Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Side 40
30
lOtla
nóvbr.
2G
6. grein.
Abyrgðargjald þella skal greiða alt í einu fyrir heilt ár, frá I. d. októbcrmán. til
30. d. scptembermánaðar að báðum dögum meðtöldum, og skal það greitt fyrirfram fyrir
hvert næst eptirfarandi ár innan útgöngu septembermánaðar.
7. grein.
Bæjarstjórnin skipar mann til að heimta saman gjald þetta, og greiðir hann það í
bæjarsjóð innan 10. dags októbermánaðar ár hvcrt, og fær hann hæfileg laun fyrir ó-
mak silt.
8. grein.
Svo lengi bærinn fær endrábyrgð á þeim þriðjungi, sem bann tekr ábyrgð á, skal
það fé, sem gjaldast kann umfram slikt ábyrgðargjald og borgun lil innheimtumanns, vera
geymt í sjóði sér og ávaxlast undir umsjón bæjarstjórnarinnar, og eins skal farið með alt
ábyrgðargjaldið, ef bærinn tekr að sér ábyrgðina sjálfr án endrábyrgðar.
9. grein.
Að því er snerlir að öðru lcyli viðskipli húseiganda og kaupstaðarins viðvíkjandi
brunabótum skal farið eptir sömu reglum, og setlar eru í auglýsingu dómsmálastjórans
9. d. aprílmán. 1872, III., 6.—8. gr., samanborinni við «Vedtœgt for Kjöbslædernes al-
mindelige Brandforsikkring», 18. d. júlím. 1874, svo sem segir í eptirfarandi greinum:
10. grein.
i'egar virða skal skaðabætr eplir húsbruna, skulu hinir skipuðu virðingarmenn það
gjöra, og þá þess gæta:
a) að eigi skal tekinn til greina kostnaðr sá, sem burlflulningr rústanna hefir í för
meö sér, því að eigandi ber þann kostnað endrgjaldslaust.
(>) Svo framarlega sem tjónið getr eigi numið 10. hlula af ábyrgðarupphæð húss þess,
sem fyrir skemdum hefir orðið, skal skaðann meta það, sem viðgjörðin eptir áætlun
muni kosta.
11. grein.
Virðing búsa til skaðabóla má hlutaðeigandi yfirvald leggja undir yfirmat, ef húseig-
andi eða bæjarsljórn æskir þess; nefnir yfirvaldið til þessa 4 yfirmatsmenn, og skal
brunamálastjóri vera viðsladdr slika virðingu, en sá, sem yfirmats vill beiðast, hvort
heldr er eigandi eða bæjarsljórn, skal beiðast þess innan þriggja sólarhringa, eplir að
frumvirðingin hefir fram farið, og skal ávalt sitja við yfirmatið óbreytt.
12. grein.
Húseigandi sá, sem hús hefir brunnið fyrir, er skyldr að taka leifar hins brunna húss
upp í skaðábætr sínar með því verði, sem matsmenn meta þær til.
Samþykt í bæjarstjórninni IVeykjavík, 5. d. nóvembermán. 1874.
L. E. Sveinbjörnsson. H. Iír. Friðriksson. J. Steffensen. 0. Finsen. Jóh. Olsen
Magnús Stephensen. Einar |>órðarson. G. í’órðarson.
Samkvæmt 13. grein tilskipunar um ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykjavíkr kaupstað frá
14. febrúar þ. á. staðfestist framanrituð reglngjörð.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík, lo. dag nóvembermán. 1874.
Ililmar Finsen.
Jón Jónsson.