Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 13
KAUPHÖLLIN
13
og mönnum, gríptu því tækifærið; —
hjálpaðu sjálfum þér og aumkvastu
yfir okkur“.
„María“, sagði Gerhard loksins, og
vafði konu sína ástúðlega að sér, „til
er það, sem er betra en peningar og
eignir, og það er hrein samvizka; og
til er það, sem verra er en fátækt, og
það eru sjúkdómar og dauði. Fyrir
guðs náð höfum við varðveitt góða
samvizku allt til þessa, og við sjúk-
dómum hefir guð einnig hlíft okkur;
fyrir það getum við ekki nógsamlega
þakkað honum. Hugsaðu um veslings
sjúku konuna héma niðri. Hversu oft
höfum við öfundað þessi ungu hjónf
Þau hafa allt, sém hjörtu þeirra geta
girnst. Maðurinn hefir ágæta stöðu, og
auk þess hefir kona hans fært honum
dálítinn arf; og þó vildi eg ekki skipta
á fátæktinni minni og öllu því, sem
hann á; því að það, sem honum er
dýrmætast af öllu á jörðu, svífur milli
lífs og dauða. Líttu á, „María“, hélt
hann áfram, um leið og hann tók lamp-
ann og leiddi konu sína að rúminu, þar
sem drengirnir lágu og sváfu sætt hver
í annars faðmi, „líttu á þessa mynd,
sko, hve sætt þeir sofa, hve rólega þeir
anda. Börnin okkar eru heilsugóð, og
við getum horft á þau eins og ham-
ingjusamir foreldrar“.
1 þessu vetfangi bárust hljóðin,
hjartaskerandi, frá sjúklingnum niðri
um allt húsið. Hljóðin héldu áfram
langan tíma, og svo sló öllu í þögn.
Ipn sú þögn var brátt rofin af háum
kveinstöfum og gráti ættingja og vina,
sem boðaði, að dýrmætur ástvinur var
skilinn við. María hafði hallað sér upp
að brjósti manns síns.og hlýtt á þenn-
an sorgar-atburð niðri, þangað til allt
endaði með djúpum grátekka.
„Gerhard, þú sagðir satt“, hvíslaði
hún, og tárin streymdu eftir kinnum
hennar. „Fátæktin er ekki hin þyngsta
freisting, sem getur komið fyrir okk-
ur. Taktu burtu það, sem liggur þarna
á borðinu, svo egsjái það ekki lengur,
og gjörðu við hvað, sem þú álítur rétt-
ast“.
„Pabbi, ætlarðu ekki bráðum að láta
mig fara aftur í skólann, sem eg var
í einu sinni? Það var svo gott að vera
þar, og eg lærði þar miklu meira en
í skólanum, sem eg er nú í. Það eru
svo margir slæmir drengir þar“. Þann-
ig mælti Arthur litli, sem var níu ára
gamall, daginn eftir við morgunverð-
inn, sem var ekki annað en nokkrar
sneiðar af þurru brauði og lélegt
kaffi. „í mínum skóla eru líka marg-
ir slæmir strákar“, sagði Karl, er var
sjö ára gamall; „og af því að eg er
minnstur, þá berja þeir mig á leiðinni
heim, og eg gjöri þeim þó alls ekki
neitt“.
„Ætlarðu ekki að gefa mér fallega
skipið með hvítu seglunum, pabbi?“
sagði Fritz litli, sem var aðeins fimm
ára gamall, „eg sá svo fallegan kassa
með spýtumtil að byggja úr, í búðinni
hérna á hominu; ó, hvað eg gæti byggt
fallegt hús úr þeim; sá, sem fær hann
í jólagjöf, getur verið ánægð'ur; —
ósköp hlakka eg til jólanna, hvað eru
margar nætur þangað til Jesúbarnið
kemur?“ ''
„I þetta sinn kemur Jesúbarnið ekki
til okkar, af því við erum svo fátæk“,
sagði Karl, „Jesúbarnið kemur ekki
nema til ríka fólksins, við vorum rík
einu sinni, vorum við það ekki,
mamma?“
Tár hrundu af augum Maríu, þegar
hún hlýddi á umræður barnanna. Hún
leit nærriþví álasandi á mann sinn, en
VIÐSKIFTAHÖFT.
Framh. frá bls. 9.
að eytt er um efni fram. Megnið af þess-
ari eyðslu hefir gengið til neyzlu, m. ö.
o. hún hefir ekki gengið að sama skapi
til arðberandi fyrirtækja, eða efnahags-
aukningar.
Vér getum ekki lýst hér því marg-
þætt tjóni, sem skuldasofnunin hefir
fyrir viðskiftin. En niðurstaða þeirrar
athugunar mundi hljóða, eins og ligg-
ur raunar í augum uppi og öllum er
ljóst, sem eitthvað hafa hugsað um
þessa hluti, að skuldaskiftin eru, þegar
öllu er á botninn hvolft engum til gagns.
Skiddaverzlunin eða sjálfræði verzl-
unarinnar í gjaldeyrismálunum. Það er
bersýnilegt, að ekki er hægt að halda
lengi áfram á þessari braut. En þó hef-
ir lítið verið enn gert til að koma í veg
fyrir skuldasöfnunina og, því engin
trygging fyrir því, að hér verði látið
staðar numið.
Kaupmannastéttin kvartar sáran und-
an gjaldeyrishöftunum. Er það vel skilj-
ánlegt, því að þau bæði takmarka frelsi.
þeirra í viðskiftamálunum og auka þeim
margskonar óþægindi. Einnig getur
naumast hjá því farið, að nokkur mis-
tök séu á leyfisveitingunum. En hins-
vegar ættu kaupmenn að skilja, að
bönkunum er nokkur vorkun, þótt þeir
vilji hafa hönd í bagga með innflutn-
ingnum, meðan verzlunarjöfnuðurinn
er ekki hagstæðari og skuldirnar við út-
lönd eins miklar og raun ber vitni um,
hann hneppti ósjálfrátt fastara að sér
frakkanum, þar sem hann hafði bögg-
.ulinn í vasanum, er hann ætlaði að fara
með aftur til hr. Barrets. Hann kvaddi
síðan konu sína ástúðlega og bjóst til
að fara. „Mér þykir líklegt“, sagði
en á hinn bóginn sama og engin við-
leitni hjá verzluninni til að koma í veg
fyrir frekari skuldasöfnun.
Verzlunum er ekki bezt borgið með
því, að flytja ótakmarkað inn vörur og
dreifa þeim út meðal viðskiftavinanna,
án þess að greiðsla sé fyrir hendi, ekki
síst þegar oft er mjög undir hælinn lagt,
að hún fáist síðar. Verzlunarskuldim-
ar, sem þegar eru komnar á, lama við-
skiftin nú og í næstu framtíð. Frekari
skuldasöfnun getur riðið oss að fullu.
Hún mundi einnig grafa grundvöllinn
undan öllu viðskiftasiðgæði, ’ og aldrei
eru skuldaskiftin hættulegri en einmitt
á verðsveiflutímum.
Ef verzlunin vill fá óbundnar hend-
ur í gjaldeyrismálunum, verður hún
jafnframt að gera alvarlegar ráðstaf-
anir til að útrýma skuldaskiftunum og
koma í veg fyrir nýja skuldasöfnun,
Auk þess verður kaupmannastéttin að
auka ábyrgðartilfinningu sína og efla
þroska sinn í hvívetna-í viðsldftamálun-
um. Blind samkeppni um viðskifta-
menn, má ekki leiða hana út á þær hálu
brautir, sem liggja til efnahagslegs ó-
sjálfstæðis alþjóðar. Arfur hinnar uþp-
rennandi kynslóðar er frelsið, og frjáls-
borinn þjóð þolir enga fjötra. En ef
henni á að takast að vernda sjálfstæði
sitt óskert, má hún sízt glata tilfinn-
ingunni fyrir því, hvað er viðskiftasið-
gæði. En það er fyrst og fremst atriði
uppeldisins, uppeldisins í viðskiptamál-
unum.
María í hálfúm hljóðum, „að þessij
ríki maður launi slíka ráðvendni. -—
Máske það verði okkur til hjálpar um
stundarsakir; vertu nú ekki einurðar-
laus, Gerhard, þegar þú ferð að tala
við hann, heldur segðu honum frá,
Heílræðí tíí htisfrey|tmnar
Þá „Sanítas“-suítu á borðíð skalt bera
þvi, ,vín síntím skal maðtir vínar vera‘.
Þá „Sanitas“-fægiíög færð, fyrír íólín
hann fágar hvern hítit svo hann skín
eíns og sólín.
Svo ekkt verðí ttra víníð þras
veldti þér ííkör frá „Sanítas“.
Sanitas-vörur fást í öllum helztu verzlunum
Símið jólapantanir yðar sem fyrst.
„Sanitas“-jóladrykkur er heil-
næmasta góðgætið fyrir bðrnin.
Gleðjið börnin á jólnnum með
„Sanitas“-jóladrykk.
HEITMANN’S
kaidur iitur tíi
heimalitunar.
Heitmann’s
kaldur litur til
heimalitunar.
Notið eingöngu Heitmanns kaldan
lit. Hann er ódýrastur í notkun og
fæst í öllum regnbogans litum.
RIO-KAFFIÐ
frá okkur er það bezta sem til
landsins flytzt. Verzlið þar sem
gæði og verð eru bezt.
Olafur Gíslason & Co,
Sfmi 1370 Ctvær línur).
m