Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 5

Kauphöllin - 01.12.1932, Blaðsíða 5
KAUPHÖLLIN J ólasaga. Það var farið að halla degi á hin- um vetrarlegu strætum í stórborg eiimi, er maður nokkur, á að gizka 35 ára að aldri, kom út úr einiii af hin- um mörgu veðlánabúðum. Hann var dapur í bragði og var avo að sjá, sem honum væri kalt, enda hafði hann enga yfirhöfn, heldur var aðeins klæddur þunnum sumarfatnaði, og skýldi hann höndunum í vösum sínum. Föt hans báru ljósan vott um fá- tækt og skort, þótt þau væru hvorki rifin né bætt; en andlitið var þýðlegt og gáfulegt og mátti sjá, að maður þessi mundi hafa átt betri daga. Það voru fáir dagar til jóla. Búð- argluggarnir voru venju fremur full- ir af skrautgripum og varningi. List og iðnaður kepptu hvort við annað í margskonar tilbúningi fyrir hátíð- ina, sem í hönd fór. Gerhard Kostlín gleymdi kuldan- um, þar sem hann gekk og virti fyrir sér hina skrautlegu búðarglugga. Þar mátti sjá ýmiskonar fögur leikföng, glæsilegar myndabækur og aðra eigu- lega hluti; en kona hans og börn biðu hans heima, og í huganum setti hann þau í spor hinna hamingjusömu kvenna og barna, er áttu að fá slík- ar gjafir af jólatrjánum sínum. — Hann var svo niðursokkinn í þessar hugsanir, að hann virtist gleyma sjálf- um sér með öllu. Allt í einu nam hann staðar frammi fyrir gluggunum á stórri bankabyggingu. Hahn gat ekki bælt niður andvarp, er hann leit hina mörgui seðla og ýmislegar pen- ingamyntir frá nálega hverri þjóð, og allar hinar mörgu körfur, fullar af skínandi gulli og silfri. Fyrir lítið eitt af þessu gulli hefði hann getað keypt það í hinum öðrum búðum, er hann svo feginn hefði viljað velja handa konu sinni og börnum; og eigi hefði hann þurft nema einn af þessum dýru pappírum, til þess að halda úlfinum frá dyrum sínum um langan tíma. Meðan Kostlín var að horfa á bankaseðlana og peningana, gekk maður nokkur, klæddur dýrindis loð- kápu, fram og aftur mjög órólega um stéttina á bak við hann. Oft sýndist hann ætla að ganga inn í bankann, en hætti jafnan við það. Loksins gekk hann að glugganum, þar sem Kostlín stóð, virti hann stundarkorn fyrir sér og mælti síðan: ,,Herra minn, munduð þér vilja gjöra mér greiða?" Hið kynlega atferli hins ókennda manns vakti Kostlín úr leiðslu sinni, og hann svaraði blátt áfram: „Hvað sem í míhu valdi stendur, skal eg gjarnan gjöra fyrir yður". Hinn ó- kenndi maður benti honum frá glugg- anum og vék honum lítið eitt til hlið- ar. Síðan tók hann upp hjá sér dá- lítinn böggul, er hann vafði nákvæm- lega innan í pappír, og sagði við Kostlín: „Viljið þér gjöra svo vel að afhenda herra Barret þennan böggul fyrir mig?" „Hvað! Eg að afhenda bankastjór- anum þetta?" „Ja . „Hví farið þér eigi sjálfur með það?" spurði Kostlín, því að honum þótti bón ókunna mannsins mjög svo undarleg. „Því valda ástæður, sem eg get eigi skýrt yður frá hér", svaraði hinn skjótlega. „Jæja þá, eg skal gjöra það", sagði Kostlín eftir litla umhugsun. „Eg þakka yður kærlega", svaraði ókunni maðurinn og rétti Kostlín böggulinn; „en eg bið yður að fá hann í hendur bankastjóranum sjálf- um, eg veit, að hann er á skrifstofu sinni; þiggið þetta fyrir ómak yðar"; með þessum orðum rétti hann Kostlin einn dollar. Kostlín hikaði við, og ætlaði ekki að taka ivið peningnum. Það var í fyrsta skipti á æfinni, að honum var boðin þesskonar gjöf. „Það hryggir mig mjög, ef þér vilj- ið ekki taka við þessu lítilræði", sagði maðurinn; „þér eigið ef til vill börn heima, og þér getið keypt eitthvað smávegis handa þeim í jólagjöf fyrir mig". Kostlín var einmitt nýbúinn að fara með giftingarhring sinn og konu sinn- ar til veðlánara; annað átti hann ekki eftir til að veðsetja. Kona hans hafði gjört sér von um, að veðlánarinn mundi lána að minnsta kosti 6 doll- ara gegn þeim; en hann haf ði reynt í ýmsum búðum og ekki getað fengið nema 5 dollara. Dollarinn frá ókunna manninum fullgjörði einmitt upphæð- ina, sem konan hans bjóst við. Var það þá rétt gjört af honum, að taka ekki við honum? Nei, vissulega ekki. Kostlín stakk dollarnum í vasa sinn, þakkaði ókunna manninum og gekk inn í bankann. Þar var hvert herbergi inn af öðru, og allar dyr opnar. Kostlín fór nú að komast að raun um, að verk það, er hann hafði. tekizt á hendur, var enginn hægðar- leikur. Fyrst var hann spurður næsta ó- þýðlega, hvað hann vildi, og þegar hann lét þá ósk sína í ljósi að fá að tala við Barrett bankastjóra sjálfan, þótti honum sem allir skrifararnir litu með fyrirlitningu á hin fátæklegu föt hans. Einn kom með þá mótbáru, að bankastjórinn hefði svo mikið að starf a; annar sagði, að hann væri orð- inn dauðleiður á beiningamönnum. „Eg er enginn beiningamaður", sagði Kostlín. „Eg var beðinn að af- henda bankastjóranum sjálfum þenn- an böggul, og eg skal ekki tef ja hann meira en eitt augnablik." Framkoma Kostlíns og hinn hrein- skilnislegi, karlmannlegi málrómuu hans hafði æskileg áhrif. Hann gekk í gegnum öll herbergin inn í innsta herbergið. Það var óþægileg ganga fyrir hann, fram hjá öllum skrifborð- unum og forvitnisaugum skrifaranna. Hann varð var við margt háðbrosið, þá er hann var á leiðinni inn í innstu skrifstofuna, þar sem eigi fengu aðr- ir að koma en hiriir mestu atkvæða- menn. Margir horfðu fyrirlitlega á hin snjáðu sumarföt hans. Menn þessir vissu ekki, að þeir voru að hlæja að manni, sem fyrir skömmu hafði haft heiðarlega stöðu í vel þekktu verzlun- arhúsi. Að lokum stóð harin á þykkri, mjúkri gólfábreiðu, í herbergi með konunglegum húsbúnaði; og sat þar bankastjórinn við skrautlegt skrif- borð, og var niðursokkinn í að lesa sendibréf og hraðskeyti. Kostlín beið þess, að hann liti upp; og loks er hann leit upp, rétti hann böggulinn hinum aldraða manni og sagði: „Mér var falið á hendur að áfhenda yður sjálf- 1 Vjela- og verkfæraverslun Einar O. Malmberg, Vesturgötu 2. Simar: 1820-2186-2986. Símnefni Malm. Alls konar efnl og verkfæri fyrir tré og járnsmiði. H ugsanir yðar \ eru vegna erfiðra tíma, bundnar við að gera sem bezt kaup á vörum, sem þér þurfið að nota. — Vér bjóðum yður eftirfarandi gæðakaup: Góð tegund af ensku Reyktóbaki i dósum: V* lbs. áður kr. 3.20, nú 2.40. 78 Ibs. áður kr. 1.60, nú 1.20. ,, B r 1 S t O 1 Bankastræti 6. Sími 4335. NOTID ADEINS ÞAÐ BEZTA BENZÍN og OLÍUR

x

Kauphöllin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kauphöllin
https://timarit.is/publication/1198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.