Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Side 52

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Side 52
48 þykja eingöngu gegn einum manni eða þá fleirum sjerstökum. Fyrir því greiuist þessi dómsmálaflokkur eptir aðilum; er dómsvaldið eða valdsstjórnin aðili almennra lögreglu- mála, en aðili einmennra lögreglumála er hver einn, sá er afgjört er við, eða sá maður annar, er sókn hefur fyrir hann. Skýrsla þessi er að mestu leyti svo einföld og ljós, að hún virðist eigi þurfa við skýringar annarar en þeirrar, er jeg skal á víkja síðar, þá ræða er um samtölu lögreglumálanna öll árin og tiltölu þeirra í tugabrotum hvert árið um sig. priðja skýrslan er um sættamálin. Sýslumenn og bæjarfógetar eru eigi skyldi.i til að gefa nokkrar skýrslur um einmannamál eða málssóknir manna á milli. Lengra er enn eigi komið dómgæzluskýrslum vorum. Jeg hef því, h'kt og áður gjört hefur verið, samið skýrsluna um sættamálin; en þó eigi, sem áður, hvert ár, því slíkt hefði heimtað of mikið rúm, heldur fyrst fyrir tvo árakafla, til að sýna tilbreytingar eða öldugang mála- fjöldans upp og niður, og síðan fyrir öll árin samtals og meðaltals hvert árið þeirra sjö. Skýrsla þessi sýnir ljósléga gang málanna og málalyktir. Sem dæmi skal jeg það taka, að öll þessi sjö ár voru 1583 þrætumál lögð 1 sætt, þar af var sæzt á 935 mál, 33 mál- um var frestað, en 615 vfsað til dóms. Hefur þá verið sæzt á nálega þrjá fimmtu allra þrætuinála, nákvæmar sagt, á 59 af 100, en vísað til dóms nálega tveim fimmtu, eða 39 af hverju 100 sættamála; 2 af 100 var frestað. Af þeim 615 málum, er vísað var til dóms, er talið að einungis 183 málum hafi í dóm stefnt verið. Sama er að segja um sættamál- in sem urn lögreglumálin, að engin skýrsla er til um inntak málanna sjálfra. Hver sá, er yfirfer nú þessar þrjár skýrslur, hann sjer hversu fjarskalega mis- mörg málin eru í lögsagnarumdæmunum, og fær hann sjeð það greinilegast á niðurlagi annarar og þriðju skýrslunnar um lögreglumálin og sættamálin, því þar eru talin öll mál- iu þessi sjö ár saman og meðaltal þeirra tekið hvert árið um sig. Mismunurinn á mála- fjöldanum í lögsagnarumdæmi hverju er einmitt svo mikill sem samtalan og meðaltalan er stór til. Nú sem vjer hugfestum oss, að aðalfræðsla sú, og því aðalnot þau, er allur almenningur hefurog haft getur af dómgæzluskýrslunum, er sú hin mikilvæga leiðbeining, er þær gefa oss, líkt og ksbr. 29. marz 1828 að orði kemst, til að meta, að svo miklu leyti sem dómgæzluna snertir, siðsemishagi þjóðarinnar og starfsemi layanna, þá vaknar að sjálfsögðu hjá oss sú spurning: Hversu mikilvæga leiðbeining gefa nú þessar skýrslur oss til að meta siðsemishagi landa vorra og starfsemi laganna? Spurning þessa skulum vjer athuga og svara henni svo stuttlega sem oss er unnt. Tölurnar í skýrslunum tala og segja oss, hversu margir menn, karlar og konur, hafi sakbornir verið og um hverjar sakir, hversu mörg lögreglubrot hafi átalin verið, og hversu mörg þrætumál lögð hafi verið í sætt; þær segja oss enn fremur frá refsingum, frá málarekstrinum að nokkru leyti og málalokum. þær segja oss frá því, hversu mikið dómendur hafi haft að gjöra í lögsagn- arumdæmi hverju og sáttanefndir í sáttaumdæmunum. I einu orði sagt, tölurnar sýna oss, svo langt sem þær ná, starfsemi laganna í höndum dómara og sáttanefuda. En sýna nú tölurnar oss siðsemishagi landsmanna innan lögsagnarumdæmis laganna, því hjer kemur eigi til álita hið víðlenda ríki siðseminnar utan endimarka laganna? Eigi fylli- lega. Tölurnar geta eigi tjáð oss, hversu mörg afbrot og hversu mörg lögreglubrot kunna framin hafa verið, heklur eingöngu hversu mörg átalin, nje hve mörg lögþrætuefni hafi til orðið, heldur eingöngu hve mörg þrætumál hafi verið lögð í sátt. Fyrir því er fjöldi málanna eigi full-áreiðilegur vottur um fjölda afbrota og lögþrætuefna, með því að skortur á eptirliti og afskiptaleysi landsmanna um ýms lagabrot og rjettindi sjálfra þeirra getur vald- ið sumstaðar enda miklu um málafjöldann. Úr þessu getur engin skýrsla bætt, því að um þetta getur í raun rjettri enginn maður skýrslu gefið. En að þessu slepptu er og málafjöldinn í annan stað því að eins rjettur vottur um siðsemishagi landsmanna og starfsemi laganna, að lesendurnir hafi mannfjöldann í lögsagnarumdæmunum til saman-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild
https://timarit.is/publication/1202

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.