Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1891, Blaðsíða 37
35
þe88um 8kýr8lum og verð sett á sumt í annari skvrslunni, sem ekkert verð er á í
hinni.
þetta sýnir meðal annara hvílíkt dæmalaust skeytingarleysi sumir kaupmenn sýna
við samning þessara verzlunarskýrslna, og væri sannarlega æskilegt að þeir sæju svo
sóma sinn að þeir framvegis vildu styðja að því að skýrslur þesaar gætu verið í lagi.
þetta, sem að framan hefur verið sagt, má þó- enginn skilja svo, að það gildi um
alla kaupmenn undantekningarlaust, því það eru margir kaupmenn og verzlunarstjórar,
sem auðsjáanlega gjöra sjer mikið far um að búa þessar skýrslur sínar vel úr garði og
hafa þær sem nákvæmastar, en hiuir eru þó allt of margir, sem sýnast mest hugsa um
að koma einhverju nafni á það.
Með því að bera saman tollreikningana og skýrslurnar sjest að það er nú eins og
að undanförnu allmikið af vörum, sem skýrslurnar eigi geta um, eða sem engin skýrsla
hefur verið gelin um. Skýrsla sú, sem hjer fer á eptir, sýnir, hve mikið hefur verið flutt
til landsins árið 1890 af brennivíni, rauðvíni og messuvíni, öli, kaffi og sykri eptir toll-
reikningunum og eptir skýrslunum.