Ljóðormur - 01.05.1986, Blaðsíða 51

Ljóðormur - 01.05.1986, Blaðsíða 51
UMSAGNIR En þetta tilbrigði við myrkrið er nokkuð eitt á báti: hitt er meginregl- an. Meira að segja þegar ort er um „okkur" sem reynum að ganga saman um ströndina, en göngum hvort sína leið hlið við hlið, framandi verur sem ekkert getur skilið. Það er í góðu samræmi við þessa einsemdarkennd sem tvö mest áberandi leiðminni bókarinnar eru myrkrið og veturinn. Bæði koma þau við sögu í mörgum Ijóðum og verða til að undirstrika hina módern- ísku kennd, því allt eru þetta kunnugleg yrkisefni. Þannig er það ekki í sjálfu sér frumleikinn sem gerir Ijóðabók Jóhanns sérlega athyglis- verða heldur úrvinnsla yrkisefnanna, þar sem býsna oft verða fyrir manni meitlaðar og vandaðar Ijóðlínur og myndir. Ég bendi af handa- hófi á Ijóðin „Elegía", „Rimbaud", „Nóttum fóru...“ og Ijóðaflokkinn „Vetur dýrsins" - auk þeirra dæma sem þegar eru tekin. Oft er talað um að Ijóð módernistanna hafi nokkra tilhneigingu til að verða „sendibréf frá skáldi til skálds." Mörg Ijóðanna í þessari bók kallast á við Ijóð íslenskra og erlendra skálda. Stundum vísar höfund- ur beint á fyrirmyndina eða tilefnið („Rimbaud", „Tilbrigði við myrkriö", „Jódynur hjartans" o.fl.) en stundum ætlar hann líka lesandanum að ráða í („Elegía" með óbeinni vísun til „Saknaðar" Jóhanns Jónssonar eða „Nóttum fóru...“ þar sem titillinn er sóttur í Völundarkviðu). Mikil- vægt er hins vegar að þessar tilvitnarnir eða tilvísarnir gera Ijóðin á engan hátt myrkari heldur verða hverjum venjulegum lesanda fremur til skýringar og hjálpar. Með Ákvörðunarstað myrkrinu hverfur Jóhann að mestu frá þeim opnu Ijóðum sem hann hefur kveðið undanfarið. Það sýnist mér valda góðum umskiptum. Víst geta opin Ijóð verið hnyttin og snotur en í íslenskri Ijóðlist hef ég ekki enn séð þau verða til verulegra átaka. Það er einmitt styrkur nýju bókarinnar að þar gengur Jóhann á hólm viö einsemdina, myrkrið og veturinn - og virðist raunar í „Vetri dýrsins" yrkja sig í talsverða sátt við allt saman. Þar með vísar hann veg sem gjarna gæti orðið lesendum hans til gagns og gamans. .0 Heimir Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.