Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Síða 50

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Síða 50
46 1831 er og svo fyrir mælt, að sje einungis frumpróf tekið í máli, en stefna eigi út gefin það ár, skuli málið eigi tekið á skýrslu fyr en árið næsta, ef þá væri stefnt málinu. Eptir þessu boði hafa sýslumenn þó sjaldnar farið í skýrslum sínum. 1 brjefi 16. okt. 1832 til amtmanna fyrirskipar lögstjórnarráðið svipaðar skýrslur um almenn lögreglumál þau, er þyngri hegning var dæmd í en fjebætur, sem ksbr. 6. desbr. 1831 fyrir mælir um glæpa- málin. Brjefinu fylgir skýrslusnið í 5 dálkum, til aukningar við skýrslusniðið 29. marz 1828. Tveir síðustu dálkarnir af þessurn fimm eru teknir upp í sumar skýrslur sýslu- manna, en þótt um fjebætur einar sje að ræða. Jeg skal eigi tala neitt um galla þá er auðsjáanlega eru á skýrslum stöku sýslu- manna í suðurumdæminu fyrir utan Reykjavík og í vesturumdæminu, því þótt skýrsl- urnar í norður- og austurumdæminu sjeu misgóðar, eru þær að tiltölu betur af hendi leystar og sumar ágætlega samdar, svo sem úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Svo koma skýrslurnar fyrir norðan og austan frá sýslumönnunum optast í tæka tíð, en mikið brestur á að svo sje hjá sumum þeirra í suðurumdæminu og áður í vesturumdæminu. I kgsbr. 3. janúar 1823 til stiptamtmanns og amtmanna er þeim gefið í vald að sekta um 4 kr. þá sýslumenn, er eigi senda skýrslur sínar í tíma. Sektavald þetta er að vísu smátt, ef sýslumaður er reglulega tómlátur; en sú er bótin, að fái amtmaður eigi sýslu- manu til að gegna skyldu sinni, fyrst sektalaust, síðan með þessum litlu sektum, þá er amtmanni jafnan innan handar að kæra sýslumann fyrir landshöfðingja, er getur kveðið á þá sekt er honum hæfa þykir eptir málavöxtum. Athugasemdir við skýrslurnar. Skýrslur þær, er eg hef haft fyrir mjer frá sýslumönnum og amtmönnum, eru all- ar hinar sömu og eins lagaðar sem þær skýrslur voru, er þeir höfundar liafa fyrir sjer haft, er áður liafa samið skýrslur um dómgæzluna í »Skýrslum um landshagi á islandi«, og sem fyr er getið. Mismunurinn á skýrslum þessum og hinum fyrrum stafar eingöngu frá meðferð minni á efninu. Erumskýrslurnar eru þrjár: 1. skýrslan um glæpamálin, 2. skýrslur um almenn og einmenn lögreglumál, og 3. skýrslan um sáttamál. Skýrslan um glæpamálin er fullkomnust, með því að hún skýrir eigi að eins frá málatali og málalykt- um, heldur og frá efni eður inntaki málanna, það er, hvert sje afbrotið og hver sje refs- ingin. Hvorttveggja þetta vantar í hinar tvær skýrslurnar, og má þó fullyrða að þekk- ing afbrota í almennum lögréglumálum sje álíka eða þó litlu minni »leiðbeining til að meta siðsemishagi þjóðarinnar og starfsemi« lagavaldsins, heldur en þekking afbrota gegn hinum eiginlegu sakalögum. Oss vantar og enn á prenti ýmsa þætti dómgæzlunnar, svo sem hjeraðsdóma í einmannamálum (prívatmálum), og allar hinar búhagslegu (ökonomiske) skýrslur- vanta, svo sem skiptaskýrslur og uppboðsskýrslur. Er þó næsta fróðlegt í sinni röð að þekkja upphæð eigna og skulda í dánarbúum og þrotabúum, svo og kröfur á nauð- ungauppboðum o. fl. Skiptaskýrslurnar eru til, og hinum mætti fá safnað. En þá þyrfti og að safna veðskýrslunum, svo yfirlit fengist yfir búhagi manna í þessari grein. En nú er að víkja að skýrslum þeim, sem fyrir hendi eru. Fyrsta skýrslan hljóðar um sakir eða glæpamál. Að vísu lýsa fyrirsagnirnar yfir dálkunum ljóslega um hvað tölurnar hljóða, en þó skal jeg stuttlega yfirfara aðalefui skýrslunnar, svo lesendunum verði ljósara hvað af henni læra megi. í tveim fyrstu dálk- unum er tala sakborninga, karla og kvenna; en í þrem næstu dálkunum hver málalok orðið hafi. Skal þess getið að jeg hef eigi talið með ódæmdum þá sakborninga, er að vísu voru ódæmdir í árslok en dæmdir síðan, heldur hef jeg sleppt þeim það ár, er sök var hafin á hendur þeim, og tekið þá það ár er dómur fór út. En þeir menn er ódæmdir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild
https://timarit.is/publication/1202

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.