Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 6

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 6
KAUPHÖLLIN um þennan böggul, herra banka- stjóri". Þegar Kostlín hafði lókið erindi sínu, bjóst hann til burfcferðar, en bankastjórinn stöðvaði hann og spurði: „Hver sendi yður?" „Það veit eg ekki", svaraði Kost-' lín. — „Þér vitið ekki hver sendi yður", sagði bankastjórinn forviða og virti sendimanninn nákvæmlega fyrir sér. „Hvernig á eg að skilja þetta?" „Ókunnugur heldri maður ávarpaði mig þar sem eg stóð fyrir utan sýnis- glugga yðar og horfði á peningakörf- urnar; og hann bað mig að færa yð- ur sjálfum þennan böggul; meira veit eg ekki". Bankastjórinn leit grunsamlega á föt Kostlíns, skoðaði böggulinn svo í krók og kring, og fékk hann síðan skyndilega aftur í hendur Kostlíns, rétt eins og hann væri hræddur um, að hann væri fullur af sprengiefni. — „Það má vel vera, að þér segið satt, eg þekki yður ekki", sagði hann stutt- lega, „en eg hefi gert mér þáð að reglu, að taka aldrei við nafnlausum sendingum, og eg verð því að biðja yð- ur að taka þennan böggul aftur". Bankastjórinn tók síðan aftur til starf a og skipti sér ekki meira af Kost- lín, og var því eigi annaðfyrir hann að gjöra, en að fara. Þegar Kostlín var kominn út á strætið, litaðist hann um eftir ókunna manninum, en gat hvergi komið auga á hann. Hann var því neyddur til að fara með böggulinn heim með sér. — Hann átti langa leið heim til sín, og var alltaf að velta fyrir sér, hvað hann ætti að gera við böggulinn, en gat ekki komist að neinni niðurstöðu; ásetti hann sér því að ráðgast um þetta við konu sína, sem oft hafði gef- ið honum holl ráð. Það var orðið áliðið, þegar hann kom heim. Hann bjó uppi undir þaki með f jölskyldu sinni. Þegar hann kom upp á þriðja loft, læddist hann ósjálfrátt á tánum, því að þar lá ung kona þungt haldin af taugaveiki, og hann fór eins hægt og honum var unnt upp hinn brakandi stiga til herbergja sinna, til þess að gjöra ekki hávaða. Þegar hann kom inn í hin f átæklegu híbýli sín, sat kona hans á stóli, föl og hnuggin, og var að keppast við að gjöra við fötin barnanna, sem voru nálega út slitin. Kostlín gekk að stólnum og vafði hana örmum ástúðlega. Öll áhyggja og and- streymi gátu þó ekki afmáð fríðleik- ann af andliti hennar. Auk hinna allra nauðsynlegustu húsgagna voru 2 rúm í herberginu; í öðru þeirra lágu þrír undur fríðir drengir, á aldrinum frá fimm til níu ára, og sváfu vært. Hann gekk síðan að ofninum, sem var spar- laut ofan að þeim stundarkorn, og lega kyntur, til þess að verma sig. „Hefirðu heyrt, hvernig konunm líður niðri?" spurði hann. „Læknirinn efast um, að hún muni lifa af nóttina", svaraði María, „móð- ir hennar er þegar kömin". „Sorglegt, mjög sorglegt", sagði Kostlín með hluttekningu. Hann tók nú veðseðilinn upp úr vasa sínum og lagði hann og dollara fimm á borðið fyrir framan konu sína. „Ekki nema fimm dollarar!" hróp- aði María forviða. „Það eyðileggur allar ráðagjörðir mínar. Við erum orð- in allslaus, okkur vantar kartöflur, mjöl og salt, og seinustu kolin eru í ofninum". „Guði sé lof fyrir að eg byrgði nið- Framh. á bls. 9. «» ^ ^ «? ,Gold Medal" á hverju heimili. Húsmæður! Notið eingöngu GOLDMEDÁLFtOUR í jólakökurnar og altaf þegar þér þurfið hveitis með. Fæst í öllum verzlunum í B kílóa pokum. «? Vlnsældir Bláa borðans' atckast með degí hverjíím. I jólabaksttírinn cr ekkert smjörlíkí sem jafnast á víð „Bláa borðann".

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.