Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 8

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 8
8 KAUPHÖLLIN nýjum verzlunarskuldum vegna áhættu þeirrar, sem fylgir óstöðugu gengi. Verðlagið hefir einnig nærri staðið í stað í Danmörku, þótt gjaldeyrisein- ingin (krónan) hafi fallið þar um þriðjung, eða 33%, þangað til í sept. Vísitala heildverzlunarinnar var 113 í júní sumar en 109 í sept. í fyrra. Þessi bætta aðstaða (bættur verzlunjarjöfn,- uður og minnkun skuldanna) hefði ekki - nægt til að gefa gjaldeyrisviðskiptin að mestu frjáls. Dönum heíir tekist að fá lán hjá. svissneskum, sænskum og enskum bönkum og aukið á þann hátt erlendan gjaldeyrisforða þjóðbankans um 60 millj. d. kr. Er það talandi tákn þess, að heldur sé að glæðast aftur traustið í millilandaviðskiptunum á markaði fjárins. ViSskiptahöftin hjá oss frá síðastl. hausti. Vér fetuðum í fótspor nágranna- þjóðanna í viðskiptamálunum á síð- astl. hausti. En nú erum vér farnir að heltast tilfinnanlega úr lestinni. Hjá oss hefir ekkert að ráði verið linað á viðskiptahöftunum ennþá. Innflutnmgshömlurnar og þýðing þeirra. Reglugjörðin frá 23. okt. 1931 um innflutningsbann á ýmsum varningi, ber'með sér, að mjög hefir verið kast- að höndunum að flokkun varanna, enda er víst hér um að ræða 10 ára gamla reglugjörð, sem tekin hefir verið upp lítið eða ekkert breytt, þrátt fyrir mjög breytt' viðhorf á flestum sviðum. Af þeim ástæðum hlutu ráð- 'stafanir þessar að valda meiri óá- nægju hjá öllum aðiljum, bæði neyt- endunum og kaupmannastéttinni, en þær samkvæmt eðli sínu hefðu þurft að gera. Því hefir verið haldið fram af ýms- um, að verzlunarhömlurnar hafi verið óþarfar. Þær hafi jafnvel verið meira til ógagns en gagns. Meðal annars gert oss tortryggilega og illa séða í við- skiptunum út á við. Er það ekki ólík- legt, að svo miklu leyti sem efni standa til. Ef gert er ráð-fyrir, að þurft hafi að gera sérstakar ráðstafanir til að takmarka innflutning, ætti við að ræða, hvaðá leiðir hefði átt að fara til þess. En vér erum þeirrar skoðunar, að verzlunarhöftin hafi raun verið óþörf og eigi að minnsta kosti lítinn eða eng- an tilverurétt í þeirri mynd, sem þau nú eru. Það er tiltölulega lítlll hluti af innflutningnum, sem algjört innflutn- ingsbann hvílir á, eða samkvæmt út- reikningum hagstofunnar 6% í við- skiptunum við England. 25% af inn- flutningnum frá Englandi eru háð sérstöku innflutningsleyfi, 69% við- skiptanna eru aftur á móti alveg frjáls. Fyrir Norðmenn eru hlutföllin enn hagstæðari, eða ca. 80% viðskipt- anna frjáls.' Viðskiptajöfnuðurinn út á við. Ef við- skiftajöfníuðurinn út á við er ekki í lagi, kemur það til af því, að greiðslu- jöfnuðurinn hjá einstaklingsbúum þjóð- arinnar eða hjá hinu opinbera er ábóta- vant; einhversstaðar eytt um efni fram. Á tímum óstöðugs verðlags er eðlilega sérstök hætta á að viðskiftajöfnuður- inn raskast. Á undanförnum árum hef- ir verkfallið á útfluttum afurðum vor- um verið meira og stórstígara en á inn- fluttum vörum. Það var því eðlilegt að verzlunarjöfnuður vor yrði óhagstæð- ur, einkum fyrst eftir áð verðhreyfing- in byrjaði, en færi svo smám saman að rétta við. Sýna líka verzlunartölurnar ljóslega þessar þróunarlínúr. Verzlun- FREYJU- KAFFIBÆTIRINN fæst í öllum beztu búðunum. Sambanfl ísl. samviniiufélaga. Höfum fyrirliggjandi: Valið hangikjöt til jólanna. Smjör og osta frá Mjólkursamlagi Eyfirðinga, Akureyri. Metið og vaiið dilkaspaðkjöt i stórum og smáum tunnum, og fleiri innlendar afurðir. Samband ísl. samvinnufélaga. Sími 1080. Café ,,VífiH", Austurstræti 10. Sími 3275. • Heitur og kaldur matur allan daginn. Cabarets með heitum rétt 4 kr. Miðdegisverður 2 réttir með kafíi 2.0J. Okkar smurða brauð er viðurkent það bezta fáanlega í borginni, en þó ódýrast. Sendum um allan bæinn. Tökum að okkur samsæti og veizlur fyrir mjög rýmilegt verð. Nýjustu útlend blöð liggja jafnan frammi. Útlendum og innlendum fréttum og hljómleikum útvarpað á venjulegum tíma. Fyrsta flokks eldhús. Fljót og kurteis afgreiðsla. Fyrsta flokks vörur. Sími 3275. Hér sjáið þér mynd af verksmiðjunni, sem hinar góðkunnu Knorr-vörur ertt gjörðar í. — Húsmæður munið: T&tevi Súpur, Teningar, Sósur, Aðalbirgðir: STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Jólaljós og músík. Leðurvörur. Dagarnir líða og bráðum hefjast jóla- annirnar. Jólin og músik eiga saman. Ekkert heimili án tóna. Enginn getur verið án grammó- fóns, — ekki einu sinni þau heimili, sem hafa radíó, — því þér getið ekki leikið eins oft og þér viljið þau lög, sem yður eru kær, en það getið 'þér á fóninn. • Grammófóna — allra beztu tegund- ir — seljum við til jóla fyrir óvenju lágt verð. Öll jólamúsik, — jólasálmar, kór- verk, orkester, einsöngslög og hljóð- færasláttur — hefir nú verið tekin á plötur, — sungin og spiluð af helztu listamönnum heimsins. Gefið heimilinu grammófón, yður sjálfum og vinum yðar fagra plötu. Engin gjðf getur verið kærkomnari. Það margborgar sig að koma til okk- ar frekar í dag en á morgun. Piötuverð frá 1§5. Stærst úrval. — Mestur afsláttur. Þægilegust afgreiðsla. Nokkrir Zitarar, Mandolin, Banjó. Fiðlur og Gitarar. ¦ FALLEGT NÝTÍZKU ¦ KVENVESKI ER KÆRKOMNASTA GJÖFIN handa vinkonu, móður, unn- ustu, frænku og systur. Ú R V A L nýkomið frá PARÍS, BERLÍN, WJJEN og LONDON. Nýtízku skinntegundir — Gorilla — Chágrin nopré og ,JWarconípressuð" — Slongu — Venezia — Leopard — o. íl. Samkvæmistöskur, fjöldi tegunda, frá kr. 5.00. Gigarettuveski. Skjalatoskr Seðlaveski, Ferðatðskur, Buddur, Sþilapeningar i kossum og stakir. Verð frá 3 aurum stýkkið. HLJOÐFÆRAHUSIÐ SÍMI 3656 ogATLABÚÐ Laugaveg 38. SÍMI 3015.

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.