Ský - 01.11.1992, Side 36

Ský - 01.11.1992, Side 36
sigurlaugur elíasson SMÁMUNASAFN Ég á mér uppáhaldssafn og vit ja þess helst einu sinni á sumri í litla þorpinu fyrir austan. Þetta er eina safniö sem þeir hafa komiö upp þar og þaö er nóg fyrir þá. Sá sem vill skoöa þaö fær lykilinn heima hjá safnveröinum, hann býr í litlu húsi fyrir miöjum boga fjörunnar og stendur hvort eö er sína einkavakt viö hliöiö, fylgist meö bryggjunni og trillunum. Hann var sjómaöur áöur en varö aö hætta vegna þoku- hræöslu. En hjá honum fæst lykillinn og svo getur maður lagt einn af staö (meö stækkunargler í vasanum) stíginn gegnum puntræktina inn gömlu túnin, því hér er mönnum treyst. Og þarna 150 metmm innan við byggðina stendur safniö á dálitlum ávala í túninu. Það er úr timbri, standklætt, ljósbláir veggir og hurö en bárujárnsþakiö fjólugrátt. Hlið- arnar mynda trapisu ogþví sjástþrjárþeirra af dyrahellunni. Ef til vill fer fleirum en mér svo aö þeir byrji á aö skrefmæla húsið: frá dyrastaf að horni er gott hálft skref, þaðan að næsta horni eitt, á langhliðinni bakatil, sem er þrjú skref, er smá gluggi í mittishæð, nú nú en hugurinn er viö skrefin, aftur eitt milli horna og hálft aö dyrahellunni, dyrnar eitt, hringurinn allur er sem sé sj ö skref — hæöin rétt mannhæö. Svo sem ekki stórhýsi enda smámunasafn. Og þegar inn er komið eru sýningarhillurnar allar á langveggnum frá gólfi til lofts en glugginn fyrir miöju þili: puntteppiö úti fyrir. Og þá er að draga upp stækkunarglerið.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.