Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Side 65

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Side 65
51 þar eð það fylgir af sjálfu sér, að þurfamaðrinn undir eins og hann er búinn að þiggja sveilarstyrk, fer að nýju að vinna lil þess að fá framfærslurétt með dvöl sinni í hreppi þcirn, er hann er í.-------— —----------— Eptir öllu því er þannig er int, verðr að telja optnefndan Magnús Guðmundsson sveitlægan í Sveinstaðahreppi í Húnavatnssýslu1. Brcf landshöfðingjam (til amtmannsíns yfir norðr- og austrumdæminu). Með úrskurði norðr- og austramtsins 29. september 1869 er Jónas Guðmundsson, er búið hefir á Spjör í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, dæmdr sveitlægr í þorkelshólshreppi í Ilúnavatnssýslu, og hreppr þessi skyldaðr til að endrgjalda 19 rd. 20sk., er Jónas hefir fengið af sveitarsjóði Eyrarsveitar sér og hyski sínu til framfæris. Þessum úrskurði hefir þorkelshólshreppr áfrýjað, og hafið þér herra amtmaðr með bréfi yðar 14. f. m. kveðið upp álit yðar um áfrýjun þessa. Eptir því, sem fram er komið, verðr eigi mælt á móti því, að Jónas sá, er nefndr er, hefir notið styrks af sveitinni, á meðan hann dvaldi ( Eyrarsveit. Að þessi styrkr hefir verið y’eittr honum, án þess að prestr eðr hreppstjóri hafi leilað slyrks handa hon- um til náskyldra ættingja hans samkvæmt 4. grein fátækrareglugjörðarinnar, hefir enga þýðingu, þar sem eigi er sannað, að slíkir ætlingjar væru þektir af sveitarstjórninni í Eyr- arsveit, og þar sem þeir ættingjar, er getið er um í málinu, hafa búið í Þorkelshólshreppi í Húnavatnssýslu og þannig í þeirri fjarlægð frá Eyrarsveit, að eigi gat orðið umtalsmál að leita til þeirra, áðr en slyrkr sá, er Jónas með þurfti var veittr. Þareð Jórias eigi hefir dvalið ( neinum öðrum hreppi fyrir utan fæðingarhrepp sinn þorkelshólshrepp svo lengi, að spurning geti orðið um, að hann hafi unnið sér þar framfærslurétt, verðr, samkvæmt 7. grein fálækrareglugjörðarinnar, að fallast á úrskurð amlsins um sveitfesti Jónasar. Sömuleiðis getst landshöfðingjanum, að úrskurði amtsins um upphæð þá, er Þorkelshóls- hreppr á að endrgjalda Eyrarsveit. Þér eruð því herra amtmaðr beðnir að kynna hlutaðeigöndum, að úrskurðr norðr og austramtsins í málinu 29. septbr. 1869 skuli óraskaðr standa, og að sjá um, að úrskurði þessum verði veitt fullnusta án frekari tafar. Bref landshöfðingjans (til amtmannsins yfir suSr- og vestrumdæminu). Með heiðruðu bréfi 29. f. m. hefir herra amtmaðrinn sent mér bréf dagsett 16 apríl þ. á. og fara í því bæjarfulltrúarnir ( ísafjarðarkaupstað og hreppsljórinn ( Eyrarhreppi þess á leit, að sýslumanninum í ísafjarðarsýslu Stefáni Bjarnarsyni verði gjört að skyldu að endrgjalda Iíirkjubólshreppi í Strandasýslu 8 væltir og 20 fiska, er téðr hreppr hefir lagt út fyrir þurfamanninn Ólaf Jónsson með hyski hans, en það er viðrkent, að þurfa- maðr þessi hafi áunnið slr framfærslurétt ( hinum fyrverandi Eyrarhreppi, er nú er skipt ( 2 sveitarfélög, ísafjarðarkaupstað og Eyrarhrepp. Sumarið 1868 dvaldi Ólafr Jónsson sá, er nefndr var, ( Nauteyrarhreppi í ísafjarðar- sýslu. Hann var þá húsviltr og fór þv( hlutaðeigandi hreppstjóri þess á leit við sýslu- 1) Ur bri'B þessu er slept því, er snertir binar einstúku reikoingskrúfur porkelshúNhrepps tit. Sveinstaha- hrepps, og skal 'mek tiliiti til þeirra einungls getii þess, aí Sveinstaþahreppr sem framfærsíuhreppr Magnúsar mefcál annars var skjldabr tll a"í) endiborga porkel6h(5lshreppi 4 rd. 22 sk., sem sWðn eptir úborgaOir fjrir lán af 6tJúrnarkorni, sem Magnúshglbi fengi?), og var lllfært) sú ástæba fjrir þessari niirstóhiij ab lán þetta hefbt vetlþ, „vettt á áhjrgb hreppsins, er afe sklpun stjúrnarinnar hefbi oríiib aí) borga þab. úr hreppssjúbnnm" og. var eþkert tiUit tekiþ tj|, ab porkelshúlshreppr hefbi ekki ritab lán. þett? í svyiurþúkijia,. fjr,e% útsbb þátt.i. um, ab Maj>nús eudrborgaíii lánib sjálfr. 58 30ata septbr. 1873. 50 30sta septbr. 1873. 60 38ja' oktbr. 1873.

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild
https://timarit.is/publication/1201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.