Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 17

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 17
KAUPHÖLLIN 17 Gulldalurinn. Jólasaga eftir Francois Coppée. Þegar Lucien de Hem hafði séð bankarann raka að sér sínum síðasta- hundrað franka seðli, og var staðinn upp frá spilaborðinu, þar sem hann hafði ný-misst leifarnar af litlum efn- jum sínum, þeim er hann hafði dregið saman til þessar síðustu atlögu, — þá fann hann til einhvers svima og eins og hann ætlaði að hníga niður. Hann var ringlaður í höfðinu, mátt- laus í fótunum, og ætlað að fleygja sér út af á breiðan legubekk, sem lá í kring um allan spilasalinn. Nokkrar mínút- ur horfði hann líkt og í þoku á þessa leynilegu spilakrá sem hann haf ði glat- að í fegurstu árum æsku sinnar, virti fyrir sér veiklað andlit spilamannanna, eem megn birta f éll á undan þremur stóreflis-ljóshlífum, heyrði gullið strjúkast laust við dúkinn, minntist þess, að hanni, var félaus, gjjörfarinn maður, kom í hug það sem hann átti sér í einni kommóðu-skúff unni: ridd- ara-pístólur eftir föður sinn, hershöfð- ingjann de Hem, þá óbreyttan höfuðs- mann, þær er vel höfðu dugað honum í áhlaupinu við Zaatcha; og þar næst féll hann í fasta svefn, úrvinda af þreytu. Þegar hann vaknaði aftur, með sam- anlímdar varir, leit hann á klukkuna á veggnum og sá að hann hafði varla sofið hálf-tíma; hann fánn brýna nauð- syn á að anda að sér nýju næturlofti. Klukkuna vantaði kvart í tólf. Þá stóð Lucien upp og teygði úr sér, minntist þess að nú var aðfangadagskvöld, og eftir glettinn leik úr endurminningun- um, sá'hann sig nú allt í einu aftur lít- ið barn, sem fór með skóna sína fram í kamínu þetta kvöld, áður hann færi að hátta.* Kétt í þessu kom Dronski gamli — tíður gestur í spilakránni, Pólverji út í æsar, í útslitinni regnkápu, er öll var skreytt snúrum og grænum sylgjum — kom til Lucien og muldraði eitthvað í grátt skeggið smáleitt: — Lánið mér nú fimm franka, herra minn. Eg hefi setið hér í klúbbn- um tvo daga samfleytt, og allan þann tíma hafa ekki „setján" komið upp ... Skopist að mér, ef þér viljið; en eg legg hausinn á mér í veð að á slaginu tólf kemur talan upp. Lucien de Hem ypti öxlum; hann hafði ekki einu sinni neitt í vasanum til að greiða skattinn, þann er fasta- gestirnir nefndu „hundrað súur Pól- verjans". Hann gekk fram í forsalinn, tók húfu sína og loðfrakka, og fór nið- ur stigann líkastur í limaburði manni með sótthita. Þær fjórar stundir, er Lucien sat luktur inn í spilakránni, hafði kyngt * Hér á landi kemur Þorlákur kjöt- krókurá Þorláksmessukvöld og krækir kjötið upp um eldhússtrompinn; hann hefir það til að, krækja börn ef þau eru óþekk. Þau eiga betri vinar von á Frakklandi þá. Þar láta bernin skóna sína fram í arinn aðfangadagskvöldið, og um nóttina kemur Jólagesturinn góði (Bon homme de Noél), og lætur pening faila í skóna niður um reykháf- inn. Þýð. niður snjónum, og gatan — stræti í miðri París, fremur þröngt og háum húsum girt — var alhvít. Á heiðum himninum, dökkbláum, glóðu stilltar stjörnur. Spilarinn féþrota skalf undir loðkáp- unni og tók til göngu; hann velti fyr- ir sér einlægum hugarvíls-hugsunum og mundi nú betur en nokkru sinni áð- ur eftir pístólu-eskinu sem beið hans í kommóðu-skúffunni heima; en hann haf ði skamt gengið er hann nam staðar allt í einu fyrir framan átakanlega sjón. Á steinbekk, er þar stóð, að þeirra tíma sið, nær meginhliði hallar einnar. var lítil stúlka, sex til sjö ára, í svört- um kjólgarmi sem ekkert skjól var að; hafði sezt þar í snjóinn. Hún hafði sofn- að þarna í þessum grimdargaddi, í hræðilegum stellingum þreytu og þjök- unar, og hún hafði hniprað sig saman þar í hornið á múrnum svo að veslings höfuðið litla og fullegar herðarnar lágu við frosinn steininn. Annar skórinn hafði dottið af fætinum á henni og lá þar ömurlegur fyrir framan hana. Lucien de Hem stakk hendinni ósjálf- rátt ofan í vestisvasann; en hann mundi eftir, að andartakinu áður hafði hann jafnvel ekki fundið tuttugu súa pening er hann hafði gleymt, og ekk- ert getað fengið þjóninum í drykkju- féi. En hann Varð gripinn áskapaðri meðaumkunar tilfinning, gekk til litlu stúlkunnar, hefir ef til vill ætlað sér að taka hana í faðm sér og veita henni húsaskjól yfir nóttina, þegar hann sá eitthvað glitra. í skónum, þeim er fall- inn var niður í snjóinn. Hann beygði sig niður. Það var gull- dalur! Einhver brjóstgóður maður, vafa- laust kona, hafði gengið hér um, séð skóinnliggja þetta jólakvöld fyrir fram- an sofandi barnið, minst hinnar áhrifa- miklUi helgisögu, og látið falla niður hóglátri hendi dýrlega ölmusu, til þess að einstæðingurinn litli skyldi enn trúa á gjafir Jesú-barnsins og missa ekki í bágindum sínum allt traust og^ von á gæzku forsjónarinnar. Gulldalur! Það var beiningamann- inum margra daga hvíld og auðæfi; og Lucien var rétt kominn að því að vekja hana til að segja henni frá því, þegar hann heyrði líkt og í skynvillu, rödd fyrir eyrum sér — rödd Pólverj- anst seinmælta og loðmælta —, er muldraði þetta í hljóði: — Eg hefi setið hér í klúbbnum tvo daga samfleytt, og allan þann tíma hafa ekki „seytján" komið upp ... Eg legg hausinn á mér í veð að á slaginu tólf kemur talan upp —. Þá var það að þessi tuttugu og þriggja ára ungi maður, —maður sem var ættstór, bar tígið hermensku-heiti og hafði aldrei brugðist boði sæmdar- innar — hann réð nú fyrir sér ógur- legan ásetning; hann varð heltekinn af æðislegri, trylltri, fárárilegri löngun. Hann leit í kring um sig til fullvissu um að hann væri aleinn á götunni, beygði hnén, seildist gæíilega til með skjálfandi hendi, og stal gulldalnum sem lá í skónum! Þá hljóp hann burt sem fatur toguðu og upp í spilahús, tók stigann í nokkrum stökkum, svifti upp með einu hnefahöggi hurðinni að þessum bölvuðum sal, ruddist inn rétt í því er klukkan tók að slá tólf, lagði gullpeninginn á græna dúkinn og hr p- aði upp: — Mitt' á „seytján"! „Seytján" vann. Með handarbakinu rendi Lucien þrjátíu og sex gulldölum á rautt. Rautt vann. Hreinlætið í öndvegissæti. , NiHisk y rykstígan á hverjtí heímííi Nýr Nilfisk kústur, sem tekur upp alla enda og óhreinindi, jafnt ofan af teppum sem niður i þeim, er kominn á mark- aðinn. NILFISK er hverri húsmóður kœrkomin jólagjöf. Einkaumboð á fslandi: Raftækjaverzlunin Jón Sigurðsson - Sími 3836. Austarstrœti 7. H.f.,Kol&Salf Reykjavík, stærsta kola» og salt-verzlnn landsins. Hðfum ávalt fyrirliggjandi kol, koks, smiðakol og salt, þær tegundir sem yður vantar. Útvegum þessar vörur einnig í heilum förmum. Ábyggileg og greið viðskifti. Sanngjarnt verð. Sími nr. 1120, tvær linur. ALLSKOMAIt ILHBÚDAPAPPIR OG ^ POKAR _ Þegar þér þurfið á pappir að halda simið «1 okkar 3834. Lægst verð. A. I. BERTEL8EN E CO,"/F

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.