Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Qupperneq 67
leysi, en það er alt annað en að skorast undan að greiða skyldukvðð. I’að verðr jafnvel fil
eigi með vissu sagt, hvort slík undanfærsla hafi leitt af mótþróa eðr af efnaleysi.
Af þessum ástæðum skal úrskurðr sá, er þér herra amtmaðr hafið lagt á málið, ó- 1873.
raskaðr standa, og eruð þér beðnir að tilkynna það hlutaðeigöndum.
Bréf landshöfðingjans (til aratmannsins yfir norbr- og austrumdæminu). 62
30sta
Með bréfi herra amtmannsins 3. f. m. meðtók eg skjal frá Presthólahreppi, dagsett desbr.
24. nóvbr. f. á., er áfrvjar til dómsmálastjórnarinnar úrskurði norðr og austramtsins
8. febrúar 1870 um, að Presthólahreppr eigi að greiða Vopnafjarðarhreppi 114 rd. 93 sk.
áfallna meðlagsskuld frá miðjum júlímánuði 1861 til 14. maí 1869 með Sigríði nokkurri
Eínarsdóttur, þar að auki 18 rdl. 72 sk. meðlag fyrir árið 1869—70 og svo framvegis
20 rdl. árlega.
J>að er viðrkent af öllum hlutaðeigöndum, að Sigríðr sú, er nefnd var, og nú er
sögð dáin, ætti sveit í Presthólahreppi, þar eiginmaðr hennar, Árni nokkur Ormarsson,
hefir verið sveitlægr í mörg ár, og enn er vistfastr. Þau Árni og Sigríðr slilu samvistum
árið 1832 og fluttist Sigríðr fáum árum síðar austr i Vopnafjarðarhrepp. t’ar varð hún
sveitarþurfi, og krafði hreppstjórnin með bréfi 18. júní 1862 endrgjalds frá Presthóla-
hreppi á styrk, er lagðr hafði verið með Sigríði árið 1861—62. Presthólahreppr færðist
fyrst undan að greiða nokkurt meðlag, en eptir að amlið 22. júní 1865 hafði úrskurðað
Sigríði sveitlæga í Presthólahreppi, var viðtekið af þessum hreppi með bréfi 3. apríl 1867
að greiða meðlag fyrir árin 1865—67 og að annast um árlegt framfæri Sigríðar,
hvort sem það yrði í Vopnafjarðar eðr Presthólalireppi, en hið áðr áfallna meðlag neit-
aði Preslhólahreppr að gjalda, og í bréfi 15. nóvbr. 1868 afsagði hann jafnvel að borga
það, er síðar kynni að áfallast. Nú var aptr leitað til amtsins, og feldi amlið eplir að
ákveðið var, að tengdasonr Sigríðar, sem er bóndi í Suðrmúlasýsln ætli, að leggja 10 rdl.
árlega með Sigriði, úrskurð þann frá 8. febrúar 1870, er að ofan er um getið, og verðr
nú samkvæmt konungsúrsknrði 29. júnl 1872 og erindisbréfi s. d. § 12 að leggja fulln-
aðarúrskurð á málið.
Presthólahreppr hefir í áfrýunarskjali sínu farið fram á, að hrepprinn verði sýknaðr
af 133 rdl. 69 sk. skuld þeirri til Vopnafjarðarhrepps, er hinn áfrýaði úrskurðr skyldar
hreppinn til að gjalda eða þá, að málið annars kostar útkljáist með dómi. Ilvað hina
síðari kröfu snertir, þá verðr ekkert tillit tekið hér til, þar sem þetta mál samkvæmt fá-
lækra reglugjörðinni 8. janúar 1834, 3. gr. liggr einungis nndir valdstjórnarúrskurði.
þegar þar eptir á að ræða um sýknarástæður þær, er Preslhólahreppr hefir lilfært,
verðr fyrst spurning um það, hvort styrkr sá, er lagðr hefir verið með Sigríði verði álit-
inn sveitarstyrkr. Presthólahreppr hefir viljað neila þessu af því, að styrkrinn liefir eigi
verið ritaðr i Vopnafjarðar sveitarbók. tað verðr nú eigi sagt annað, en að reglulegast sé
að rita hvern styrk, er verðr veiltrómaga, í sveitarbókina, en hinsvegar cr það eigi skil-
máli fyrir, að styrkr verði álitinn sveitarstyrkr, að hann sé ritaðr jafnóðum, og hann er
veittr, í sveitarbók, og ( máli því, er hér liggr fyrir, virðist Vopnafjarðarhreppr að liafa
sannað á nægilegan hátt eigi að eins, að Sigríðr sú, er um er að ræða, hafi verið sveitar-
þurfi, heldr einnig að styrkr í rauninni hafi verið lagðr henni af hreppnum á þann hált,
að hrepprinn fékk styrkinn til láns hjá bónda, er veitti hreppnum endrgjaldsfrest rneð
lánið til þess Presthólahreppr endrborgaði það, og kemr hér einkum til greina, að Vopna-
fjarðarhreppr innan árs eplir, að styrkrinn var lagðr, heimtaði endrgjalds á honum af
Presthólahreppi.