Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 3

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 3
KAUPHÖLLIN KAUP HOLLIN Kauphöllin er send yður gefins. — Kynnið yður hvað hún hefir að flytja. — Fyrir utan auglýsingar, sem eiga að benda yður á, hvar er hagkvæmast að gera kaup fyrir jólin og endranær og hvernig innkaupum til heirnilisins er best borgið, flytur blaðið greinar eft- ir hr. magister Sigurð Skúlason og dr. Björn Björnsson. Báðar hafa þessar. greinar efni að flytja, sem við kemur öllum almenningi. Grein Sigurðar mag- isters er um viðhorf yðar og auglýsing- anna, og grein dr. Björns fjallar um viðskiftahöft og fleira. Hefir um þessi málefni lítið verið ritað á íslenzku. Mál- efni það, sem greinin hefir að flytja er umhugsunarefni fyrir allan almenning. Tvær sögur eru' einnig í blaðinu; eru þær úr erlendu stórborgarlífi, en hafa góðan jólaboðskap að færa. GEYMIÐ BLAÐIÐ. Þér hafið sjálfsagt tekið eftir því, að á fyrstu síðu', í hægra horni efst, er númer. — ÖU blöðin eru með hlaup- andi númerum, og verður dregið um þau á Gamlársdag. — Það númer er kemur upp, fær kr. 100.00 í verð- laun. Eigandi þess blaðs er hefir það númer fær peningana gegn því, að hann sýni blaðið óskemmt fyrir miðj- an jan. 1933. Útgef. og ábyrgðarm.: S. K. og G. Ó. ísafoldarprentsmiðja h.f. Augiysingarnar og fólkið. Eftir Sigurö skúlason. Vér lifum á öld, þegar allt á að selj- ast. Vélamenningin, sem fyllt hefir heiminn af alls konar vörubirgðum og gerbreytt öllum samgöngum, hefir gersamlega vísað á bug gamla nurl- arahættinum, sem kom kaupmönn- um áður fyr til þess að lúra á vörum sínum eins og ormar á gulli. í stað þess að láta kaupendurna leita að því, sem þá vanhagar um, keppast kaup- sýslijmenn nú við að raða vörum sín- um sem smekklegast í rúmgóða búð- arglugga, sem blasa við fólki, er það gengur fram hjá verzlununum. Gömlu, óvistlegu búðargluggarnir hafa á til- tölulega skömmum tíma orðið að þoka fyrir veglegum gluggum á almanna- færi. Jafnvel hér norður á Islandi eru vörusýningar sumra kaupsýslumanna fyrir jólin orðnar að list, og fólkið skemmtir sér prýðilega við að horfa á margvíslegar vörusýningar, sem setja þá svip sinn á Reykjavík og skapa hér umferð og líf. Á þessari miklu samkeppnisöld er auglýsingin stórveldi. Hún er sá boð- skapur, sem kaupsýslumenn flytja viðskiptavinum sínum. Og auglýsing- in er miklu meira. Hún er ein af meg- inþáttum blaðamennsku nútímans og um leið hyrningarsteinn blaðanna. Hún vitnar um gróandann í atvinnu- lífinu, hvort sem hún er ýkt eða sönn. En ef hún ratar hinn gullna meðal- veg og hæfir markið eins og vera ber, mun fólkið brátt læra að meta hana. Þá hefir hún leyst hlutverk sitt af hendi: orðið fólkinu til gagns o'g kaupsýslumönnunum til sóma. Það er ekki til neins að ætla sér að afneita almætti auglýsinganna, hvort sem þær birtast oss í vörusýningum, ljósaskiltum stórborganna eða í dag- blöðunum. Allur heimurinn er ein alls- herjarauglýsing, og hver einasti kaup- sýslumaður veit, að góðar vörur selja sig ekki sjálfkrafa. Auglýsingin verð- ur að ryðja þeim braut til fólksins. Þeir menn hér á landi, sem hafa ímugust á auglýsingum, ættu að hugt;. til íslenzku vikunnar í fyrra vetur, þeg- ar sjálfbjargar- og sjálfstæðisviðleitni íslenzkra iðnaðar- og kaupsýslumanna tók einhuga auglýsinguna í þágu sína. Iðnsýningin mikkíhér í Reykjavík síð- astliðið vor, sem megnaði að vekja möfg hundruð manna til skilnings á iðju- manndómi, þjóðar vorrar, er ein hin stórfelldasta auglýsing, sem hér hefir sézt. Hún var sönn, og því tókst henni að inna merkilegt hlutverk af hendi. , íslenzk auglýsingastarfsemi er að vísu enn á byrjunarskeiði, og á því fyr- ir sér að breytast. En ef íslenzkir kaup- sýslumenn bera gæfu til að tileinka sér hið bezta úr auglýsingatækni nútím- ans og gera sér það að metnaðarmáli, að láta auglýsingar sínar votta kaupend- um smekkvísi, drenglyndi og vinarhug, mun hin íslenzka auglýsingastarfsemi ná tilgangi sínum: Hún mun færa selj- endur og kaupendur nær hvora öðrum, greiða góðum vörum götu til sem flestra notenda og ef bezt má verða — stuðla að eðlilegri verðlækkun. Hssnððlrln, sem ávalt er bezti dómarinn um verð ogvörugæði kaupir „Pvramld" Borðsalt í heildsölu: Magnús Th. S. Blöndahl h.f., Reykjavik. . <§£ <& <§> <§> <& í S V A N A smjörliki er strokkað og blandað ca. 13 °/0 af nýjum og góðum rjóma, sem samsvarar ca. 5 °/0 af smjöri. Ástæðurnar til þess að vér strokkum rjómann með smjörlikinu eru þessar: 1. Ef smjörið er strokkað í, verður smjörlikið allt jafnara en ef smjör og smjör- líki er elt saman, eftir að strokkun hefir farið fram. 2. Smjör og smjðrliki er þá hvort tveggja alveg nýtt og heldur sér þvi betur en ef eldra smjöri er blandað i. 3. Það er minni hætta á því, að nokkur óhreinindi, bakteríur og annað, geti komist i smjörlikið, ef rjóminn er strokkaður í, en ef smjör er hnoðad sam- an við. 4. Smjörlikið verður bragðbetra. Gallinn við að strokka og blanda rjóma i smjorlikið er aðeins þessi: Það verður mun dýrara að strokka rjóma í smjörlíkið, en að hnoða smjör- , ið í það. HÚSMÆÐUR, sem notið Svana smjörliki! Athugið, að bera það saman við annað smjörlíki og munið siðan að taka það fram við kaupmanninn, hvaða tegund yður líkar best, og sjá svo um, að þér fáið það afgreitt. "" Svana-smjörlíki í jólabaksíurinn, Það gefur bestar kökur. Smjörlíkisgerðin Sucmur* Sími 1414 (3 lfnnr). Linöargötu 14.

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.