og skólastjórnendur frá a.m.k. þrem löndum vinna saman. Sókrates/Comenius styrkir einnig endurmenntun kenn- ara. Hægt er að skoða námskeiðin sem eru í boði á heimasíðu skrifstofunnar/handbók Comeniusar. Þá geta skólar fengið að- stoðarkennara frá e-u ESB landi í 3-8 mánuði til að kenna tungumál. Landsskrifstofa Sókratesar www.ask.hi.is aðstoðar við leit að samstarfsaðilum. Sókrates/Grundtvig styrkir samstarf stofnana er sinna full- orðinsfræðslu til að koma á námskeiðum eða þróa námsgögn. Kennarar í fullorðinsfræðslu geta einnig sótt um endurmennt- unarstyrki í e-u ESB landi. Sókrates/Lingua snýr að eflingu tungumálakennslu. Um er að ræða þriggja landa samstarf. Umsóknarferill er tvískiptur, tillaga send inn fyrir 1. nóvember og ef hún fær jákvæðar und- irtektir er lokaumsókn send inn fyrir 1. mars. Menntastofnanir, útgáfur og fleiri aðilar geta tekið þátt í Lingua-verkefnum. Landsskrifstofa Sókratesar veitir aðstoð við gerð umsókna og leit að samstarfsaðilum. Sókrates/Minerva styrkir verkefni í opnu námi og fjarnámi. Um er að ræða a.m.k. þriggja landa samstarf og þarf tillaga að verkefni að berast fyrir 1. nóvember nk. Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29 Skilaboð frá skrifstofu

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.