Ský - 01.11.1992, Blaðsíða 35
sigurlaugur elíasson
BRÉF ÚR STEINBYGGÐ
Hérna er hann þá þessi blessaöi garður, steinarnir svona
stórir vegna steinsmiðjunnar eina vinnustaöarins í þorpinu,
nóg er af grjótinu og nógur tíminn lengi vel, nægt landrýmið.
Þetta 30 — 40 fermetrar flestir og hægt að skrá sæmilega
ítarlega ævisögu en oftast eru þama bara örfá miskunnugleg
orð auk nafns og ártala, það vantar ævisagnaritara í plássið,
tilfinnanlega finnst sumum og gnægö er af grjótinu, næg
víðáttan og nógir skoðendurnir á sumrin. Steinarnir allir
flatir mest með kannski 10 gráðu halla og sumsstaðar eru
stafirnir höggnir svo feimnislega smáir að maður verður að
skríða inn undir miðjuna eða nota kíki til að geta lesið, eins
og hérna: .
Gubmundur Steinsson
bóndi
f. 1909 d. 1986
Logib þib sinueldar
Ásókn aðkomenda mun brátt breyta þessu, ekki einungis að
garðurinn breiði sig yfir eyöijarðimar í kring (hann er þegar
farinn að slaga upp í flatarmál þorpsins) heldur fara
áletranimar nú stækkandi og líklega gera þeir samning við
Rithöfundasambandiö bráðlega. En hér er ég allavega kom-
inn með fyrstu handritin, hef tekið mér hvíld frá prófarka-
lestrinum rölti milli steina í náttleysunni fyrstur ferðalanga.
— Það er unnið á vöktum í steinsmiðjunni núoröið.