Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 15

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 15
KAUPHÖLLIN 15 lengur. Að fara að lýsa hinum bág- bornu högum sínum f yrir þessum kalda auðkýfingi eftir slíka móttöku, mundi .hafa verið ölmusubæn og honum hreis hugur við því. Hann hefði eigi getað komið up.p einu orði, þótt hann hefði átt að verða . hungurmorða með konu sinni og börn- um. Hann hneigði sig kurteislega fyr- ir bankastjóranum og gekk út úr Jhinu skrautbúna herbergi. Það er hægra að ímynda sér ör- vænting konu hans, heldur en að lýsa henni, þegar hann kom heim og sagði henni frá vonbrigðum sínum. — Hún kvartaði sárt um hin grimmu forlög, sem gjörðu leik að hjörtum hinna fá- tæku og ógæfusömu, með því að láta fjármuni berast upp í hendur þeirra, aðeins til að reyna dyggð þeirra, og f leýgja þeim síðan í sama þræla slitið, sem eftir það verður ennþá óþolan- legra. En hr. Barret var einmitt maður, 'sem kunni fyllilega að meta slíka ráð- vendni. Hann sá þegar í stað, áð hann hafði fyrir sér fátækan mann, er hefði getað haldið peningunum, án þess að eiga á hættu að það kæmist nokkru sinni upp. Slíkt dæmi dyggðar og ráð- vendni vildi hann eigi láta ólaunað. Hann bauð þegar í stað einum af skrif- urum sínum að veita Kostlín eftirför, og komast að, hvar hann ætti heima. Síðari hluta dags fór hinn mikli auð- maður sjálfur heim til Kostlíns,, sem eigi varð all-lítið hissa á því. Hin mikla fátækt, sem þar var að sjá á öllu inn- an veggja, hreif auðmanninn til enn meiri virðingar fyrir þeim, er þar áttu heima. Hann hlýddi með þolinmæði á sögu Gerhards, hVernig efnin hefðu smám saman gengið af honum, og leit brosandi á hin mörgu meðmælabréf, sem María kom með í flýti. „Það er mjög heppilegt, hr. Kost- lín, að þér eruð dugandi verzlunar- maður. Vitnisburðir yðar bera vott um það, en sjálfir hafið þér komið með þau 'meðmæli, sem eg met mest. Mig hefir um tíma vantað skrifstofustjóra, og mér hefir gengið illa að finna mann, sem eg gæti trúað fyrir því starfi. Þessa stöðu vil eg nú bjóðayð- ur, og ef þér viljið taka hana að yð- ur, þá megið þér skoða yður sem ráð- inn hjá mér með 8 þúsund dollara árslaunum". Gerhard ætlaði naumast að geta tr-úað því, sem hann heyrði; hið eina svar, sem hann gat gefið, var straum- ur heitra tára. Hann rétti bankastjóranuni hönd sína til þakklætis. Bankastjórinn tók hjartanlega í hönd hans, og reis upp 'til að fara. „Þér getið-fengið fyrir- fram þá upphæð, sem yður er nauð- synleg í bráðina, til þess að rétta við hag yðar, og undirbúa heimili yðar gleðileg jól". Það var þægilegt að heyra banká- stjórann segja að skilnaði: „Svo von--.: um vér að sjá yður bráðlega við skrif- borð yðar, hr. Kostlín". Þegar Gerhard hafði fylgt honum til dyra, og koni aftur inn í herbergi sitt, þá varpaði kona hans sér í fang honum og sagði grátglöð: „Þú sagð- ir satt, Gerhard. Ráðvendnin er bezta eignin, og náðugur guð stjórnar hög- um okkar, þótt okkur stundum þyki lífið dimmt og dapurlegt. Eg skal aldrei oftar efast um náð guðs". Verslunin Björn Kristjánsson Jónv Björnsson & Co,, Reykjayík. Til jólanna: Vef naðar vöru^r. Rítfangadeíld V. B. K. CONKLINS lindarpennar, er hafa 20 ára reynslu hjer á landi. Brjefsefnakassar. Teikniáhöld. Kort. Dreglar, pappírs. Munndúkar, pappírs. Skáktöfl. Skákbrétti. Dominos. Ludo. Ljósmyndabækur. öS BOOtPOLíSH V \\\Vl| CHERRY BLOSSOM BOOT POLISH ln various sizes — wilii easy opening aH'achmenK Er óviðjafnanlegur að gæðum. m Höfum ávalt nægar birgðir af kolum, bæði enskum ög pólskum, ásamt koksi. Vanti yður kol þá hringið í síma 19 3 3 og við munum senda þáu heim um hæi. MawztaQ SiMðar Ölaíssonar. Simi 1933. Simi 1933. Ef þér viljið fá fyrsta flokks jólasælgæti, þá biðjið kaupmann yðar um „VÍKINGS" vörar. SÆLGÆTISGERÐIN „VÍKINGUR". Suðúrgötu 3. Sími 4928.

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.