Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 7

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 7
KAUPHÖLLIN Viðskiptahöft. Eftir Dr. Björn Björnsson. Yfirlit yfir viðskiptaráðstafanir á íslandi. Fyrsti vísirinn til sjálfstæðra viS- skiptaráðstafana. 'Með lögum frá 8. marz 1920 fékk ríkisstjórn vor heim- ild til að takmarka eða banna innflutn- •ing' á allskonar óþörfum varningi, þeg- ar henni þætti við þurfa, og skyldi hún sjálf skera úr því, hvað ætti að teljast til hans. Þetta var fyrsta ráðstöf unin af þessu teegi, senl gerð hefir verið hér hjá oss og hefir hún verið. í gildi síðan. Óhag- stæður verzlunarjöfnuður árið 1923 var bess valdandi, að stjórnin greip til nefndrar heimildar um nokkurt skeið. Lagaheimild þessi markar að því leyti nýtt sp*or í verzlunarsögu íslands, að með henni er svo að segja lagður fyrsti vísirinn að sjálfstæðri verzlunarpólitík hjá oss. Tollalöggjöfin hafði til þessa miðað að því eingöngu að afla hinu op- inbera tekna. Hafði hún því enga við- skiptalega þýðingu, og svo er raunar að miklu leyti enn.' ¦Tollamálin. Skömmu eftir 1870 kom danska stjórnin á tolli af ýmsum mun- aðarvörum. Voru það einu álögurnar af hendi hins opinbera, sem hvíldu á inn- flutningnum til 1912. Hafði ráðabreytni þessi, á sínum; tima, Valdið allmikilli óánægju. Um leið og aðflutningsbanni á "áfengi var komið á 1912 var jafn- framt innleiddur vægur þungatollur af flestum innfluttum vörum, til að vinna upp tekjumissir þann, sem landssjóður varð fyrir af völdum bannsins. Árið 1924 var að síðustu komið á bráða- birgða-verðtolli af nokkrum vöruteg- undum. Báðir þessir tollar hafa ver- ið í gildi síðan, en tekið smátt og smátt nokkrum breytingum. Tollamir og framleiðslam. Fram á síðastliðinn áratug var framleiðsla vor mjög einhliða og sára-lítið framleitt í landinu sjálfu af þeim vörutegundum, sem fluttar voru inn. Á þessu hefir orð- ið nokkur breyting á síðustu árum. — Framleiðslulífið leitar inn á nýjar brautir og verður um leið fjölþættara. En þó eigum vér enn langt í land með að geta notfært oss þa framleiðslu- og. markaðsmöguleika fyrir innlenda fram- leiðslu, sem eru fyrir hendi í landinu sjálfu. Tollalöggjöfin hefir hingað til tekið lít^ð tillit til þessarar .þróunar. Hún brýtur því nú í bág við hagsmuni ýmsra innlendra framleiðslugreina. Einnig er skortur á innra samræmi í henni. Á þessu þarf að ráða bót sem fyrst.. Þótt vér séum ekki áhangendur inni- lokunar- eða verndartollastefnunnar í viðskiptamálum, þá erum vér þó þeirr- ar skoðunar, að á því stigi framieiðslu- og viðskiptalífsins, sem vér stöndum nú á, eigi hófleg tollvernd nokkurn rétt á sér, ekki sízt meðan stórþjóðirnar girða sig himinháum tollmúrum. Þess ber þó að gæta í þessu sam- bandi, að sumri innlendri framleiðslu er allmikil vernd í fjarlægðinni frá heimsmarkaðinum, þegar um innlendan markað er að ræða. Á hinn bóginn er byggðin svo dreyfð hjá oss og sam- göhgurnar svo slæmar, að tiltölulega stuttur flutningur innanlands verður oft kostnaðarsamari en yfir heimshöf- in. Aðaláherzluna þarf í öllum tilfell- um að leggja á það, að hin unga fram- leiðsla geti frá byrjun verið sam- keppnisfær við samskonar erlendar framleiðslugreinar. Eiga fram,leiðend- urnir sjálfir að gerast brautryðjendur í því efni, en treysta sem minnst á að- stoð hins opinbera til að halda velli á markaðnum. Gengisíækkwn og viðskiptahöft í nágrannalöndunum. öllum er enn í fersku minni sá at- burður, er Englendingar hurfu frá gullinnlausn seðlanna 20. sept. síðast- liðið ár. Norðurlöndin fóru að dæmi þeirra. Jafnframt voru lagðar ýmsar hömlur á viðskiptin út á við í þessum löndum, meðal annars á gjaldeyris- viðskiptin. England, Svíþjóð og Finn- land, sem höfðu gert heldur vægar ráðstafanir í gjaldeyrisviðskiptunum, hurfu þegar á síðastl. vetri aftur frá' þeim. Aftur á móti gátu Danir ekki 'fyrr en í ágúst í sumar stígið sama sporið. Þó eru gjaldeyrisráðstafanir þar í landi ekki með öllu úr sögunni ennþá. England. Englendingar virðast á- nægðir með árangurinn af Iækkun pundsins; þó er langt frá því, að hin- ar björtu vonir þeirra í því efni hafi rætzt. Hvorki hefir tekizt að glæða framleiðsluna, né heldur að rétta við yerzlunarjöfnuðinn til fulls. Atvinnu- leysið steig raunar heldur minna í Eng- landi á tímabilinu frá 20. sept. 1931 til 20. sept. 1932 en í flestum hinna iðn- aðarlandanna, eða ekki nema um 6%. Fyrstu átta mánuðina af þessu ári minnkaði innf lutningurinn um; 20 %, en útflutningurinn á.sama tíma um aðeins 10 %, en þó var .verzlunarjöfnuðurinn ennþá óhagstæður. Sennilega er þessi stórstíga minnkun innflutningsins að miklu eða öllu leyti að þakka hinum óvægu verndartollaráðstöfunum þar í landi. Hinsvegar hefir Englendingum tek- izt að lækka tit muna verðlagið hjá sér, sam var líka tiltcHulega mjög hátt, vekja aftur traust umheimsins á við- skiptalífi sínu, og efla stöðu sína gagn- vart hinum stórveldunum. Þó að hið almenna verðlag á heimsmarkaðnum félli um eitthvað 10% frá sept. 1931 .til júlí 1932, hefir verðlagið í Englandi á sama tíma ekki hækkað að neinum mun, þrátt fyrir verðfall pundsins um 25%, Áður en pundið fór að falla í fyrrahaust, voru forvextirnir 4i/í>% í London, 2% í París og li/2% í New York. Á sama tíma í haust voru þeir 2% í London, en 2i/2% í París og New York. Sýnir það glögglega hina breyttu aðstöðu Englands í heimsviðskiptun- um. Danmörk. Hjá Dönum hafði aðstað- an batnað það mikið, þegar kom fram á sumarið, að þeim þótti' hú tími til kominn að lina á viðskiptahöftunum. Verzlunarjöfnuðurinn var orðinn hag- stæður yfir seinustu sumarmánuðina og skuldirnar (banka og innflytjenda) við útlönd höfðu minnkað til muna. Raunar hafði gull og erlendur gjaldeyrisforði þjóðbankans minnkað alvarlega, éða um 75 millj. kr., nærri 35%. Skulda- greiðslurnar! höfðu þó numið mikið hærri upphæð, enda hafa Danir nú greitt vérzlunarskuldir sínar við útlönd að mestu. Þeir forðast einnig að safna Af árságóða félagsins fá hluthafar samkvæmt grund- vallarreglum aldrei meira en Kr. 30,000, — Hinir trygðu fá allan »afganginn«, en hann nam síðasta reikningsár yfir 43|4 miljón króna. Líítryggið yður íyrir Þorláksmessu og fáið BONUS eimi ári fyr en ella. Lífsábyrgðarfél. T h u i e h. f. Aðalumboð fyrir ísland: A. V. THULENIUS, Reykjavik. éli Símí 4514. Símí 45Í4. m Ensk kol. Pólsk kol. Hnotkol. Enskt koks. KOLASALAN s Skrífstofa í Eímskípafíelagshúsmtí nr. 20. Símí 45Í4. Símí 45Í4. &w¥W¥wwww^ww^wwww>wm Jóla-innkaup gjörið þjer ávalt best í: Dömudeildin byöur yöur í góðu úrvali: Kjóla. Silkinærföt. Silkisokka. Peysur. Hanska. Regnhlifar o. m. fl.. >«!, Herradeildin er, í ár sjerlega vel birg af: Alklæðnaði. Manchettskyrtum. Náttföt. Bindum og flibbum. Höttum og húfum. Axlabandaskrautöskjum. Nærfötum o. fl. Matrósaföt. Drengjafrakkar. Divanteppi. Gölfteppi. Renningar.

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.