Ljóðormur - 01.05.1986, Blaðsíða 14

Ljóðormur - 01.05.1986, Blaðsíða 14
EUGENIO DE ANDRADE (1923 -): Ljóölist Andrade er í senn Ijós og skuggi. Auðveldara er aö skynja Ijóö hans en skilja þau. Samt gefa þau sig aldrei alger- lega á vald skynjun okkar eða skilningi. Við lestur er eins og Ijóðið varðveiti kjarna sinn handa sjálfu sér, um leið og það veitir lesandanum þá ánægju að hann hefur ekki getað haft það algerlega á valdi sínu. Stíllinn er strangur og Ijóðin eru órímuð. Form hvers Ijóðs er hugsanagangur skáldsins um leið og það skrifar eða yrkir. Og æði oft er Ijóðið einvörðungu kenning og að öðru leyti innihaldslaust. Við þetta könnumst við þegar dróttkvæði eru lesin. Margt af kveðskap Andrade er málið eitt og sjálfstætt að mestu. Kveðskapurinn er höggmynd hvers orðs, lágmynd setninganna. Orð er fellt við orð og orðin ofin i orðavef eða reist sem orðabygging: maurabú orðanna. Skáldið stígur samt aldrei lokaskrefið að því að yrkja hrein orðaljóð sem hafa ekki aðra merkingu en þá sem er fólgin í niðurröðun stafanna og í skipan þess hljóms sem er í bók- stöfunum. Andrade notar aldrei það Ijóðstafamál sem alþekkt er í tilraunaskáldskap hinnar hreinu Ijóðlistar. Ljóðin sem berast af munni Andrade eru oft umfjöllun í Ijóði um vandamál Ijóðmálsins. Hann grípur samt ekki til þess ráðs að koma fram með kennisetningar eða fræðilegar vangaveltur: Ijóð hans fá að vera áfram í dulvitund orða og innihalds. Hinn ósáni akur er hvarvetna virtur, óræktin. Vegna þess að heim- urinn og hugurinn allur hafa ekki enn verið gerðir að sáðlandi sem ber ákverðinn ávöxt, þann sem sáð er til og við vitum hver er. Hvert Ijóð er Ijóðheimili skáldsins sem fjallar gjarna um heim- ilisbraginn. Þótt það berji að dyrum Ijóðsins er ríki þess í þögn- inni. Vegna þagnarinnar verður lesandinn að túlka Ijóðið sjálfur eða aðeins horfa á það. Með því móti verður hann hluti af Ijóð- inu. Sá sem les Ijóð verður að Ijóði um leið og hann les. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.